Þrír efstir og jafnir í HM-einkunnagjöf Vísis en enginn hærri en þjálfarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 10:30 Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Ólafur Guðmundsson. Samsett mynd/Getty Íslenska handboltalandsliðið vann þrjá af fimm leikjum sínum í riðlakeppni HM í handbolta 2019 og er þar með komið í milliriðilinn í Köln. Vísir fer yfir einkunnagjöf strákanna í riðlakeppninni. Þrír leikmenn eru efstir og jafnir eftir fyrstu fimm leikina en það eru þeir Arnór Þór Gunnarsson, Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson. Arnór Þór Gunnarsson og Aron Pálmarsson hafa báðir því að vera í heimsklassa, það er að fá fullt hús eða sex fyrir frammistöðu í leik. Aron fékk það þegar hann kom að 18 mörkum íslenska liðsins í fyrsta leiknum á móti Króatíu en Arnór fékk það þegar hann skoraði tíu mörk í lokaleiknum á móti Makedóníu. Ólafur Guðmundsson hefur ekki náð sexu en hann hefur verið mjög jafn í sínum leik og hefur aldrei fengið lægra en fjóra í einkunn í þessum fimm leikjum. Björgvin Páll Gústavsson er fjórði á listanum en hann hefur unnið sig inn í mótið með miklum glæsibrag eftir mjög erfiða byrjun í fyrsta leik á móti Króötum. Enginn leikmaður íslenska liðsins er þó með hærri meðaleinkunn en landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson sem hefur með reynslu sinni og kunnáttu á leiknum náð ótrúlegum árangri með þetta kornunga lið. Guðmundur hefur fengið 4,6 í meðaleinkunn eða hærra en allir leikmenn hans. Hann veðjaði á framtíðarmenn Íslands og hefur þegar stigið stórt skref í rétta átt með því að komast með liðið í milliriðil og í hóp tólf bestu handboltaþjóða heims. Hér fyrir neðan má sjá meðaleinkunn alla leikmanna íslenska liðsins.Hæsta meðaleinkunn í HM-einkunnagjöf Vísis 2019: 1. Arnór Þór Gunnarsson 4,40 1. Aron Pálmarsson 4,40 1. Ólafur Guðmundsson 4,40 4. Björgvin Páll Gústavsson 4,20 5. Ólafur Gústafsson 4,00 5. Elvar Örn Jónsson 4,00 7. Bjarki Már Elísson 3,80 7. Arnar Freyr Arnarsson 3,80 9. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3,75 10. Daníel Þór Ingason 3,50 10. Sigvaldi Guðjónsson 3,50 12. Ágúst Elí Björgvinsson 3,33 13. Stefán Rafn Sigurmannsson 3,25 13. Ýmir Örn Gíslason 3,25 13. Teitur Örn Einarsson 3,25 16. Ómar Ingi Magnússon 3,20Þjálfarinn: Guðmundur Guðmundsson 4,60Bestu leikmenn íslenska liðsins í einstökum leikjum: Á móti Króatíu: Aron Pálmarsson 6 Á móti Spáni: Ólafur Guðmundsson 5 Á móti Barein: Björgvin Páll Gústavsson og Arnór Þór Gunnarsson 5 Á móti Japan: Stefán Rafn Sigurmannsson 5 Á móti Makedóníu: Arnór Þór Gunnarsson 6 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann þrjá af fimm leikjum sínum í riðlakeppni HM í handbolta 2019 og er þar með komið í milliriðilinn í Köln. Vísir fer yfir einkunnagjöf strákanna í riðlakeppninni. Þrír leikmenn eru efstir og jafnir eftir fyrstu fimm leikina en það eru þeir Arnór Þór Gunnarsson, Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson. Arnór Þór Gunnarsson og Aron Pálmarsson hafa báðir því að vera í heimsklassa, það er að fá fullt hús eða sex fyrir frammistöðu í leik. Aron fékk það þegar hann kom að 18 mörkum íslenska liðsins í fyrsta leiknum á móti Króatíu en Arnór fékk það þegar hann skoraði tíu mörk í lokaleiknum á móti Makedóníu. Ólafur Guðmundsson hefur ekki náð sexu en hann hefur verið mjög jafn í sínum leik og hefur aldrei fengið lægra en fjóra í einkunn í þessum fimm leikjum. Björgvin Páll Gústavsson er fjórði á listanum en hann hefur unnið sig inn í mótið með miklum glæsibrag eftir mjög erfiða byrjun í fyrsta leik á móti Króötum. Enginn leikmaður íslenska liðsins er þó með hærri meðaleinkunn en landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson sem hefur með reynslu sinni og kunnáttu á leiknum náð ótrúlegum árangri með þetta kornunga lið. Guðmundur hefur fengið 4,6 í meðaleinkunn eða hærra en allir leikmenn hans. Hann veðjaði á framtíðarmenn Íslands og hefur þegar stigið stórt skref í rétta átt með því að komast með liðið í milliriðil og í hóp tólf bestu handboltaþjóða heims. Hér fyrir neðan má sjá meðaleinkunn alla leikmanna íslenska liðsins.Hæsta meðaleinkunn í HM-einkunnagjöf Vísis 2019: 1. Arnór Þór Gunnarsson 4,40 1. Aron Pálmarsson 4,40 1. Ólafur Guðmundsson 4,40 4. Björgvin Páll Gústavsson 4,20 5. Ólafur Gústafsson 4,00 5. Elvar Örn Jónsson 4,00 7. Bjarki Már Elísson 3,80 7. Arnar Freyr Arnarsson 3,80 9. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3,75 10. Daníel Þór Ingason 3,50 10. Sigvaldi Guðjónsson 3,50 12. Ágúst Elí Björgvinsson 3,33 13. Stefán Rafn Sigurmannsson 3,25 13. Ýmir Örn Gíslason 3,25 13. Teitur Örn Einarsson 3,25 16. Ómar Ingi Magnússon 3,20Þjálfarinn: Guðmundur Guðmundsson 4,60Bestu leikmenn íslenska liðsins í einstökum leikjum: Á móti Króatíu: Aron Pálmarsson 6 Á móti Spáni: Ólafur Guðmundsson 5 Á móti Barein: Björgvin Páll Gústavsson og Arnór Þór Gunnarsson 5 Á móti Japan: Stefán Rafn Sigurmannsson 5 Á móti Makedóníu: Arnór Þór Gunnarsson 6
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita