Einstæð þriggja barna móðir reynir að lifa af mánuð á lágmarkslaunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2019 17:15 Anna Lára Friðfinnsdóttir er búin að reikna út hvernig janúar 2019 á að ganga upp. Hún hefur 89.400 krónur í mat og ófyrirséðan kostnað en hún sér fyrir þremur börnum. Anna Lára Friðfinnsdóttir, starfsmaður á fjármálasviði WOW air, ætlar annað árið í röð að fylgjast vel með peningunum í janúar. Í fyrra tók fjölskyldan út 100 þúsund krónur til að lifa af dagana 31 í janúar. Í ár ætlar Anna Lára að setja sig í spor þeirra sem eru með lágmarkslaun, með 300 þúsund krónur á mánuði.Fjölskyldan náði markmiði sínu í fyrra, að eyða innan við 100 þúsund krónum í helstu nauðsynjar. Þau áttu eftir 7200 krónur þegar mánuðurinn var úti. „Þegar kom að því að finna þá upphæð sem ætti að duga fjölskyldunni til framfærslu þennan mánuðinn ákvað ég horfa til þeirra sem þurfa að lifa á lágmárkslaunum. Lágmarkslaun á Íslandi fyrir fulla vinnu eru í dag 300þ fyrir skatta og gjöld. Kjarasamningar eru lausir en illa gengur að fá þá sem hér stjórna til sjá og viðurkenna að erfitt getur verið að lifa af á þessum launum,“ segir Anna Lára. Lágmarkslaun hækkuðu í 300 þúsund krónur hér á landi á liðnu ári. „Amma mín sagði alltaf að maður ætti að setja sig í spor annara til að skilja betur þeirra sjónarmið, ég skora því á fulltrúa SA og ríkistjórn Íslands að koma með mér í þetta ferðalag, bara í einn mánuð ! ykkur finnst nefninlega sjálfsagt að þetta sé raunveruleiki margra,“ segir Anna sem heldur úti Snapchat-reikningnum abalabba. Anna Lára segir útreikningana miða við einstæða móður með þrjú börn á framfæri í leiguhúsnæði þar sem hiti, rafmagn, sjónvarpsáskrift og internet er innifalið í leigu. „Ég tek barnabætur inn í útreikninginn (hlutfallaðan niður á mánuði) en þær eru ekki greiddar út nema fjórum sinnum á ári. Útgangspunkturinn er sá sami og í fyrra, að spara og nýta allt það sem til er, en þar sem kjarasamningar eru nú lausir lá vel við að nýta tækifærið að skora á aðra að vera með.“ 82 kjarasamningar losnuðu um áramótin og 152 til viðbótar losna í mars. Viðræður Eflingar, VR og VLFA við Samtök atvinnulífsins hófust á milli jóla og nýárs. Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30 Reyndi verulega á að takmarka neyslu við 100 þúsund krónur en það tókst Anna Lára Friðfinnsdóttir segir rúmar 7.000 krónur hafa staðið eftir og ráðleggur fólk að henda ekki mat vilji það spara. 1. febrúar 2018 14:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Anna Lára Friðfinnsdóttir, starfsmaður á fjármálasviði WOW air, ætlar annað árið í röð að fylgjast vel með peningunum í janúar. Í fyrra tók fjölskyldan út 100 þúsund krónur til að lifa af dagana 31 í janúar. Í ár ætlar Anna Lára að setja sig í spor þeirra sem eru með lágmarkslaun, með 300 þúsund krónur á mánuði.Fjölskyldan náði markmiði sínu í fyrra, að eyða innan við 100 þúsund krónum í helstu nauðsynjar. Þau áttu eftir 7200 krónur þegar mánuðurinn var úti. „Þegar kom að því að finna þá upphæð sem ætti að duga fjölskyldunni til framfærslu þennan mánuðinn ákvað ég horfa til þeirra sem þurfa að lifa á lágmárkslaunum. Lágmarkslaun á Íslandi fyrir fulla vinnu eru í dag 300þ fyrir skatta og gjöld. Kjarasamningar eru lausir en illa gengur að fá þá sem hér stjórna til sjá og viðurkenna að erfitt getur verið að lifa af á þessum launum,“ segir Anna Lára. Lágmarkslaun hækkuðu í 300 þúsund krónur hér á landi á liðnu ári. „Amma mín sagði alltaf að maður ætti að setja sig í spor annara til að skilja betur þeirra sjónarmið, ég skora því á fulltrúa SA og ríkistjórn Íslands að koma með mér í þetta ferðalag, bara í einn mánuð ! ykkur finnst nefninlega sjálfsagt að þetta sé raunveruleiki margra,“ segir Anna sem heldur úti Snapchat-reikningnum abalabba. Anna Lára segir útreikningana miða við einstæða móður með þrjú börn á framfæri í leiguhúsnæði þar sem hiti, rafmagn, sjónvarpsáskrift og internet er innifalið í leigu. „Ég tek barnabætur inn í útreikninginn (hlutfallaðan niður á mánuði) en þær eru ekki greiddar út nema fjórum sinnum á ári. Útgangspunkturinn er sá sami og í fyrra, að spara og nýta allt það sem til er, en þar sem kjarasamningar eru nú lausir lá vel við að nýta tækifærið að skora á aðra að vera með.“ 82 kjarasamningar losnuðu um áramótin og 152 til viðbótar losna í mars. Viðræður Eflingar, VR og VLFA við Samtök atvinnulífsins hófust á milli jóla og nýárs.
Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30 Reyndi verulega á að takmarka neyslu við 100 þúsund krónur en það tókst Anna Lára Friðfinnsdóttir segir rúmar 7.000 krónur hafa staðið eftir og ráðleggur fólk að henda ekki mat vilji það spara. 1. febrúar 2018 14:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30
Reyndi verulega á að takmarka neyslu við 100 þúsund krónur en það tókst Anna Lára Friðfinnsdóttir segir rúmar 7.000 krónur hafa staðið eftir og ráðleggur fólk að henda ekki mat vilji það spara. 1. febrúar 2018 14:00