Bubbi vill ekki tolla Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2018 11:08 Bubbi er, líkt og svo margir, afar ósáttur við fyrirhuguð tollahlið og sér fram á að það muni setja heimilisbókhaldið í uppnám. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og ljóðskáld, er afar ósáttur við hugmyndir þær sem Jón Gunnarsson, formaður samgöngunefndar hefur kynnt að undanförnu og snúa meðal annars að því að sett verði upp vegtollahlið við helstu umferðaræðar sem liggja inn í höfuðborgina.Mikill kostnaður fyrir Bubba og fjölskyldu Bubbi, sem býr í Kjós, segir þetta þýða það að fyrir heimili þeirra Hrafnhildar Hafsteinsdóttur, að þau borgi árlega 72 þúsund krónur í tolla. „Við hjónin keyrum 4 ferðir 5 daga vikunnar til Reykjavíkur og heim,“ segir Bubbi. Fram og til baka. Ef hvert skipti um hliðin kostar 150 krónur gerir það 6 þúsund krónur á mánuði.Hverskonar geggjun er þetta? spyr Bubbi og reiknar áfram. Þetta þýðir 72 þúsund krónur á ári. Hann tekur fram að þau séu á sitthvorum bílnum og dætur þeirra æfi karate og fimleika þannig að stundum keyri þau oftar um en Hrafnhildur starfar í borginni. En, hjörtu þeirra Bubba og svo bæjarstjóra í nálægum byggðarlögum slá ekki í takt. Vísir gerði úttekt á afstöðu þeirra sem birt var nú í morgun og lýstu þeir flestir yfir mikilli ánægju með þessar fyrirætlanir. Elur á mismunun En, ekki er víst að almenningur sé á sama máli og ráðamenn. Og Gunnar Smári Egilssin, stofnandi Sósíalistaflokksins, vill gjalda varhug við þessum áformum. Segir grundvallast á hugmyndum um misskiptingu. Gunnar Smári segir að ef trúa megi Jóni Gunnarssyni, sem hann segir hinn raunverulega samgönguráðherra, ekki Sigurð Inga Jóhannsson, þá eru vegatollar forsenda þess að hér verði lagður nokkur vegur í framtíðinni.Gunnar Smári Egilsson telur ljóst að vegtollar ali á mismunun.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Og hann lofar að vegatollar muni færa hverjum hreppi og bæ, hverri sveit og hverjum landshluta, þann veg sem íbúar hafa beðið Sjálfstæðisflokkinn um áratugum saman en ekki fengið? Og það strax á næsta ári eða því næsta. Er engin fyrirstaða, hvorki á þingi né í fjölmiðlum, gegn þessum áróðri? Vegatollar eru engin forsenda þess að vegir verði lagðir. Vegatollar eru ákvörðun um að kostnaður við innviði í samfélaginu skuli rukkaðir af ökumönnum en ekki af þeim sem hafa fengið allar skattalækkanirnar á undanförnum árum, sem hafa grafið undir velferðarkerfinu og leitt til niðurníðslu allra innviða; fyrirtækjaeigendum, fjármagnseigendum og hinum allra auðugustu.“Hvert er eiginlega vandamálið? Gunnar Smári segir að talað um að við þurfum að taka upp vegatolla vegna minnkandi tekna ríkissjóðs af bensíni og ökutækjum. En í fjárlögum fyrir árið 2014, sem afgreidd voru í desember 2013, var gert ráð fyrir 17 milljörðum króna í vörugjald af bifreiðum og bensíni. Það eru um 18,7 milljarðar króna á núvirði.Afstaða þeirra sem taka þátt í könnun Þórólfs Júlíans er eindregin.„Í fjárlögum fyrir árið 2019, sem afgreidd voru um daginn, er gert ráð fyrir tekjum af vörugjöldum á ökutæki og bensín upp á 22,1 milljarð króna. Þessar tekjur hafa því vaxið um 30 prósent af raunvirði. Hvert er eiginlega vandamálið? Má ekki byrja að auka vegaframkvæmdir um þessa nýju rúmu 5 milljarða til að byrja með? Áður en xD er gefinn kostur á að einkavæða vegakerfið til Gamma?“Mikill meirihluti andsnúinn áformunum Víst er að málið er afar umdeilt og það sýnir sig ekki síst í könnun sem Þórólfur Júlían Dagsson, Pírati á Suðurnesjum, efndi til á dögunum. Þar hafa hátt í 30 þúsund manns tekið afstöðu til spurningarinnar: „Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum?“ Afstaðan þar er eindregin: 83 prósent þeirra sem svara þeirri spurningu neitandi. Ef litið er til þess virðist sem komin sé upp hin margfræga gjá milli þings og þjóðar. Kjósarhreppur Vegtollar Tengdar fréttir Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig hugmyndir um vegtolla leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. 20. desember 2018 09:00 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Bubbi Morthens, tónlistarmaður og ljóðskáld, er afar ósáttur við hugmyndir þær sem Jón Gunnarsson, formaður samgöngunefndar hefur kynnt að undanförnu og snúa meðal annars að því að sett verði upp vegtollahlið við helstu umferðaræðar sem liggja inn í höfuðborgina.Mikill kostnaður fyrir Bubba og fjölskyldu Bubbi, sem býr í Kjós, segir þetta þýða það að fyrir heimili þeirra Hrafnhildar Hafsteinsdóttur, að þau borgi árlega 72 þúsund krónur í tolla. „Við hjónin keyrum 4 ferðir 5 daga vikunnar til Reykjavíkur og heim,“ segir Bubbi. Fram og til baka. Ef hvert skipti um hliðin kostar 150 krónur gerir það 6 þúsund krónur á mánuði.Hverskonar geggjun er þetta? spyr Bubbi og reiknar áfram. Þetta þýðir 72 þúsund krónur á ári. Hann tekur fram að þau séu á sitthvorum bílnum og dætur þeirra æfi karate og fimleika þannig að stundum keyri þau oftar um en Hrafnhildur starfar í borginni. En, hjörtu þeirra Bubba og svo bæjarstjóra í nálægum byggðarlögum slá ekki í takt. Vísir gerði úttekt á afstöðu þeirra sem birt var nú í morgun og lýstu þeir flestir yfir mikilli ánægju með þessar fyrirætlanir. Elur á mismunun En, ekki er víst að almenningur sé á sama máli og ráðamenn. Og Gunnar Smári Egilssin, stofnandi Sósíalistaflokksins, vill gjalda varhug við þessum áformum. Segir grundvallast á hugmyndum um misskiptingu. Gunnar Smári segir að ef trúa megi Jóni Gunnarssyni, sem hann segir hinn raunverulega samgönguráðherra, ekki Sigurð Inga Jóhannsson, þá eru vegatollar forsenda þess að hér verði lagður nokkur vegur í framtíðinni.Gunnar Smári Egilsson telur ljóst að vegtollar ali á mismunun.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Og hann lofar að vegatollar muni færa hverjum hreppi og bæ, hverri sveit og hverjum landshluta, þann veg sem íbúar hafa beðið Sjálfstæðisflokkinn um áratugum saman en ekki fengið? Og það strax á næsta ári eða því næsta. Er engin fyrirstaða, hvorki á þingi né í fjölmiðlum, gegn þessum áróðri? Vegatollar eru engin forsenda þess að vegir verði lagðir. Vegatollar eru ákvörðun um að kostnaður við innviði í samfélaginu skuli rukkaðir af ökumönnum en ekki af þeim sem hafa fengið allar skattalækkanirnar á undanförnum árum, sem hafa grafið undir velferðarkerfinu og leitt til niðurníðslu allra innviða; fyrirtækjaeigendum, fjármagnseigendum og hinum allra auðugustu.“Hvert er eiginlega vandamálið? Gunnar Smári segir að talað um að við þurfum að taka upp vegatolla vegna minnkandi tekna ríkissjóðs af bensíni og ökutækjum. En í fjárlögum fyrir árið 2014, sem afgreidd voru í desember 2013, var gert ráð fyrir 17 milljörðum króna í vörugjald af bifreiðum og bensíni. Það eru um 18,7 milljarðar króna á núvirði.Afstaða þeirra sem taka þátt í könnun Þórólfs Júlíans er eindregin.„Í fjárlögum fyrir árið 2019, sem afgreidd voru um daginn, er gert ráð fyrir tekjum af vörugjöldum á ökutæki og bensín upp á 22,1 milljarð króna. Þessar tekjur hafa því vaxið um 30 prósent af raunvirði. Hvert er eiginlega vandamálið? Má ekki byrja að auka vegaframkvæmdir um þessa nýju rúmu 5 milljarða til að byrja með? Áður en xD er gefinn kostur á að einkavæða vegakerfið til Gamma?“Mikill meirihluti andsnúinn áformunum Víst er að málið er afar umdeilt og það sýnir sig ekki síst í könnun sem Þórólfur Júlían Dagsson, Pírati á Suðurnesjum, efndi til á dögunum. Þar hafa hátt í 30 þúsund manns tekið afstöðu til spurningarinnar: „Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum?“ Afstaðan þar er eindregin: 83 prósent þeirra sem svara þeirri spurningu neitandi. Ef litið er til þess virðist sem komin sé upp hin margfræga gjá milli þings og þjóðar.
Kjósarhreppur Vegtollar Tengdar fréttir Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig hugmyndir um vegtolla leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. 20. desember 2018 09:00 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00
Bæjarstjórar fagna „leið út úr óboðlegu ástandi“ Vísir setti sig í samband við bæjarstjóra sem voru spurðir hvernig hugmyndir um vegtolla leggjast í þá og hvernig umræðan um þær hafa þróast í þeirra bæjarfélögum. 20. desember 2018 09:00