Strákarnir fá „tossamiða“ eftir leiki Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 17. janúar 2019 11:21 Arnór Þór fékk miða í gær en hér má sjá miða sem Elvar Örn Jónsson fékk eftir leikinn gegn Japan. vísir/getty/hsí Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, var sáttur með sigurinn á Japan í gær en það reyndist erfiðara en margir bjuggust við að draga hann að landi. „Við vissum fyrir leikinn að þetta yrði hörkuleikur. Við horfðum á allan leikinn þeirra með Spáni og eftir það horfðum við á klippur hjá Gumma. Þeir fengu hörku sjálfstraust eftir leikinn á móti Spáni,“ sagði Arnór Þór eftir leikinn í gær. „Mér finnst þeir bara góðir. Þeir eru ótrúlega snöggir á löppunum og erfitt að eiga við þá.“ Íslensku strákarnir hafa verið að fjúka svolítið út af með tvær mínútur og finnst Arnóri línan hans lin. „Mér persónlega finnst verið að dæma of mikið af tveimur mínútum. Svona er þetta bara samt. Við þurfum kannski að vera aðeins klókari og vera fljótari að sleppa þeim,“ sagði hann en nú er það Makedónía í dag. „Makedónía er með frábært lið. Þeir eru með Lazarov sem er frábær, Ristovski í markinu og Manaskov í horninu. Þetta er hörkulið og eru að spila sjö á sex þannig að við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik.“ Arnór hjálpaði fréttamönnum Vísis eftir leik og kallaði þá aftur inn á viðtalssvæðið þegar að þeir höfðu gleymt honum. Arnór vissi nefnilega að hann ætti að fara í viðtal við Vísi og Stöð 2. Kjartan Vídó, fjölmiðlafulltrúi HSÍ, tekur nefnilega við beiðnum pressunnar í gegn WhatsApp og lætur svo strákana fá það sem hann hefur í góðum húmor kallað „tossamiða“. „Kjartan Vídó lét mig fá blað sem á stendur Arnór, RÚV, Stöð 2, MBL. Takk fyrir takk,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson léttur að lokum og fór í sturtu.Klippa: Arnór - Verður erfiður leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, var sáttur með sigurinn á Japan í gær en það reyndist erfiðara en margir bjuggust við að draga hann að landi. „Við vissum fyrir leikinn að þetta yrði hörkuleikur. Við horfðum á allan leikinn þeirra með Spáni og eftir það horfðum við á klippur hjá Gumma. Þeir fengu hörku sjálfstraust eftir leikinn á móti Spáni,“ sagði Arnór Þór eftir leikinn í gær. „Mér finnst þeir bara góðir. Þeir eru ótrúlega snöggir á löppunum og erfitt að eiga við þá.“ Íslensku strákarnir hafa verið að fjúka svolítið út af með tvær mínútur og finnst Arnóri línan hans lin. „Mér persónlega finnst verið að dæma of mikið af tveimur mínútum. Svona er þetta bara samt. Við þurfum kannski að vera aðeins klókari og vera fljótari að sleppa þeim,“ sagði hann en nú er það Makedónía í dag. „Makedónía er með frábært lið. Þeir eru með Lazarov sem er frábær, Ristovski í markinu og Manaskov í horninu. Þetta er hörkulið og eru að spila sjö á sex þannig að við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik.“ Arnór hjálpaði fréttamönnum Vísis eftir leik og kallaði þá aftur inn á viðtalssvæðið þegar að þeir höfðu gleymt honum. Arnór vissi nefnilega að hann ætti að fara í viðtal við Vísi og Stöð 2. Kjartan Vídó, fjölmiðlafulltrúi HSÍ, tekur nefnilega við beiðnum pressunnar í gegn WhatsApp og lætur svo strákana fá það sem hann hefur í góðum húmor kallað „tossamiða“. „Kjartan Vídó lét mig fá blað sem á stendur Arnór, RÚV, Stöð 2, MBL. Takk fyrir takk,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson léttur að lokum og fór í sturtu.Klippa: Arnór - Verður erfiður leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00
Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00