Um 90 prósent nemenda segjast líða vel í skóla Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2019 10:14 Um 10 prósent nemenda segjast ekki líða vel í skólanum en 2,7-4,2 prósent nemenda líður mjög illa. vísir/hanna Um 90 prósent nemenda i 6., 8. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi segjast líða þokkalega eða mjög vel í skólanum. Um 10 prósent nemenda segjast ekki líða vel í skólanum en 2,7-4,2 prósent nemenda líður mjög illa. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands, Heilsa og lífskjör skólanema, sem unnin var að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Í frétt á vef menntamálaráðuneytisins segir að flestir nemendur telji að kennurum sé annt um sig eða um 81 prósent nemenda í 6. bekk og 65 prósent í 10. Bekk. Sé það jákvæð niðurstaða og rími vel við almenna vellíðan nemenda í skólum landsins. Langflestir treysti kennara sínum vel og virðist það eiga við nemendur í öllum landshlutum. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á svörum rúmlega sjö þúsund nemenda á landinu öllu sem þátt tóku í rannsókninni á síðasta ári. Rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk.Lilja Alfreðsdóttir er menntamálaráðherra.Vísir/VilhelmTraust til kennara Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að niðurstöður rannsóknarinnar séu bæði gagnlegar og forvitnilegar. Það sé virkilega ánægjulegt að sjá hversu mikið traust nemendur virðast bera til kennara sinna. „Ég tel það skipta miklu fyrir vellíðan og árangur í skólakerfinu. Það sýnir sig einnig í öðrum gögnum, svo sem frá OECD, þar sem fram kemur að einn meginstyrkleiki íslenska menntakerfisins séu góð samskipti nemenda og kennara,“ segir Lilja. Í tilkynningunni segir að spurt hafi verið um líkamsrækt og hreyfingu í rannsókninni og hafi verið litið til landsins í heild. Komi í ljós að flestir nemendur í öllum aldurshópum hreyfi sig reglulega. „Athygli vekur hve margir nemendur hreyfa sig a.m.k. 60 mínútur fjóra daga í viku eða oftar í öllum aldurshópum sem verður að teljast mjög jákvæð niðurstaða. Nokkuð dregur úr hreyfingu með hækkandi aldri og í 10. bekk svöruðu 8,2% nemenda því til að þau hefðu ekki hreyft sig undanfarna sjö daga. Matarvenjur nemenda virðast einnig vera nokkuð góðar en ávaxta- og grænmetisneysla er mjög almenn meðal nemenda og mjög lítill hluti þeirra segist aldrei neyta slíkra vara. Samkvæmt skýrslunni virðist vera aukning á neyslu orkudrykkja með hækkandi aldri á milli kannana,“ segir um niðurstöðu rannsóknarinnar.Einelti og áfengis- og vímuefnaneysla Nokkur breytileiki virðist vera milli landshluta á tíðni þolenda eineltis sem almennt sé frekar lítið. Dregst tíðni saman eftir því sem ungmenni eldast og megi því segja að vel hafi tekist til í eineltisforvörnum í íslenskum skólum. „Áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna á Íslandi er almennt lítil og um 70% nemenda hafa aldrei smakkað áfengi. Hins vegar reykja 5% nemenda í 10. bekk að staðaldri og 25% nemenda í 10. bekk hafa prófað rafrettur og er það hlutfall nokkuð misjafnt milli landshluta. Niðurstöður kannana Rannsókna og greiningar hafa einnig sýnt fram á góðan árangur í forvörnum á undanförnum áratugum. Eigi að síður þarf að viðhalda þeim árangri með áframhaldandi forvarnarstarfi þar sem nýjar áskoranir verða ávallt til staðar,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Um 90 prósent nemenda i 6., 8. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi segjast líða þokkalega eða mjög vel í skólanum. Um 10 prósent nemenda segjast ekki líða vel í skólanum en 2,7-4,2 prósent nemenda líður mjög illa. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands, Heilsa og lífskjör skólanema, sem unnin var að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Í frétt á vef menntamálaráðuneytisins segir að flestir nemendur telji að kennurum sé annt um sig eða um 81 prósent nemenda í 6. bekk og 65 prósent í 10. Bekk. Sé það jákvæð niðurstaða og rími vel við almenna vellíðan nemenda í skólum landsins. Langflestir treysti kennara sínum vel og virðist það eiga við nemendur í öllum landshlutum. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á svörum rúmlega sjö þúsund nemenda á landinu öllu sem þátt tóku í rannsókninni á síðasta ári. Rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti fyrir nemendur í 6., 8. og 10. bekk.Lilja Alfreðsdóttir er menntamálaráðherra.Vísir/VilhelmTraust til kennara Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að niðurstöður rannsóknarinnar séu bæði gagnlegar og forvitnilegar. Það sé virkilega ánægjulegt að sjá hversu mikið traust nemendur virðast bera til kennara sinna. „Ég tel það skipta miklu fyrir vellíðan og árangur í skólakerfinu. Það sýnir sig einnig í öðrum gögnum, svo sem frá OECD, þar sem fram kemur að einn meginstyrkleiki íslenska menntakerfisins séu góð samskipti nemenda og kennara,“ segir Lilja. Í tilkynningunni segir að spurt hafi verið um líkamsrækt og hreyfingu í rannsókninni og hafi verið litið til landsins í heild. Komi í ljós að flestir nemendur í öllum aldurshópum hreyfi sig reglulega. „Athygli vekur hve margir nemendur hreyfa sig a.m.k. 60 mínútur fjóra daga í viku eða oftar í öllum aldurshópum sem verður að teljast mjög jákvæð niðurstaða. Nokkuð dregur úr hreyfingu með hækkandi aldri og í 10. bekk svöruðu 8,2% nemenda því til að þau hefðu ekki hreyft sig undanfarna sjö daga. Matarvenjur nemenda virðast einnig vera nokkuð góðar en ávaxta- og grænmetisneysla er mjög almenn meðal nemenda og mjög lítill hluti þeirra segist aldrei neyta slíkra vara. Samkvæmt skýrslunni virðist vera aukning á neyslu orkudrykkja með hækkandi aldri á milli kannana,“ segir um niðurstöðu rannsóknarinnar.Einelti og áfengis- og vímuefnaneysla Nokkur breytileiki virðist vera milli landshluta á tíðni þolenda eineltis sem almennt sé frekar lítið. Dregst tíðni saman eftir því sem ungmenni eldast og megi því segja að vel hafi tekist til í eineltisforvörnum í íslenskum skólum. „Áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna á Íslandi er almennt lítil og um 70% nemenda hafa aldrei smakkað áfengi. Hins vegar reykja 5% nemenda í 10. bekk að staðaldri og 25% nemenda í 10. bekk hafa prófað rafrettur og er það hlutfall nokkuð misjafnt milli landshluta. Niðurstöður kannana Rannsókna og greiningar hafa einnig sýnt fram á góðan árangur í forvörnum á undanförnum áratugum. Eigi að síður þarf að viðhalda þeim árangri með áframhaldandi forvarnarstarfi þar sem nýjar áskoranir verða ávallt til staðar,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira