Snjómokstur og önnur vetrarþjónusta í Reykjavík kostaði 642 milljónir króna 2018 Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2019 10:58 Þeir eru ekki margir dagar það sem af er vetri sem hafa verið hvítir í Reykjavíkurborg. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis náði þó að festa einn slíkan á filmu. visir/vilhelm Mikil hlýindi hafa einkennt þennan vetur það sem af er. Líta má til þess að það sjáist í bókahaldi Reykjavíkurborgar, það þarf þá ekki að verja fé til snjómoksturs á meðan. En, ekki er útséð með hvernig þau reikningsskil verða og ýmsir kostnaðarliðir eru fyrirliggjandi þó ekki sé snjórinn. Svo virðist sem lítill sparnaður fylgi þessum snjólétta vetri en aðeins hafa mælst tveir „hvítir dagar“ það sem af er vetri og þá var um að ræða föl. Kostnaður vegna vetrarþjónustu fyrir árið 2018 er tæplega 642 milljónir króna. Nokkru hærri en var fyrir árið 2017 en þá var kostnaðurinn rúmlega 624 milljónir. Á síðustu árum var kostnaðurinn vegna þessa mestur árið 2015 en þá nam hann 752 milljónum króna.Kostnaðurinn mikill 2015 Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir vetrarþjónustuna líklega eina fjárhagslið borgarinnar sem er nokkuð hlaupandi eftir aðstæðum. Borgin verði að festa sér verktaka í þessi verkefni; kaupa salt og sand og annað sem heyrir til þjónustunnar.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó„Fastur kostnaður sem er áætlaður í snjómokstur, hálkueyðingu og aðra vetrarþjónustu er um 380 milljónir króna,“ segir Bjarni. Frá 2014 er kostnaðurinn eftirfarandi:2014 = 636,6mkr2015 = 751,8mkr2016 = 640,9mkr2017 = 624,3mkr2018 = 641,6mkrMargvíslegur kostnaður Að sögn Bjarna mun talan fyrir 2018 breytast því enn hefur fastur kostnaður fyrir desember ekki verið reiknaður inn í heildartöluna. „Auk þess sem það á eftir að dreifa út salti sem keypt var í byrjun desember. Það á líka eftir að innheimta dágóða summu til Vegagerðar og ýmissa aðila sem við sinnum vetrarþjónustu fyrir.“ Bjarni bendir jafnframt á að verktakar eru með viðverugjald; „við greiðum af eftirlitsbúnaði, leigjum saltgeymslu, fyllum á saltgeymslu, við erum með vaktir og bakvaktir hjá starfsfólki, rekum og viðhöldum hitakerfum, viðhöldum tækjum og búnaði og lagfærum tjón vegna vetrarþjónustu.“ Kannski sést sparnaður fyrir 2019 Þó lítið snjói myndast hálka sem þarf að eyða, bæði á götum og á stígum. Lítið hefur verið kallað út í göngustíga það sem af er þessum vetri, en þó nokkuð í götur og hjólastíga. Þannig hafa verktakar verið kallaðir út um 30 sinnum það sem af er þessum vetri, til að sinna hálkueyðingu á götum. „Eins og sjá má af tölunum fyrir 2018 þá er ekki mikill sparnaður á árinu 2018 þótt síðari hluti ársins hafi verið nokkuð snjóléttur. Ef veturinn verður allur svona snjóléttur og frostlaus má ef til vill búast við einhverjum sparnaði svo ekki sé talað um allt árið 2019,“ segir Bjarni. Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Mikil hlýindi hafa einkennt þennan vetur það sem af er. Líta má til þess að það sjáist í bókahaldi Reykjavíkurborgar, það þarf þá ekki að verja fé til snjómoksturs á meðan. En, ekki er útséð með hvernig þau reikningsskil verða og ýmsir kostnaðarliðir eru fyrirliggjandi þó ekki sé snjórinn. Svo virðist sem lítill sparnaður fylgi þessum snjólétta vetri en aðeins hafa mælst tveir „hvítir dagar“ það sem af er vetri og þá var um að ræða föl. Kostnaður vegna vetrarþjónustu fyrir árið 2018 er tæplega 642 milljónir króna. Nokkru hærri en var fyrir árið 2017 en þá var kostnaðurinn rúmlega 624 milljónir. Á síðustu árum var kostnaðurinn vegna þessa mestur árið 2015 en þá nam hann 752 milljónum króna.Kostnaðurinn mikill 2015 Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir vetrarþjónustuna líklega eina fjárhagslið borgarinnar sem er nokkuð hlaupandi eftir aðstæðum. Borgin verði að festa sér verktaka í þessi verkefni; kaupa salt og sand og annað sem heyrir til þjónustunnar.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó„Fastur kostnaður sem er áætlaður í snjómokstur, hálkueyðingu og aðra vetrarþjónustu er um 380 milljónir króna,“ segir Bjarni. Frá 2014 er kostnaðurinn eftirfarandi:2014 = 636,6mkr2015 = 751,8mkr2016 = 640,9mkr2017 = 624,3mkr2018 = 641,6mkrMargvíslegur kostnaður Að sögn Bjarna mun talan fyrir 2018 breytast því enn hefur fastur kostnaður fyrir desember ekki verið reiknaður inn í heildartöluna. „Auk þess sem það á eftir að dreifa út salti sem keypt var í byrjun desember. Það á líka eftir að innheimta dágóða summu til Vegagerðar og ýmissa aðila sem við sinnum vetrarþjónustu fyrir.“ Bjarni bendir jafnframt á að verktakar eru með viðverugjald; „við greiðum af eftirlitsbúnaði, leigjum saltgeymslu, fyllum á saltgeymslu, við erum með vaktir og bakvaktir hjá starfsfólki, rekum og viðhöldum hitakerfum, viðhöldum tækjum og búnaði og lagfærum tjón vegna vetrarþjónustu.“ Kannski sést sparnaður fyrir 2019 Þó lítið snjói myndast hálka sem þarf að eyða, bæði á götum og á stígum. Lítið hefur verið kallað út í göngustíga það sem af er þessum vetri, en þó nokkuð í götur og hjólastíga. Þannig hafa verktakar verið kallaðir út um 30 sinnum það sem af er þessum vetri, til að sinna hálkueyðingu á götum. „Eins og sjá má af tölunum fyrir 2018 þá er ekki mikill sparnaður á árinu 2018 þótt síðari hluti ársins hafi verið nokkuð snjóléttur. Ef veturinn verður allur svona snjóléttur og frostlaus má ef til vill búast við einhverjum sparnaði svo ekki sé talað um allt árið 2019,“ segir Bjarni.
Borgarstjórn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira