Fögnuðu Green en bauluðu á „svikarann“ Kawhi Leonard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2019 14:30 Þetta var erfitt kvöld fyrir Kawhi Leonard. Getty/Ronald Cortes Tveir fyrrum leikmenn San Antonio Spurs fengu afar ólíkar viðtökur í NBA-deildinni í nótt þegar þeir mættu aftur á gamla heimavöllinn sinn í San Antonio. Stuðningsmenn Spurs fögnuðu Danny Green en bauluðu aftur á móti stanslaust á Kawhi Leonard. Kawhi Leonard og Danny Green spiluðu báðir lengi með liði San Antonio Spurs en var skipt til Toronto Raptors í sumar. Þegar San Antonio Spurs vann síðasta NBA-titilinn sinn árið 2014 þá voru þeir Kawhi Leonard og Danny Green í stórum hlutverkum. Stuðningsmenn Spurs ætluðu að senda Kawhi Leonard skilaboð og það sást vel þegar byrjunarliðsmenn Toronto Raptors voru kynntir til leiks. Kawhi Leonard var algjör hetja hjá San Antonio Spurs áður en allt breyttist skyndilega. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður lokaúrslitanna þegar Spurs vann NBA titilinn 2014. Meiðsli og ósætti Kawhi Leonard urðu til þess að spilaði bara níu leiki á sínu lokatímabili með San Antonio Spurs en tímabilið á undan þá var hann með 25,5 stig að meðaltali í leik. Þetta átti að verða liðið hans Leonard nú þegar Tim Duncan væri hættur og þeir Manu Ginobili og Tony Parker orðnir gamlir en svo sprakk allt í loft upp. Kawhi Leonard sagðist vilja losna frá San Antonio Spurs og félagið ákvað að skipta honum til Toronto Raptors. Leonard hefur átt mjög gott tímabil með Raptors-liðinu en 21 stig Kawhi Leonard dugði Toronto skammt í 125-107 tapi á móti Spurs í nótt. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrum hetja liðs fær eins slæmar móttökur á gamla heimavellinum og Kawhi Leonard fékk þetta kvöld í San Antonio. Móðir Kawhi Leonard var líka ekki alltof sátt með meðferðina á syni sínum eins og sést hér fyrir neðan. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, var heldur ekki sáttur með meðferðina sem fékk í þessum leik og ræddi það við fjölmiðla eftir leikinn. Kawhi Leonard fékk svo sannarlega að heyra það eins og sjá má hér fyrir neðan. Þeir kölluðu hann svikara og púuðu við hvert tækifæri.Spurs fans were yelling "traitor" at Kawhi pic.twitter.com/rGZqiONeUB — ESPN (@espn) January 4, 2019 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Tveir fyrrum leikmenn San Antonio Spurs fengu afar ólíkar viðtökur í NBA-deildinni í nótt þegar þeir mættu aftur á gamla heimavöllinn sinn í San Antonio. Stuðningsmenn Spurs fögnuðu Danny Green en bauluðu aftur á móti stanslaust á Kawhi Leonard. Kawhi Leonard og Danny Green spiluðu báðir lengi með liði San Antonio Spurs en var skipt til Toronto Raptors í sumar. Þegar San Antonio Spurs vann síðasta NBA-titilinn sinn árið 2014 þá voru þeir Kawhi Leonard og Danny Green í stórum hlutverkum. Stuðningsmenn Spurs ætluðu að senda Kawhi Leonard skilaboð og það sást vel þegar byrjunarliðsmenn Toronto Raptors voru kynntir til leiks. Kawhi Leonard var algjör hetja hjá San Antonio Spurs áður en allt breyttist skyndilega. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður lokaúrslitanna þegar Spurs vann NBA titilinn 2014. Meiðsli og ósætti Kawhi Leonard urðu til þess að spilaði bara níu leiki á sínu lokatímabili með San Antonio Spurs en tímabilið á undan þá var hann með 25,5 stig að meðaltali í leik. Þetta átti að verða liðið hans Leonard nú þegar Tim Duncan væri hættur og þeir Manu Ginobili og Tony Parker orðnir gamlir en svo sprakk allt í loft upp. Kawhi Leonard sagðist vilja losna frá San Antonio Spurs og félagið ákvað að skipta honum til Toronto Raptors. Leonard hefur átt mjög gott tímabil með Raptors-liðinu en 21 stig Kawhi Leonard dugði Toronto skammt í 125-107 tapi á móti Spurs í nótt. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrum hetja liðs fær eins slæmar móttökur á gamla heimavellinum og Kawhi Leonard fékk þetta kvöld í San Antonio. Móðir Kawhi Leonard var líka ekki alltof sátt með meðferðina á syni sínum eins og sést hér fyrir neðan. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, var heldur ekki sáttur með meðferðina sem fékk í þessum leik og ræddi það við fjölmiðla eftir leikinn. Kawhi Leonard fékk svo sannarlega að heyra það eins og sjá má hér fyrir neðan. Þeir kölluðu hann svikara og púuðu við hvert tækifæri.Spurs fans were yelling "traitor" at Kawhi pic.twitter.com/rGZqiONeUB — ESPN (@espn) January 4, 2019
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira