Flautukarfa afgreiddi LeBron-lausa Lakers-menn og Harden er í ham | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. desember 2018 07:30 Kyrie Irving sækir á James Harden í nótt. getty/Tim Warner LeBron James var hvíldur í nótt þegar að LA Lakers tapaði fyrir Sacramento Kings, 117-116, en sigurkörfuna skoraði Bogdan Bogdanovic fyrir utan þriggja stiga línuna um leið og leiktíminn rann út. Lakers-liðið án LeBron var í fínum málum í fjórða leikhluta þar sem að það leiddi mest með fimmtán stigum en gestirnir komu til baka og unnu á dramatískan hátt með flautukörfu fyrir utan þriggja stiga línuna. Kyle Kuzma var stigahæstur Lakers-liðsins með 33 stig auk þess sem að hann tók níu fráköst en Bogdanovic kom frábær inn af bekknum fyrir Sacramento og skoraði 23 stig en annars spiluðu gestirnir vel og voru sex leikmenn sem skoruðu yfir tug stiga.Golden State Warriors tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar að liðið lá heima fyrir Portland Trail Blazers, 110-109, í öðrum dramatískum leik sem að fór í framlengingu. Damian Lillard skoraði þriggja stiga körfu fyrir gestina þegar að 6,3 sekúndur voru eftir af framlengingunni en það reyndist sigurkarfan því að Kevin Durant klúðraði löngu stökkskoti fyrir sigrinum um leið og leiktíminn rann út. Lillard skoraði 21 stig í heimabænum sínum en Jusuf Nurkic var stigahæstur Portland-manna með 27 stig. Steph Curry skoraði 29 stig fyrir Golden State og var nálægt því að leggja upp sigurkörfuna í venjulegum leiktíma en hann skoraði þá úr innkasti sem Draymond Green tókst ekki að blaka ofan í.James Harden heldur áfram að fara á kostum en hann skoraði yfir 30 stig áttunda leikinn í röð í nótt þegar að Houston valtaði yfir Boston Celtics á heimavelli sínum, 127-113. Harden skoraði 45 stig og gaf sex stoðsendingar og var borubrattur í leikslok. „Auðvitað á að tala um mig sem líklegan besta leikmann deildarinnar. Ég er ekki sá vinsælasti en það stoppar mig ekki í því að gera það sem ég geri öll kvöld,“ sagði Harden. Harden var að spila með mar á kálfa en skoraði samt sem áður 17 stig í fyrsta leikhluta og hitti úr níu af 18 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Boston Celtics 127-113 Milwaukee Bucks - NY Knick 112-96 Sacramento Kings - LA Lakers 117-116 Utah Jazz - Philadelphia 76ers 97-114 Golden State Warriors - Portland Trail Blazers 109-110 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Sjá meira
LeBron James var hvíldur í nótt þegar að LA Lakers tapaði fyrir Sacramento Kings, 117-116, en sigurkörfuna skoraði Bogdan Bogdanovic fyrir utan þriggja stiga línuna um leið og leiktíminn rann út. Lakers-liðið án LeBron var í fínum málum í fjórða leikhluta þar sem að það leiddi mest með fimmtán stigum en gestirnir komu til baka og unnu á dramatískan hátt með flautukörfu fyrir utan þriggja stiga línuna. Kyle Kuzma var stigahæstur Lakers-liðsins með 33 stig auk þess sem að hann tók níu fráköst en Bogdanovic kom frábær inn af bekknum fyrir Sacramento og skoraði 23 stig en annars spiluðu gestirnir vel og voru sex leikmenn sem skoruðu yfir tug stiga.Golden State Warriors tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar að liðið lá heima fyrir Portland Trail Blazers, 110-109, í öðrum dramatískum leik sem að fór í framlengingu. Damian Lillard skoraði þriggja stiga körfu fyrir gestina þegar að 6,3 sekúndur voru eftir af framlengingunni en það reyndist sigurkarfan því að Kevin Durant klúðraði löngu stökkskoti fyrir sigrinum um leið og leiktíminn rann út. Lillard skoraði 21 stig í heimabænum sínum en Jusuf Nurkic var stigahæstur Portland-manna með 27 stig. Steph Curry skoraði 29 stig fyrir Golden State og var nálægt því að leggja upp sigurkörfuna í venjulegum leiktíma en hann skoraði þá úr innkasti sem Draymond Green tókst ekki að blaka ofan í.James Harden heldur áfram að fara á kostum en hann skoraði yfir 30 stig áttunda leikinn í röð í nótt þegar að Houston valtaði yfir Boston Celtics á heimavelli sínum, 127-113. Harden skoraði 45 stig og gaf sex stoðsendingar og var borubrattur í leikslok. „Auðvitað á að tala um mig sem líklegan besta leikmann deildarinnar. Ég er ekki sá vinsælasti en það stoppar mig ekki í því að gera það sem ég geri öll kvöld,“ sagði Harden. Harden var að spila með mar á kálfa en skoraði samt sem áður 17 stig í fyrsta leikhluta og hitti úr níu af 18 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Boston Celtics 127-113 Milwaukee Bucks - NY Knick 112-96 Sacramento Kings - LA Lakers 117-116 Utah Jazz - Philadelphia 76ers 97-114 Golden State Warriors - Portland Trail Blazers 109-110
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Sjá meira