Nei, ég vann ekki í lottóinu Helgi Tómasson skrifar 3. október 2018 10:00 Mér er sagt að fasteignamat húss míns í Reykjavík sé nú 68 milljónir króna og verði 79 á næsta ári. Er ég þá orðinn 11 milljónum ríkari? Það er óvarlegt að treysta því. Að minnsta kosti væri galið að ákveða aukaeyðslu byggða á þessum 11 milljónum. Þetta gera þó sveitarfélög sem líta svo á að skattstofn þeirra hafi stækkað sem þessu nemur, aukið skattheimtu og varið þeim fjármunum í rekstur. Það er fjarstæðukennt að sveitarstjórnum sé leyft að hækka skatta með sjálfvirkum hætti á tímum hækkandi fasteignaverðs og nota tekjuaukann til að réttlæta aukin útgjöld. Bankar freistast til að lána meira vegna dýrari eigna og kaupendur húsnæðis taka hærri lán. Það er í tísku að tala um ójöfnuð og samkvæmt þessu hefur munurinn á mér og þeim sem taka lán og kaupa fasteign aukist. Þetta er þó enn sama húsið og ég átti í byrjun árs, þjónusta sveitarfélagsins við húsið óbreytt og tekjur mínar hafa ekki aukist til að standa skil á fasteignaskattinum. Skattbyrði mín er því þyngri. Ég er ekki einn í þessu. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja stendur frammi fyrir ófyrirsjáanlegum duttlungakenndum skattahækkunum vegna óheppilegra reglna um útreikning fasteignaskatta. Það er fráleitt að nota sveiflukennt eignaverð sem skattstofn. Eignarskattar eru óskynsamlegir og langflest Evrópuríki hafa afnumið þá. Frakkar voru lengi síðustu þrjóskupúkarnir. Danir og Svíar hafa, eftir miklar eignaverðshækkanir, afnumið matsvirði eigna sem skattstofn í fasteignagjöldum. Svíar hafa fasta hámarksupphæð til að standa straum af kostnaði sveitarfélaga við fasteignaeigendur og Danir nota matsvirði frá 2001 eða 2002. Regla Dana er kannski ekki til fyrirmyndar en hún er alla vega fyrirsjáanleg. Sumir stjórnmálamenn vilja taka til í skattkerfinu og gera það einfaldara og skilvirkara. Nú er upplagt tækifæri fyrir þá að útrýma eignatengdum sköttum í eitt skipti fyrir öll og binda það í stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Tómasson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er sagt að fasteignamat húss míns í Reykjavík sé nú 68 milljónir króna og verði 79 á næsta ári. Er ég þá orðinn 11 milljónum ríkari? Það er óvarlegt að treysta því. Að minnsta kosti væri galið að ákveða aukaeyðslu byggða á þessum 11 milljónum. Þetta gera þó sveitarfélög sem líta svo á að skattstofn þeirra hafi stækkað sem þessu nemur, aukið skattheimtu og varið þeim fjármunum í rekstur. Það er fjarstæðukennt að sveitarstjórnum sé leyft að hækka skatta með sjálfvirkum hætti á tímum hækkandi fasteignaverðs og nota tekjuaukann til að réttlæta aukin útgjöld. Bankar freistast til að lána meira vegna dýrari eigna og kaupendur húsnæðis taka hærri lán. Það er í tísku að tala um ójöfnuð og samkvæmt þessu hefur munurinn á mér og þeim sem taka lán og kaupa fasteign aukist. Þetta er þó enn sama húsið og ég átti í byrjun árs, þjónusta sveitarfélagsins við húsið óbreytt og tekjur mínar hafa ekki aukist til að standa skil á fasteignaskattinum. Skattbyrði mín er því þyngri. Ég er ekki einn í þessu. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja stendur frammi fyrir ófyrirsjáanlegum duttlungakenndum skattahækkunum vegna óheppilegra reglna um útreikning fasteignaskatta. Það er fráleitt að nota sveiflukennt eignaverð sem skattstofn. Eignarskattar eru óskynsamlegir og langflest Evrópuríki hafa afnumið þá. Frakkar voru lengi síðustu þrjóskupúkarnir. Danir og Svíar hafa, eftir miklar eignaverðshækkanir, afnumið matsvirði eigna sem skattstofn í fasteignagjöldum. Svíar hafa fasta hámarksupphæð til að standa straum af kostnaði sveitarfélaga við fasteignaeigendur og Danir nota matsvirði frá 2001 eða 2002. Regla Dana er kannski ekki til fyrirmyndar en hún er alla vega fyrirsjáanleg. Sumir stjórnmálamenn vilja taka til í skattkerfinu og gera það einfaldara og skilvirkara. Nú er upplagt tækifæri fyrir þá að útrýma eignatengdum sköttum í eitt skipti fyrir öll og binda það í stjórnarskrá.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun