Framtíð strákanna okkar á HM ræðst á 27 klukkutímum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 16. janúar 2019 10:45 Guðmundur Guðmundsson þarf að vinna tvo leiki til viðbótar til að komast með strákana í milliriðil. vísir/getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta fara aftur af stað í dag eftir hvíld í gær þegar að þeir mæta Japan í fjórðu umferð B-riðils HM 2019 klukkan 15.30 að staðartíma eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Íslenska liðið á eftir tvo leiki, fyrst gegn Japan í dag og svo Makedóníu á morgun, en strákarnir okkar þurfa nánast örugglega að vinna þá báða til þess að komast í milliriðilinn í Köln. Strákarnir fá ekki mikla hvíld á milli leikja og ræðst í raun framtíð liðsins á tæpum 27 klukkustundum. Þeir eiga leik sem fyrr segir gegn Japan í dag klukkan 15.30 sem lýkur væntanlega um 17.00 og þá eru aðeins 25 klukkutímar í leikinn á móti Makedóníu sem hefst klukkan 18.00 annað kvöld. Hálfri annarri klukkustund eftir að sá leikur hefst kemur í ljós hvort okkar menn fara til Kölnar í milliriðilinn og halda áfram baráttunni um alvöru sæti á mótinu eða hvort Forsetabikarinn verður örlög íslensku strákanna. Makedóníumenn eru reyndar í verri málum en íslensku strákarnir því þeir eiga erfiðan leik í kvöld á móti Evrópumeisturum Spánar sem verður ekki lokið fyrr en klukkan 22.00. Þeir fá svo aðeins 18 tíma hvíld áður en þeir fara í það sem verður vafalítið úrslitaleikur á móti íslenska liðinu. Makedónía er með fjögur stig eftir auðvelda byrjun á mótinu en það mætti Barein og Japan í fyrstu tveimur leikjunum á meðan að Ísland spilaði við Króatíu og Spán. Ísland er með tvö stig eftir sigur á Barein og mætir Japan í dag. Japan átti einn sinn besta leik undir stjórn Dags Sigurðssonar á mánudaginn þegar að liðið tapaði fyrir Spáni, 26-22, en það var yfir í hálfeik, 11-10. Markvörðurinn Kai Akhito fór hamförum í leiknum og varði 16 skot. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta fara aftur af stað í dag eftir hvíld í gær þegar að þeir mæta Japan í fjórðu umferð B-riðils HM 2019 klukkan 15.30 að staðartíma eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Íslenska liðið á eftir tvo leiki, fyrst gegn Japan í dag og svo Makedóníu á morgun, en strákarnir okkar þurfa nánast örugglega að vinna þá báða til þess að komast í milliriðilinn í Köln. Strákarnir fá ekki mikla hvíld á milli leikja og ræðst í raun framtíð liðsins á tæpum 27 klukkustundum. Þeir eiga leik sem fyrr segir gegn Japan í dag klukkan 15.30 sem lýkur væntanlega um 17.00 og þá eru aðeins 25 klukkutímar í leikinn á móti Makedóníu sem hefst klukkan 18.00 annað kvöld. Hálfri annarri klukkustund eftir að sá leikur hefst kemur í ljós hvort okkar menn fara til Kölnar í milliriðilinn og halda áfram baráttunni um alvöru sæti á mótinu eða hvort Forsetabikarinn verður örlög íslensku strákanna. Makedóníumenn eru reyndar í verri málum en íslensku strákarnir því þeir eiga erfiðan leik í kvöld á móti Evrópumeisturum Spánar sem verður ekki lokið fyrr en klukkan 22.00. Þeir fá svo aðeins 18 tíma hvíld áður en þeir fara í það sem verður vafalítið úrslitaleikur á móti íslenska liðinu. Makedónía er með fjögur stig eftir auðvelda byrjun á mótinu en það mætti Barein og Japan í fyrstu tveimur leikjunum á meðan að Ísland spilaði við Króatíu og Spán. Ísland er með tvö stig eftir sigur á Barein og mætir Japan í dag. Japan átti einn sinn besta leik undir stjórn Dags Sigurðssonar á mánudaginn þegar að liðið tapaði fyrir Spáni, 26-22, en það var yfir í hálfeik, 11-10. Markvörðurinn Kai Akhito fór hamförum í leiknum og varði 16 skot.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30 Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira
Ekkert drama í vel samstilltum íslenskum landsliðshópi Ólafur Gústafsson kveðst klár í slaginn fyrir leikinn á móti Japan í dag. 16. janúar 2019 09:30
Sjáðu allt viðtalið við Dag: „Handboltinn hefur aldrei verið á betri stað“ Dagur Sigurðsson mætir Íslandi í dag á skemmtilegu heimsmeistaramóti sem er að slá met. 16. janúar 2019 08:30