Íslendingafans á Eurosonic-hátíðinni Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. janúar 2019 09:00 Hatari hefur vakið athygli fyrir villta sviðsframkomu hér heima og erlendis. Á Eurosonic-tónlistarráðstefnunni og tónlistarhátíðinni sem haldin verður í Groningen í Hollandi í næstu viku verður varla hægt að stíga niður fæti án þess að lenda á íslenskum listamönnum, en þarna verða hvorki meira né minna en sjö íslensk nöfn á dagskrá og flest öll frekar fersk og nýkomin á sjónarsviðið. Þetta eru Reykjavíkurdætur, Bríet, Hugar, Uné Misère, Hildur, Kælan mikla og Hatari. Eins og komið hefur fram áður hér í Fréttablaðinu munu Reykjavíkurdætur þarna taka við MMETA-verðlaununum þann 16. janúar, en þau verðlaun hefur Ásgeir Trausti einn Íslendinga unnið áður. „Það er svo mikið af skemmtilegri nýliðun í tónlistinni hérna að við erum að fá sjö bönd inn, en það er frekar mikið og sérstaklega miðað við hvað þetta er smátt land,“ segir Sigtryggur Baldursson, aðalsprautan hjá ÚTÓN sem hefur verið bak við tjöldin að bauka í þessari góðu útkomu fyrir íslenska tónlist. „Reykjavíkurdætur taka þarna við frekar stórum verðlaunum og það var að detta inn mjög góður dómur um plötuna þeirra, en hún fær fjórar stjörnur. Það er líka þýskur sjónvarpsþáttur sem mun taka upp þrjú af böndunum, en þetta er þátturinn Rockpalast, sem er gamall og mjög þekktur þar í landi.“ Einnig birtist nú á dögunum umfjöllun í Clash Magazine þar sem þetta þekkta tónlistarrit skrifar gífurlega lofsamlega um hljómsveitina Hatari og segir lesendum sem ætla á að kíkja á Eurosonic að missa ekki af bandinu – þar er þeim líka lýst sem iðnaðarsteampönkurum og cyber-gotum sem spúa frá sér elektrónískum töktum og vélsagarkenndum synthalínum sem þeir æpa yfir um samfélagslegt ósætti. Árið 2015 var Ísland tekið sérstaklega fyrir á Eurosonic og þá fóru 19 verkefni héðan á hátíðina auk þess sem pallborð fór fram um íslenska tónlist og tónlistarbransa. Þetta virðist vera að skila sér. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Á Eurosonic-tónlistarráðstefnunni og tónlistarhátíðinni sem haldin verður í Groningen í Hollandi í næstu viku verður varla hægt að stíga niður fæti án þess að lenda á íslenskum listamönnum, en þarna verða hvorki meira né minna en sjö íslensk nöfn á dagskrá og flest öll frekar fersk og nýkomin á sjónarsviðið. Þetta eru Reykjavíkurdætur, Bríet, Hugar, Uné Misère, Hildur, Kælan mikla og Hatari. Eins og komið hefur fram áður hér í Fréttablaðinu munu Reykjavíkurdætur þarna taka við MMETA-verðlaununum þann 16. janúar, en þau verðlaun hefur Ásgeir Trausti einn Íslendinga unnið áður. „Það er svo mikið af skemmtilegri nýliðun í tónlistinni hérna að við erum að fá sjö bönd inn, en það er frekar mikið og sérstaklega miðað við hvað þetta er smátt land,“ segir Sigtryggur Baldursson, aðalsprautan hjá ÚTÓN sem hefur verið bak við tjöldin að bauka í þessari góðu útkomu fyrir íslenska tónlist. „Reykjavíkurdætur taka þarna við frekar stórum verðlaunum og það var að detta inn mjög góður dómur um plötuna þeirra, en hún fær fjórar stjörnur. Það er líka þýskur sjónvarpsþáttur sem mun taka upp þrjú af böndunum, en þetta er þátturinn Rockpalast, sem er gamall og mjög þekktur þar í landi.“ Einnig birtist nú á dögunum umfjöllun í Clash Magazine þar sem þetta þekkta tónlistarrit skrifar gífurlega lofsamlega um hljómsveitina Hatari og segir lesendum sem ætla á að kíkja á Eurosonic að missa ekki af bandinu – þar er þeim líka lýst sem iðnaðarsteampönkurum og cyber-gotum sem spúa frá sér elektrónískum töktum og vélsagarkenndum synthalínum sem þeir æpa yfir um samfélagslegt ósætti. Árið 2015 var Ísland tekið sérstaklega fyrir á Eurosonic og þá fóru 19 verkefni héðan á hátíðina auk þess sem pallborð fór fram um íslenska tónlist og tónlistarbransa. Þetta virðist vera að skila sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira