Nei, ég vann ekki í lottóinu Helgi Tómasson skrifar 3. október 2018 10:00 Mér er sagt að fasteignamat húss míns í Reykjavík sé nú 68 milljónir króna og verði 79 á næsta ári. Er ég þá orðinn 11 milljónum ríkari? Það er óvarlegt að treysta því. Að minnsta kosti væri galið að ákveða aukaeyðslu byggða á þessum 11 milljónum. Þetta gera þó sveitarfélög sem líta svo á að skattstofn þeirra hafi stækkað sem þessu nemur, aukið skattheimtu og varið þeim fjármunum í rekstur. Það er fjarstæðukennt að sveitarstjórnum sé leyft að hækka skatta með sjálfvirkum hætti á tímum hækkandi fasteignaverðs og nota tekjuaukann til að réttlæta aukin útgjöld. Bankar freistast til að lána meira vegna dýrari eigna og kaupendur húsnæðis taka hærri lán. Það er í tísku að tala um ójöfnuð og samkvæmt þessu hefur munurinn á mér og þeim sem taka lán og kaupa fasteign aukist. Þetta er þó enn sama húsið og ég átti í byrjun árs, þjónusta sveitarfélagsins við húsið óbreytt og tekjur mínar hafa ekki aukist til að standa skil á fasteignaskattinum. Skattbyrði mín er því þyngri. Ég er ekki einn í þessu. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja stendur frammi fyrir ófyrirsjáanlegum duttlungakenndum skattahækkunum vegna óheppilegra reglna um útreikning fasteignaskatta. Það er fráleitt að nota sveiflukennt eignaverð sem skattstofn. Eignarskattar eru óskynsamlegir og langflest Evrópuríki hafa afnumið þá. Frakkar voru lengi síðustu þrjóskupúkarnir. Danir og Svíar hafa, eftir miklar eignaverðshækkanir, afnumið matsvirði eigna sem skattstofn í fasteignagjöldum. Svíar hafa fasta hámarksupphæð til að standa straum af kostnaði sveitarfélaga við fasteignaeigendur og Danir nota matsvirði frá 2001 eða 2002. Regla Dana er kannski ekki til fyrirmyndar en hún er alla vega fyrirsjáanleg. Sumir stjórnmálamenn vilja taka til í skattkerfinu og gera það einfaldara og skilvirkara. Nú er upplagt tækifæri fyrir þá að útrýma eignatengdum sköttum í eitt skipti fyrir öll og binda það í stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Tómasson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mér er sagt að fasteignamat húss míns í Reykjavík sé nú 68 milljónir króna og verði 79 á næsta ári. Er ég þá orðinn 11 milljónum ríkari? Það er óvarlegt að treysta því. Að minnsta kosti væri galið að ákveða aukaeyðslu byggða á þessum 11 milljónum. Þetta gera þó sveitarfélög sem líta svo á að skattstofn þeirra hafi stækkað sem þessu nemur, aukið skattheimtu og varið þeim fjármunum í rekstur. Það er fjarstæðukennt að sveitarstjórnum sé leyft að hækka skatta með sjálfvirkum hætti á tímum hækkandi fasteignaverðs og nota tekjuaukann til að réttlæta aukin útgjöld. Bankar freistast til að lána meira vegna dýrari eigna og kaupendur húsnæðis taka hærri lán. Það er í tísku að tala um ójöfnuð og samkvæmt þessu hefur munurinn á mér og þeim sem taka lán og kaupa fasteign aukist. Þetta er þó enn sama húsið og ég átti í byrjun árs, þjónusta sveitarfélagsins við húsið óbreytt og tekjur mínar hafa ekki aukist til að standa skil á fasteignaskattinum. Skattbyrði mín er því þyngri. Ég er ekki einn í þessu. Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja stendur frammi fyrir ófyrirsjáanlegum duttlungakenndum skattahækkunum vegna óheppilegra reglna um útreikning fasteignaskatta. Það er fráleitt að nota sveiflukennt eignaverð sem skattstofn. Eignarskattar eru óskynsamlegir og langflest Evrópuríki hafa afnumið þá. Frakkar voru lengi síðustu þrjóskupúkarnir. Danir og Svíar hafa, eftir miklar eignaverðshækkanir, afnumið matsvirði eigna sem skattstofn í fasteignagjöldum. Svíar hafa fasta hámarksupphæð til að standa straum af kostnaði sveitarfélaga við fasteignaeigendur og Danir nota matsvirði frá 2001 eða 2002. Regla Dana er kannski ekki til fyrirmyndar en hún er alla vega fyrirsjáanleg. Sumir stjórnmálamenn vilja taka til í skattkerfinu og gera það einfaldara og skilvirkara. Nú er upplagt tækifæri fyrir þá að útrýma eignatengdum sköttum í eitt skipti fyrir öll og binda það í stjórnarskrá.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar