Laun verði að duga fyrir framfærslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2018 20:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir atvinnurekendur hafa staðið í þeirri trú, í kjarasamningagerð 2015, að verið væri að nálgast norrænt samningalíkan til að koma á meiri stöðugleika í samfélaginu. Drífa Snædal, forseti ASÍ, spyr hvort það þyki eðlilegt að fólk selji vinnu sína án þess að geta framfleytt sér á laununum sem unnið er fyrir. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði á Rás 1 í gær laun hafa hækkað gríðarlega frá árinu 2015, eða frá síðustu kjarasamningalotu. Hún segir mörg fyrirtæki ekki hafa ráðið við hækkanirnar og því sé verið að bregðast við með uppsögnum. Launahækkanirnar hafi reynst erfiðar en í kauphækkunum, sem fóru fram í skrefum til ársins 2018, voru lágmarkslaun hækkuð upp í 300 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði. Verkalýðshreyfinginn gerir nú kröfur um að lágmarkslaun fari upp í 425 þúsund og horfa VR og Efling þá til að launahækkanir fari fram í krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun eins og tíðkast hefur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Guðrún atvinnurekendur hafi staðið í þeirri trú árið 2015 að verið væri að færa sig nær norrænu samningalíkani sem átti að koma á stöðugleika. Sú sé ekki raunin nú. Forseti ASÍ segir markmið árið 2015 hafi verið að fólk gæti lifað á lægstu laununum, þeim markmiðum hafi ekki enn verið náð. „Stærsti punkturinn í þessu er að velferðarkerfið hér er ekki jafn sterkt og á norðurlöndunum. Við sjáum líka þess merki núna að þær launahækkanir sem samið var um 2015 hafa verið étnar upp af húsnæðismarkaðinum. Það er því ekki að undra að spjótunum sé dálítið beint að stjórnvöldum núna,“ segir Drífa. Hún segir gert mikið úr uppsögnum, þær séu ekki fram úr því sem algengt hefur verið. Það sést því atvinnuleysistölur fari ekki hækkandi. „Atvinnurekendur segjast ekki geta hækkað laun, þá verða þeir að svara því hvort þeir ætli fólki að selja vinnu sína fyrir laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Því hefur ekki verið svarað,“ segir hún. Kjaramál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir atvinnurekendur hafa staðið í þeirri trú, í kjarasamningagerð 2015, að verið væri að nálgast norrænt samningalíkan til að koma á meiri stöðugleika í samfélaginu. Drífa Snædal, forseti ASÍ, spyr hvort það þyki eðlilegt að fólk selji vinnu sína án þess að geta framfleytt sér á laununum sem unnið er fyrir. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði á Rás 1 í gær laun hafa hækkað gríðarlega frá árinu 2015, eða frá síðustu kjarasamningalotu. Hún segir mörg fyrirtæki ekki hafa ráðið við hækkanirnar og því sé verið að bregðast við með uppsögnum. Launahækkanirnar hafi reynst erfiðar en í kauphækkunum, sem fóru fram í skrefum til ársins 2018, voru lágmarkslaun hækkuð upp í 300 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði. Verkalýðshreyfinginn gerir nú kröfur um að lágmarkslaun fari upp í 425 þúsund og horfa VR og Efling þá til að launahækkanir fari fram í krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun eins og tíðkast hefur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Guðrún atvinnurekendur hafi staðið í þeirri trú árið 2015 að verið væri að færa sig nær norrænu samningalíkani sem átti að koma á stöðugleika. Sú sé ekki raunin nú. Forseti ASÍ segir markmið árið 2015 hafi verið að fólk gæti lifað á lægstu laununum, þeim markmiðum hafi ekki enn verið náð. „Stærsti punkturinn í þessu er að velferðarkerfið hér er ekki jafn sterkt og á norðurlöndunum. Við sjáum líka þess merki núna að þær launahækkanir sem samið var um 2015 hafa verið étnar upp af húsnæðismarkaðinum. Það er því ekki að undra að spjótunum sé dálítið beint að stjórnvöldum núna,“ segir Drífa. Hún segir gert mikið úr uppsögnum, þær séu ekki fram úr því sem algengt hefur verið. Það sést því atvinnuleysistölur fari ekki hækkandi. „Atvinnurekendur segjast ekki geta hækkað laun, þá verða þeir að svara því hvort þeir ætli fólki að selja vinnu sína fyrir laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Því hefur ekki verið svarað,“ segir hún.
Kjaramál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira