Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2019 11:53 Málþingið fer fram í Hörpu í dag á milli klukkan 13 og 16. Vísir/Vilhelm Í dag fer fram málþing í Hörpu um styttingu vinnuvikunnar. Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. Á málfundinum verður farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið, en markmiðið er að þroska umræðuna um styttingu vinnuvikunnar og auka skilning á þeim möguleikum sem hún hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag. Meðal annars verður farið yfir áhrif styttri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni. Þá verður umræðan að nokkru leyti tengd við kjaramálin sem verða áberandi á árinu. „Kostirnir eru meðal annars þeir að fólk getur frekar hvílst og náð meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það eru líka tengsl á milli þess að vinna minna og minna álags á náttúruna, það er að segja minni losun á gróðurhúsalofttegundum og því getur fylgt minni neysla sem þýðir minni spilling á auðlindum,“ segir Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður Lýðræðisfélagsins Öldu. Meðal þeirra sem halda erindi á málfundinum er sérfræðingurinn Aidan Harper frá New Economics Foundation en hann mun fjalla almennt um skemmri vinnuviku og hvernig hún hefur áhrif á aukna framleiðni. Þar að auki mun formaður VR og framkvæmdastjóri Eflingar ræða um nýjan fókus ásamt formanni velferðarnefndar Alþingis. Guðmundur segir að stytting vinnuvikunnar ætti að vera nokkuð einföld í framkvæmd til skamms tíma. „Til lengri tíma þá getur þurft að grípa til fjölbreyttari úrræða sem eru kannski flóknari en alls ekki ófyristíganleg,“ segir Guðmundur. Málþingið fer fram í Hörpu á milli klukkan 13 og 16 í dag og er viðburðurinn opinn öllum. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. 17. október 2018 19:50 Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41 Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni. 13. febrúar 2018 04:54 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Í dag fer fram málþing í Hörpu um styttingu vinnuvikunnar. Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. Á málfundinum verður farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið, en markmiðið er að þroska umræðuna um styttingu vinnuvikunnar og auka skilning á þeim möguleikum sem hún hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag. Meðal annars verður farið yfir áhrif styttri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni. Þá verður umræðan að nokkru leyti tengd við kjaramálin sem verða áberandi á árinu. „Kostirnir eru meðal annars þeir að fólk getur frekar hvílst og náð meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það eru líka tengsl á milli þess að vinna minna og minna álags á náttúruna, það er að segja minni losun á gróðurhúsalofttegundum og því getur fylgt minni neysla sem þýðir minni spilling á auðlindum,“ segir Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður Lýðræðisfélagsins Öldu. Meðal þeirra sem halda erindi á málfundinum er sérfræðingurinn Aidan Harper frá New Economics Foundation en hann mun fjalla almennt um skemmri vinnuviku og hvernig hún hefur áhrif á aukna framleiðni. Þar að auki mun formaður VR og framkvæmdastjóri Eflingar ræða um nýjan fókus ásamt formanni velferðarnefndar Alþingis. Guðmundur segir að stytting vinnuvikunnar ætti að vera nokkuð einföld í framkvæmd til skamms tíma. „Til lengri tíma þá getur þurft að grípa til fjölbreyttari úrræða sem eru kannski flóknari en alls ekki ófyristíganleg,“ segir Guðmundur. Málþingið fer fram í Hörpu á milli klukkan 13 og 16 í dag og er viðburðurinn opinn öllum.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. 17. október 2018 19:50 Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41 Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni. 13. febrúar 2018 04:54 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. 17. október 2018 19:50
Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41
Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45
Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni. 13. febrúar 2018 04:54