George fékk kaldar móttökur í Los Angeles Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. janúar 2019 07:30 Paul George lét baulið ekki á sig fá vísir/getty Það var baulað á Paul George í hvert skipti sem hann kom við boltann í Los Angeles í nótt en þrátt fyrir það setti hann 37 stig á LA Lakers í sigri Oklahoma City Thunder. George er fæddur í suðurhluta Kaliforníufylkis og hefur mikið verið orðaður við Lakers. Hann varð frjáls ferða sinna í sumar en ákvað að endursemja við Oklahoma og eru stuðningsmenn Lakers honum það enn reiðir. Mótlætið virðist þó ekki hafa nein áhrif á George sem fór fyrir Oklahoma liðinu í 107-100 sigri. Russell Westbrook náði í þrefalda tvennu með 14 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta var sjöundi sigur Thunder í 10 leikjum og situr liðið í þriðja sæti Vesturdeildarinnar.@Yg_Trece drops 37 PTS to lead the way in @okcthunder's victory at Staples Center! #ThunderUppic.twitter.com/FtnjYShEcm — NBA (@NBA) January 3, 2019 Á botni Vesturdeildarinnar situr Phoenix Suns með aðeins 9 sigra og 30 töp. Þrítugasta tapið kom í nótt þegar Philadelphia 76ers mættu til Phoenix. Joel Embiid jafnaði sinn besta leik í vetur þegar hann skoraði 42 stig, 30 þeirra komu í fyrri hálfleik. Philadelphia náði mest 30 stiga forskoti í þriðja leikhluta en glundraði því niður í lok leiksins. Heimamenn voru nálægt því að stela sigrinum en leikurinn endaði með 132-127 sigri 76ers. Devin Booker skoraði 37 stiga Phoenix og Deandre Ayton 18.@BenSimmons25 posts a season-high 29 PTS to help the @sixers secure the road W! #HereTheyComepic.twitter.com/8KhNfoMfvk — NBA (@NBA) January 3, 2019 Luka Doncic heldur áfram að sýna hvað hann getur og var með skotsýningu í fyrsta leikhluta leiks Dallas Mavericks og Charlotte Hornets. Mavericks byrjuðu leikinn af miklum krafti, settu 10 þrista í fyrsta leikhluta, þar af þrjá frá Doncic, og leiddu 42-26 að honum loknum. Eftir þetta má segja að leikurinn hafi verið úti því forskot gestanna frá Dallas var yfir 20 stig síðustu 26 mínútur leiksins. Doncic náði sér í tvöfalda tvennu með 18 stigum og 10 fráköstum.Luka's on time and on target for the DJ SLAM! #MFFL#NBA League Pass: https://t.co/L3VurkatG8pic.twitter.com/moP5rQpCew — NBA (@NBA) January 3, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Dallas Mavericks 84-122 Cleveland Cavaliers - Miami Heat 92-117 Washington Wizards - Atlanta Hawks 114-98 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 126-121 Boston Celtics - Minnesota Timberwolves 115-102 Chicago Bulls - Orlando Magic 84-112 Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 94-101 Phoenix Suns - Philadelphia 76ers 127-132 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 100-107 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Það var baulað á Paul George í hvert skipti sem hann kom við boltann í Los Angeles í nótt en þrátt fyrir það setti hann 37 stig á LA Lakers í sigri Oklahoma City Thunder. George er fæddur í suðurhluta Kaliforníufylkis og hefur mikið verið orðaður við Lakers. Hann varð frjáls ferða sinna í sumar en ákvað að endursemja við Oklahoma og eru stuðningsmenn Lakers honum það enn reiðir. Mótlætið virðist þó ekki hafa nein áhrif á George sem fór fyrir Oklahoma liðinu í 107-100 sigri. Russell Westbrook náði í þrefalda tvennu með 14 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta var sjöundi sigur Thunder í 10 leikjum og situr liðið í þriðja sæti Vesturdeildarinnar.@Yg_Trece drops 37 PTS to lead the way in @okcthunder's victory at Staples Center! #ThunderUppic.twitter.com/FtnjYShEcm — NBA (@NBA) January 3, 2019 Á botni Vesturdeildarinnar situr Phoenix Suns með aðeins 9 sigra og 30 töp. Þrítugasta tapið kom í nótt þegar Philadelphia 76ers mættu til Phoenix. Joel Embiid jafnaði sinn besta leik í vetur þegar hann skoraði 42 stig, 30 þeirra komu í fyrri hálfleik. Philadelphia náði mest 30 stiga forskoti í þriðja leikhluta en glundraði því niður í lok leiksins. Heimamenn voru nálægt því að stela sigrinum en leikurinn endaði með 132-127 sigri 76ers. Devin Booker skoraði 37 stiga Phoenix og Deandre Ayton 18.@BenSimmons25 posts a season-high 29 PTS to help the @sixers secure the road W! #HereTheyComepic.twitter.com/8KhNfoMfvk — NBA (@NBA) January 3, 2019 Luka Doncic heldur áfram að sýna hvað hann getur og var með skotsýningu í fyrsta leikhluta leiks Dallas Mavericks og Charlotte Hornets. Mavericks byrjuðu leikinn af miklum krafti, settu 10 þrista í fyrsta leikhluta, þar af þrjá frá Doncic, og leiddu 42-26 að honum loknum. Eftir þetta má segja að leikurinn hafi verið úti því forskot gestanna frá Dallas var yfir 20 stig síðustu 26 mínútur leiksins. Doncic náði sér í tvöfalda tvennu með 18 stigum og 10 fráköstum.Luka's on time and on target for the DJ SLAM! #MFFL#NBA League Pass: https://t.co/L3VurkatG8pic.twitter.com/moP5rQpCew — NBA (@NBA) January 3, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Dallas Mavericks 84-122 Cleveland Cavaliers - Miami Heat 92-117 Washington Wizards - Atlanta Hawks 114-98 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 126-121 Boston Celtics - Minnesota Timberwolves 115-102 Chicago Bulls - Orlando Magic 84-112 Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 94-101 Phoenix Suns - Philadelphia 76ers 127-132 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 100-107
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira