Reyna að grafa göng til drengsins í borholunni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2019 20:00 Tveggja ára drengur að nafni Julen var í lautarferð með fjölskyldu sinni í Totalán, fyrir utan Malaga í suðurhluta landsins, þegar hann féll ofan í tilraunaborholu sem hafði ekki verið innsigluð. Meira en hundrað slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar hafa unnið dag sem nótt við að hafa upp á drengnum. Hann æpti við fallið í holuna en ekki hefur heyrst frá honum síðan. Viðbragðsaðilar eru ekki bjartsýnir á framhaldið en nú er leitað frumlegra leiða til að ná til hans. Holan er um hundrað metra djúp og ekki nógu breið fyrir fullorðna manneskju til að síga niður eða um 25 sentímetrar á þvermál.Holan er um hundrað metrar á dýpt. Hún þrengist eftir 73 metra en þar fundust eigur drengsins. Reynt verður að bora tvær holur til að hafa upp á honum.Mynd/skjáskotÁ um 73 metra dýpi fundu myndavélar sælgæti og bolla sem drengurinn var með þegar hann féll í holuna en jarðvegur hefur riðlast til og er holan þrengri á því dýpi. Dælum er beitt til að fjarlægja jarðveginn og víkka holuna. Það hefur hinsvegar gengið hægt. Tvær björgunarleiðir eru áformaðar. Annarsvegar að bora breiðari holu samsíða borholunni og hinsvegar að bora holu skáhallt í jarðveginn til að ná til drengsins. Þessar aðferðir eru þó þrautinni þyngri að sögn talsmanns björgunaraðgerða. „Mörg fyrirtæki hafa skaffað búnað og margar hátæknilausnir,“ segir Bernardo Molto, talsmaður lögreglunnar. „Við erum að klóra okkur í hausnum yfir því hvernig bjarga megi drengnum. Við höfum að ná að komast í gegn um hluta stíflunnar á 70 metra dýpi en við höfum ekki fundið drenginn ennþá.“ Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en tveimur árum fyrr höfðu foreldrarnir misst bróður Julen, eins og hálfs árs gamlan af slysförum. Spánn Tengdar fréttir Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Tveggja ára drengur að nafni Julen var í lautarferð með fjölskyldu sinni í Totalán, fyrir utan Malaga í suðurhluta landsins, þegar hann féll ofan í tilraunaborholu sem hafði ekki verið innsigluð. Meira en hundrað slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar hafa unnið dag sem nótt við að hafa upp á drengnum. Hann æpti við fallið í holuna en ekki hefur heyrst frá honum síðan. Viðbragðsaðilar eru ekki bjartsýnir á framhaldið en nú er leitað frumlegra leiða til að ná til hans. Holan er um hundrað metra djúp og ekki nógu breið fyrir fullorðna manneskju til að síga niður eða um 25 sentímetrar á þvermál.Holan er um hundrað metrar á dýpt. Hún þrengist eftir 73 metra en þar fundust eigur drengsins. Reynt verður að bora tvær holur til að hafa upp á honum.Mynd/skjáskotÁ um 73 metra dýpi fundu myndavélar sælgæti og bolla sem drengurinn var með þegar hann féll í holuna en jarðvegur hefur riðlast til og er holan þrengri á því dýpi. Dælum er beitt til að fjarlægja jarðveginn og víkka holuna. Það hefur hinsvegar gengið hægt. Tvær björgunarleiðir eru áformaðar. Annarsvegar að bora breiðari holu samsíða borholunni og hinsvegar að bora holu skáhallt í jarðveginn til að ná til drengsins. Þessar aðferðir eru þó þrautinni þyngri að sögn talsmanns björgunaraðgerða. „Mörg fyrirtæki hafa skaffað búnað og margar hátæknilausnir,“ segir Bernardo Molto, talsmaður lögreglunnar. „Við erum að klóra okkur í hausnum yfir því hvernig bjarga megi drengnum. Við höfum að ná að komast í gegn um hluta stíflunnar á 70 metra dýpi en við höfum ekki fundið drenginn ennþá.“ Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en tveimur árum fyrr höfðu foreldrarnir misst bróður Julen, eins og hálfs árs gamlan af slysförum.
Spánn Tengdar fréttir Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48