Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2019 11:19 Íbúasamtökin leggja til að á gatnamótum sé rautt fyrir umferð í allar áttir á meðan gangandi geti gengið beint jafnt sem á ská yfir gatnamótin. Myndin er dæmi um slík gatnamót í Sao Paulo í Brasilíu en þekkjast meðal annars í Tókíó og víðar. Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. Í þeim felst meðal annars að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir bíla, gangandi og hjólandi geti gengið á ská yfir gatnamót enda sé rautt á umferð í allar áttir meðan grænt er fyrir gangandi og stórum hringtorgum við Hringbraut verði breytt í gatnamót með góðum gangbrautum. Frá þessu skýrir Birgir Þröstur Jóhannsson, meðstjórnandi í samtökunum, sem sat fundinn í gær. Hann kynnir hugmyndina í Facebook-hópnum Íbúasamtök Vesturbæjar. „Hringbraut er stór stofnbraut sem klífur Vesturbæ og er mjög hættuleg gangandi og hjólandi sem eiga leið sína yfir hana. Hún er farartálmi sem bæði setur sérstaklega börn í lífshættu og grefur undan íþrótta- og félagsstarfi vegna þess hvað hún er erfið yfirferðar. Íbúasamtök Vesturbæjar vilja að gerðar verði sem fyrst öruggar og notendavænar útfærslur fyrir gangandi og hjólandi á leið yfir Hringbraut,“ segir Birgir Þröstur.Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiTillögurnar eru nokkrar: • Að þegar það er grænt ljós fyrir gangandi og hjólandi sé rautt ljós fyrir bíla í allar áttir (líka fyrir beygjur). Að gangandi og hjólandi geti einnig gengið á ská þvert yfir gatanamótin • Að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir ökutækin • Að gangbrautir séu vel merktar með öðru efnisvali, lit og áferð en malbik götunnar • Að lýsing sé öðru vísi á litinn og hönnuð sérstaklega fyrir gangbrautir. Að ljósastaurar séu lágir og í heildina mun meiri lýsing þar sem þveranir gangandi og hjólandi eru • Að bílarnir séu látnir stoppa í góðri fjarlægð frá gangbrautum • Að settar verði upp hraðamælitæki og myndavélarGrænu göturnar eru þær sem lagt er til að skoða að gera að einstefnu eða vistgötum. Gatnamót og gönguljós eru merkt með rauðu.Mikil umræða hefur skapast meðal Vesturbæinga um öryggi við Hringbraut í kjölfar þess að ekið var á þrettán ára stúlku á gönguljósum við Meistaravelli í síðustu viku. Skiptar skoðanir eru um málið og hafa Vesturbæingar og aðrir skipst á skoðunum í hópnum Vesturbærinn. Sýnist sitt hverjum. Leggja samtökin til að fyrrnefndar göngu- og hjólaþveranir verði gerðar fyrst á fjórum stöðum. Gatnamótum við Framnesveg, þar sem Bræðraborgarstígur og Kaplaskjólsvegur mætast, þar sem Ljósvallagata og Birkimelur mætast og á Hringbraut við Bjarkagötu/Sæmundargötu. Auk þess verði gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu endurgerð. Þá telja samtökin ákjósanlegt að hringtorgin við Suðurgötu og beggja vegna Ánanausta verði fjarlægð. Hringtorg auki aðeins öryggi bíla en séu hættuleg gangandi og hjólandi. Vilja samtökin umferðarljós með góðum gangbrautum þeirra í stað. Fulltrúar Vegagerðarinnar mæta á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingi klukkan 16 í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir brýnt að heyra hvernig Vegagerðin sjái öryggismálin við Hringbrautina fyrir sér en gatan heyrir undir Vegagerðina. Samgöngur Skipulag Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. Í þeim felst meðal annars að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir bíla, gangandi og hjólandi geti gengið á ská yfir gatnamót enda sé rautt á umferð í allar áttir meðan grænt er fyrir gangandi og stórum hringtorgum við Hringbraut verði breytt í gatnamót með góðum gangbrautum. Frá þessu skýrir Birgir Þröstur Jóhannsson, meðstjórnandi í samtökunum, sem sat fundinn í gær. Hann kynnir hugmyndina í Facebook-hópnum Íbúasamtök Vesturbæjar. „Hringbraut er stór stofnbraut sem klífur Vesturbæ og er mjög hættuleg gangandi og hjólandi sem eiga leið sína yfir hana. Hún er farartálmi sem bæði setur sérstaklega börn í lífshættu og grefur undan íþrótta- og félagsstarfi vegna þess hvað hún er erfið yfirferðar. Íbúasamtök Vesturbæjar vilja að gerðar verði sem fyrst öruggar og notendavænar útfærslur fyrir gangandi og hjólandi á leið yfir Hringbraut,“ segir Birgir Þröstur.Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiTillögurnar eru nokkrar: • Að þegar það er grænt ljós fyrir gangandi og hjólandi sé rautt ljós fyrir bíla í allar áttir (líka fyrir beygjur). Að gangandi og hjólandi geti einnig gengið á ská þvert yfir gatanamótin • Að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir ökutækin • Að gangbrautir séu vel merktar með öðru efnisvali, lit og áferð en malbik götunnar • Að lýsing sé öðru vísi á litinn og hönnuð sérstaklega fyrir gangbrautir. Að ljósastaurar séu lágir og í heildina mun meiri lýsing þar sem þveranir gangandi og hjólandi eru • Að bílarnir séu látnir stoppa í góðri fjarlægð frá gangbrautum • Að settar verði upp hraðamælitæki og myndavélarGrænu göturnar eru þær sem lagt er til að skoða að gera að einstefnu eða vistgötum. Gatnamót og gönguljós eru merkt með rauðu.Mikil umræða hefur skapast meðal Vesturbæinga um öryggi við Hringbraut í kjölfar þess að ekið var á þrettán ára stúlku á gönguljósum við Meistaravelli í síðustu viku. Skiptar skoðanir eru um málið og hafa Vesturbæingar og aðrir skipst á skoðunum í hópnum Vesturbærinn. Sýnist sitt hverjum. Leggja samtökin til að fyrrnefndar göngu- og hjólaþveranir verði gerðar fyrst á fjórum stöðum. Gatnamótum við Framnesveg, þar sem Bræðraborgarstígur og Kaplaskjólsvegur mætast, þar sem Ljósvallagata og Birkimelur mætast og á Hringbraut við Bjarkagötu/Sæmundargötu. Auk þess verði gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu endurgerð. Þá telja samtökin ákjósanlegt að hringtorgin við Suðurgötu og beggja vegna Ánanausta verði fjarlægð. Hringtorg auki aðeins öryggi bíla en séu hættuleg gangandi og hjólandi. Vilja samtökin umferðarljós með góðum gangbrautum þeirra í stað. Fulltrúar Vegagerðarinnar mæta á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingi klukkan 16 í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir brýnt að heyra hvernig Vegagerðin sjái öryggismálin við Hringbrautina fyrir sér en gatan heyrir undir Vegagerðina.
Samgöngur Skipulag Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira