Býst við því versta en vonar það besta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2019 14:25 Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness. vísir/vilhelm Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Þetta er annar fundur stéttarfélaganna þriggja og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara en deiluaðilar voru misjafnlega bjartsýnir þegar fréttastofa náði tali af fulltrúum þeirra fyrir fundinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kvaðst ávallt vera vongóður og segir samtökin reiðubúin að fallast kröfu verkalýðsfélaganna um afturvirka gildistöku kjarasamninga, með því skilyrði að ekki verði boðað til verkfallsaðgerða. „Til þess að liðka fyrir viðræðum og lausn geta Samtök atvinnulífsins fallist á að gildistaka kjarasamninga verði afturvirk frá 1. janúar 2019. Skilyrðið fyrir því er þó að samningar náist fyrir lok þessa mánaðar sem taki mið af svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana. Þetta tilboð fellur auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað til verkfalla enda ber allt samfélagið kostnað af þeirri aðgerð,“ sagði Halldór í Fréttablaðinu í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kvaðst mátulega bjartsýnn. „Ég er nú ekkert rosalega vongóður en maður verður ætið að vona það besta en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. „Það er alveg ljóst að það skiptir okkur miklu máli að samningurinn gildi afturvirkt því að fyrir hvern mánuð sem samningsgerð dregst þá geta verið allt að fjórir milljarðar undir hjá íslenskum launþegum.“ Hann segir verkalýðsfélögin þurfa að fá svör við því hjá Samtökum atvinnulífsins hvaða svigrúm þau telji vera til launahækkanna. „Það gæti stefnt í hörð átök ef mikið ber á milli en við skulum heldur ekki gleyma því að við eigum líka eftir að hefja samtal við stjórnvöld því að aðkoma þeirra að þessum kjarasamningum skiptir miklu máli. Okkur hefur fundist hingað til að aðgerðarleysi þeirra og skilningsleysi hafi verið dálítði hrópandi. Við erum að vonast til þess að það verði kannski einhver breyting á því á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur. Þá dró Verkalýðsfélag Grindavíkur til baka umboð sitt frá Starfsgreinasambandinu í gær og hyggst ganga til liðs við stéttarfélögin þrjú og vísa kjaraviðræðum sínum einnig til ríkissáttasemjara. Kjaramál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Þetta er annar fundur stéttarfélaganna þriggja og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara en deiluaðilar voru misjafnlega bjartsýnir þegar fréttastofa náði tali af fulltrúum þeirra fyrir fundinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kvaðst ávallt vera vongóður og segir samtökin reiðubúin að fallast kröfu verkalýðsfélaganna um afturvirka gildistöku kjarasamninga, með því skilyrði að ekki verði boðað til verkfallsaðgerða. „Til þess að liðka fyrir viðræðum og lausn geta Samtök atvinnulífsins fallist á að gildistaka kjarasamninga verði afturvirk frá 1. janúar 2019. Skilyrðið fyrir því er þó að samningar náist fyrir lok þessa mánaðar sem taki mið af svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana. Þetta tilboð fellur auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað til verkfalla enda ber allt samfélagið kostnað af þeirri aðgerð,“ sagði Halldór í Fréttablaðinu í morgun. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kvaðst mátulega bjartsýnn. „Ég er nú ekkert rosalega vongóður en maður verður ætið að vona það besta en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur. „Það er alveg ljóst að það skiptir okkur miklu máli að samningurinn gildi afturvirkt því að fyrir hvern mánuð sem samningsgerð dregst þá geta verið allt að fjórir milljarðar undir hjá íslenskum launþegum.“ Hann segir verkalýðsfélögin þurfa að fá svör við því hjá Samtökum atvinnulífsins hvaða svigrúm þau telji vera til launahækkanna. „Það gæti stefnt í hörð átök ef mikið ber á milli en við skulum heldur ekki gleyma því að við eigum líka eftir að hefja samtal við stjórnvöld því að aðkoma þeirra að þessum kjarasamningum skiptir miklu máli. Okkur hefur fundist hingað til að aðgerðarleysi þeirra og skilningsleysi hafi verið dálítði hrópandi. Við erum að vonast til þess að það verði kannski einhver breyting á því á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur. Þá dró Verkalýðsfélag Grindavíkur til baka umboð sitt frá Starfsgreinasambandinu í gær og hyggst ganga til liðs við stéttarfélögin þrjú og vísa kjaraviðræðum sínum einnig til ríkissáttasemjara.
Kjaramál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira