Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2019 19:30 Fjölmörg stéttarfélög gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í komandi kjaraviðræðum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist nálgast samningsaðila sína með ákveðnar tillögur í huga, en málþing var haldið um styttingu vinnuvikunnar í dag. Á málþinginu, sem fram fór í Hörpu, var farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið og áhrif þess á lífsgæði, framleiðni og jafnrétti svo eitthvað sé nefnt, en rannsóknir benda til þess að vinnuvikan á Íslandi sé lengri en í helstu nágrannalöndum okkar. Sérfræðingur frá London segir ekkert samasemmerki vera á milli vinnustunda og efnahagsástands. „Í Evrópuríkjum þar sem vinnuvikan er hvað styst virðist efnahagsástandið vera mun betra en annars staðar. Í Þýskalandi, Hollandi og flestum Norðurlandanna er vinnutíminn einna stystur á heimsvísu en samt er efnahagsástand þar mun betra en í öðrum ríkjum. Í Evrópu vinna Grikkir t.d. lengstan vinnutíma,“ sagði Aidan Harper, sérfræðingur. Því segir hann að lengri vinnuvika leiði ekki til sterkara efnahagsástands. Þvert á móti skili styttri vinnuvika sér betur til samfélagsins.Aidan Harper hélt erindi í Hörpu í dagSkjáskot úr fréttFormaður BSRB segir rannsóknir sýna fram á að styttri vinnuvika leiði til vaxandi ánægju í starfi og aukinna afkasta. „Við sjáum að stytting vinnuvikunnar stuðlar að því að það dragi úr líkamlegum og andlegum streitueinkennum. Svo erum við að mæla þessa þætti sem leiða til kulnunar með margvíslegum hætti og það dregur úr þeim. Þannig stytting vinnuvikunnar getur stuðlað að því að vera fyrirbyggjandi gagnvart kulnun í starfi,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Starfsgreinasamband Íslands fundaði í dag með Samtökum atvinnulífsins og var þar meðal annars rætt um vinnutíma en stytting vinnuvikunnar er ein af kröfum sambandsins. „Já þetta er ein af þeim kröfum sem við lögðum fram þann 10. október. Í dag ræddum við um allan þann pakka sem við lögðum fram þá,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRBSkjáskot úr fréttNú gera mörg félög kröfu um styttingu vinnuvikunnar. Er þetta krafa sem Samtök atvinnulífsins geta komið til móts við í komandi kjaraviðræðum? „Við metum þetta heildstætt eins og allar kröfur. Þetta er eitt af því sem er sannarlega undir og við erum að nálgast samningaðila okkar með ákveðnar tillögur,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þá halda fleiri félög sömu kröfu uppi en Efling fer fram á að vinnuvikan verði stytt í úr 40 stundum í 32 en VR og BSRB ganga skemur og fara fram á að vinnuvikan verði 35 stundir. „Við lítum til þess að árið 2019 sé árið sem við munum stytta vinnuvikuna. Það er eitt af stóru málunum hjá BSRB,“ sagði Sonja Ýr.Málþingið var vel sóttSigurjón Ólason Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Fjölmörg stéttarfélög gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í komandi kjaraviðræðum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist nálgast samningsaðila sína með ákveðnar tillögur í huga, en málþing var haldið um styttingu vinnuvikunnar í dag. Á málþinginu, sem fram fór í Hörpu, var farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið og áhrif þess á lífsgæði, framleiðni og jafnrétti svo eitthvað sé nefnt, en rannsóknir benda til þess að vinnuvikan á Íslandi sé lengri en í helstu nágrannalöndum okkar. Sérfræðingur frá London segir ekkert samasemmerki vera á milli vinnustunda og efnahagsástands. „Í Evrópuríkjum þar sem vinnuvikan er hvað styst virðist efnahagsástandið vera mun betra en annars staðar. Í Þýskalandi, Hollandi og flestum Norðurlandanna er vinnutíminn einna stystur á heimsvísu en samt er efnahagsástand þar mun betra en í öðrum ríkjum. Í Evrópu vinna Grikkir t.d. lengstan vinnutíma,“ sagði Aidan Harper, sérfræðingur. Því segir hann að lengri vinnuvika leiði ekki til sterkara efnahagsástands. Þvert á móti skili styttri vinnuvika sér betur til samfélagsins.Aidan Harper hélt erindi í Hörpu í dagSkjáskot úr fréttFormaður BSRB segir rannsóknir sýna fram á að styttri vinnuvika leiði til vaxandi ánægju í starfi og aukinna afkasta. „Við sjáum að stytting vinnuvikunnar stuðlar að því að það dragi úr líkamlegum og andlegum streitueinkennum. Svo erum við að mæla þessa þætti sem leiða til kulnunar með margvíslegum hætti og það dregur úr þeim. Þannig stytting vinnuvikunnar getur stuðlað að því að vera fyrirbyggjandi gagnvart kulnun í starfi,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Starfsgreinasamband Íslands fundaði í dag með Samtökum atvinnulífsins og var þar meðal annars rætt um vinnutíma en stytting vinnuvikunnar er ein af kröfum sambandsins. „Já þetta er ein af þeim kröfum sem við lögðum fram þann 10. október. Í dag ræddum við um allan þann pakka sem við lögðum fram þá,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRBSkjáskot úr fréttNú gera mörg félög kröfu um styttingu vinnuvikunnar. Er þetta krafa sem Samtök atvinnulífsins geta komið til móts við í komandi kjaraviðræðum? „Við metum þetta heildstætt eins og allar kröfur. Þetta er eitt af því sem er sannarlega undir og við erum að nálgast samningaðila okkar með ákveðnar tillögur,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þá halda fleiri félög sömu kröfu uppi en Efling fer fram á að vinnuvikan verði stytt í úr 40 stundum í 32 en VR og BSRB ganga skemur og fara fram á að vinnuvikan verði 35 stundir. „Við lítum til þess að árið 2019 sé árið sem við munum stytta vinnuvikuna. Það er eitt af stóru málunum hjá BSRB,“ sagði Sonja Ýr.Málþingið var vel sóttSigurjón Ólason
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53