Ekki næg þekking til að búa til pólitíska innanhússbaráttu Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 15. janúar 2019 19:30 Dagur Sigurðsson hefur gaman að því að þjálfa Japan. vísir/tom Dagur Sigurðsson ætlar að standa við samninginn sinn við japanska landsliðið sama hvað býðst á næstu árum en hann hefur notið síðustu tveggja ára sem þjálfari þess í botn. Dagur tók stórt skref niður handboltastigann þegar að hann tók við japanska liðinu eftir að hafa verið í hringiðu þýska boltans, fyrst sem þjálfari Füchse Berlín og síðar þýska landsliðsins sem að hann gerði að Evrópumeisturum árið 2016. Það tekur á líkama og sál að þjálfa í Þýskalandi þannig lífið er öllu rólegra sem þjálfari Japan og minna um innanhúsbaráttu. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman eins og pólitíkinni í kringum liðið. Þýska deildin er líka mjög stór og sterk og liðin þar aggresív á sína leikmenn um hvenær má nota þá og hvenær ekki. Það er stöðug pólitík á bak við tjöldin og svo valdabarátta innan sambandsins og í kringum liðið. Það var gaman að vera í þeirri hringiðu líka en það er ekki hægt að líkja þessu saman við að vera með Japan,“ segir Dagur. Dagur er með samning til ársins 2024 en stóra markmiðið er að gera eitthvað af viti á heimavelli á Ólympíuleikunum árið 2020. Liðið spilar mun fleiri leiki eftir að Dagur tók við og tapar því sömuleiðis miklu oftar en hann hefur ekki áhyggjur af því. Þekkingin er nefnilega ekki alveg sú sama í Japan og í Þýskalandi.Dagur er ekki að fara neitt.vísir/getty„Stjórnendur Japan hafa ekki næga handboltaþekkingu. Oft eru þetta bara fyrirtækjaaðilar sem koma inn í stjórn sambandsins sem koma inn í stjórnina í tvö ár eða eitthvað slíkt og svo koma næstu menn. Það er nú þegar búið að skipta þeim út sem að réðu mig og svona þannig að ég veit ekki alveg hvar ég stend með það allt saman. Þeir hafa samt sýnt mér allan þann stuðning sem ég get fengið,“ segir hann. Hvað tekur við eftir 2024 ef allt gengur upp veit Dagur ekki. Hann vill bara klára sitt með Japan og ætlar að standa við sitt. „Auðvitað hugsa allir um framtíðina og hvað gerist en ég er bara rosalega sáttur þar sem ég er í dag og mjög sáttur við síðustu tvö ár. Ég vona bara að samningurinn minn haldi. Ég kem til með að standa við minn hluta en ef eitthvað breytist fyrir eða eftir Ólympíuleikana þá tek ég ég bara á því,“ segir Dagur en ætlar hann að standa við sitt þó svo að stærstu lið Evrópu hringi? „Alveg hundrað prósent,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Mun standa við mitt HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Hafa varið næstum því jafnmörg víti og öll hin liðin til samans Íslensku markverðirnir á HM í handbolta eru nú það markvarðarpar á mótinu sem hefur varið flest vítaskot í fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar. 15. janúar 2019 15:00 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson ætlar að standa við samninginn sinn við japanska landsliðið sama hvað býðst á næstu árum en hann hefur notið síðustu tveggja ára sem þjálfari þess í botn. Dagur tók stórt skref niður handboltastigann þegar að hann tók við japanska liðinu eftir að hafa verið í hringiðu þýska boltans, fyrst sem þjálfari Füchse Berlín og síðar þýska landsliðsins sem að hann gerði að Evrópumeisturum árið 2016. Það tekur á líkama og sál að þjálfa í Þýskalandi þannig lífið er öllu rólegra sem þjálfari Japan og minna um innanhúsbaráttu. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman eins og pólitíkinni í kringum liðið. Þýska deildin er líka mjög stór og sterk og liðin þar aggresív á sína leikmenn um hvenær má nota þá og hvenær ekki. Það er stöðug pólitík á bak við tjöldin og svo valdabarátta innan sambandsins og í kringum liðið. Það var gaman að vera í þeirri hringiðu líka en það er ekki hægt að líkja þessu saman við að vera með Japan,“ segir Dagur. Dagur er með samning til ársins 2024 en stóra markmiðið er að gera eitthvað af viti á heimavelli á Ólympíuleikunum árið 2020. Liðið spilar mun fleiri leiki eftir að Dagur tók við og tapar því sömuleiðis miklu oftar en hann hefur ekki áhyggjur af því. Þekkingin er nefnilega ekki alveg sú sama í Japan og í Þýskalandi.Dagur er ekki að fara neitt.vísir/getty„Stjórnendur Japan hafa ekki næga handboltaþekkingu. Oft eru þetta bara fyrirtækjaaðilar sem koma inn í stjórn sambandsins sem koma inn í stjórnina í tvö ár eða eitthvað slíkt og svo koma næstu menn. Það er nú þegar búið að skipta þeim út sem að réðu mig og svona þannig að ég veit ekki alveg hvar ég stend með það allt saman. Þeir hafa samt sýnt mér allan þann stuðning sem ég get fengið,“ segir hann. Hvað tekur við eftir 2024 ef allt gengur upp veit Dagur ekki. Hann vill bara klára sitt með Japan og ætlar að standa við sitt. „Auðvitað hugsa allir um framtíðina og hvað gerist en ég er bara rosalega sáttur þar sem ég er í dag og mjög sáttur við síðustu tvö ár. Ég vona bara að samningurinn minn haldi. Ég kem til með að standa við minn hluta en ef eitthvað breytist fyrir eða eftir Ólympíuleikana þá tek ég ég bara á því,“ segir Dagur en ætlar hann að standa við sitt þó svo að stærstu lið Evrópu hringi? „Alveg hundrað prósent,“ segir Dagur Sigurðsson.Klippa: Dagur - Mun standa við mitt
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30 Hafa varið næstum því jafnmörg víti og öll hin liðin til samans Íslensku markverðirnir á HM í handbolta eru nú það markvarðarpar á mótinu sem hefur varið flest vítaskot í fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar. 15. janúar 2019 15:00 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Hvíldardagur hjá strákunum í München í dag Íslenska landsliðið safnar kröftum fyrir síðustu tvo leikina á móti Japan og Makedóníu. 15. janúar 2019 09:30
Hafa varið næstum því jafnmörg víti og öll hin liðin til samans Íslensku markverðirnir á HM í handbolta eru nú það markvarðarpar á mótinu sem hefur varið flest vítaskot í fyrstu þremur umferðum riðlakeppninnar. 15. janúar 2019 15:00
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita