Chelsea tókst að temja City í höfuðborginni Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. desember 2018 09:30 Brasilíski miðvörðurinn David Luiz fagnar innilega marki sínu gegn Manchester City um helgina á Brúnni sem reyndist innsigla fyrsta tap Manchester City á tímabilinu fréttablaðið/getty Chelsea varð um helgina fyrsta liðið til að sigra Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið þegar Lundúnaliðið vann 2-0 sigur á Stamford Bridge í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City misstu því toppsætið yfir til Liverpool sem er jafnframt eina taplausa liðið í deildinni en aðeins eitt stig skilur liðin að þegar mótið er tæplega hálfnað. Bláklæddir Manchester-menn eru þó enn með gott forskot á nágrannaliðin frá Lundúnum, Chelsea, Arsenal og Tottenham sem unnu öll um helgina og stefnir í tveggja hesta kapphlaup um meistaratitilinn. Tveir mikilvægustu leikmenn Manchester City fram á við, Kevin De Bruyne og Sergio Agüero, náðu sér ekki í tæka tíð og voru fjarverandi um helgina og ákvað Pep Guardiola, líkt og Maurizio Sarri, að tefla fram sóknarsinnuðum miðjumanni í fremstu röð. Brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus virðist rúinn öllu sjálfstrausti fyrir framan markið og tók Raheem Sterling sér stöðu í fremstu víglínu gestanna. Gestirnir frá Manchester-borg byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu fjölmörg færi til að skora í fyrri hálfleik en þeim brást bogalistin. Eftir öfluga skyndisókn á lokasekúndum fyrri hálfleiks var það franski landsliðsmaðurinn N’Golo Kante sem kom Chelsea yfir eftir góðan undirbúning Edens Hazard. Leikurinn var mun jafnari í síðari hálfleik áður en Chelsea gerði út um leikinn með öðru marki. David Luiz var þar að verki en Manchester City-menn geta verið ósáttir við aðdraganda þess enda kom markið úr hornspyrnu sem átti aldrei að standa. Michael Oliver, dómari leiksins, dæmdi ranglega hornspyrnu sem annað mark Chelsea kom upp úr. Var það eina hornspyrna Chelsea í leiknum gegn þrettán hornspyrnum Manchester City sem voru meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi en fóru stigalausir aftur til Manchester. Pep Guardiola ætti þó ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur þótt lærisveinar hans séu stigi frá toppsætinu á þessum tímapunkti. Alla leiktíðina hafa þeir verið án Belgans De Bruyne sem var einn besti leikmaður deildarinnar í fyrra og ætti hann að styrkja hópinn fyrir komandi átök. Þá er City búið að mæta fimm sterkustu liðum deildarinnar í fyrri umferðinni, nágrönnum sínum í Manchester United, Arsenal, Chelsea, Liverpool og Tottenham og aðeins einn þeirra fór fram á Etihad-vellinum, heimavelli City. City-menn eru þegar búnir að fara á Wembley, Stamford Bridge, Anfield og Emirates-völlinn en eiga aðeins eftir að fara á Old Trafford. Heimavöllur Manchester City hefur verið sterkt vígi undir stjórn Peps Guardiola þar sem lærisveinar hans hafa aðeins tapað tveimur leikjum af 46 í ensku úrvalsdeildinni og unnið 35 þeirra. Sá spænski virtist gera sér grein fyrir því og vonaðist til þess að tapleikurinn um helgina yrði góður lærdómur fyrir sína menn. „Við spiluðum eins og við viljum gera og spilamennskan var frábær þó að við höfum tapað. Að mínu mati spiluðum við betur hér en í fyrra þegar við unnum en Chelsea er með sterkt lið og okkur skorti herslumuninn. Fyrir utan stuttan tíma í upphafi seinni hálfleiks fannst mér við stjórna leiknum og fengum nóg af færum til að skora mörk á meðan Chelsea nýtti strax fyrsta færi sitt.“ Guardiola var spurður út í hvort hann hefði gert sér vonir um að lið hans færi í gegnum tímabilið án þess að tapa leik líkt og Arsenal gerði á sínum tíma en hann var fljótur að neita því. „Við vorum aldrei að horfa á það að fara í gegnum tímabilið án þess að tapa, það mun ekki gerast aftur þótt fjölmargir hafi spurt mig að því. Við setjum okkur bara það markmið að verða meistarar og núna er Liverpool fyrir ofan okkur sem þýðir að við þurfum að bæta okkur,“ sagði Guardiola og hélt áfram: „Það er blekking að halda að lið geti farið í gegnum heilt tímabil án þess að tapa leik, það er eitthvað sem þekkist ekki í neinni íþrótt. Það er of snemmt að tala um hvort eitthvert lið sé sigurstranglegra en önnur lið deildarinnar, Liverpool kemur til greina og getur unnið deildina rétt eins og Arsenal, Tottenham og Chelsea.“ Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira
Chelsea varð um helgina fyrsta liðið til að sigra Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið þegar Lundúnaliðið vann 2-0 sigur á Stamford Bridge í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City misstu því toppsætið yfir til Liverpool sem er jafnframt eina taplausa liðið í deildinni en aðeins eitt stig skilur liðin að þegar mótið er tæplega hálfnað. Bláklæddir Manchester-menn eru þó enn með gott forskot á nágrannaliðin frá Lundúnum, Chelsea, Arsenal og Tottenham sem unnu öll um helgina og stefnir í tveggja hesta kapphlaup um meistaratitilinn. Tveir mikilvægustu leikmenn Manchester City fram á við, Kevin De Bruyne og Sergio Agüero, náðu sér ekki í tæka tíð og voru fjarverandi um helgina og ákvað Pep Guardiola, líkt og Maurizio Sarri, að tefla fram sóknarsinnuðum miðjumanni í fremstu röð. Brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus virðist rúinn öllu sjálfstrausti fyrir framan markið og tók Raheem Sterling sér stöðu í fremstu víglínu gestanna. Gestirnir frá Manchester-borg byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu fjölmörg færi til að skora í fyrri hálfleik en þeim brást bogalistin. Eftir öfluga skyndisókn á lokasekúndum fyrri hálfleiks var það franski landsliðsmaðurinn N’Golo Kante sem kom Chelsea yfir eftir góðan undirbúning Edens Hazard. Leikurinn var mun jafnari í síðari hálfleik áður en Chelsea gerði út um leikinn með öðru marki. David Luiz var þar að verki en Manchester City-menn geta verið ósáttir við aðdraganda þess enda kom markið úr hornspyrnu sem átti aldrei að standa. Michael Oliver, dómari leiksins, dæmdi ranglega hornspyrnu sem annað mark Chelsea kom upp úr. Var það eina hornspyrna Chelsea í leiknum gegn þrettán hornspyrnum Manchester City sem voru meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi en fóru stigalausir aftur til Manchester. Pep Guardiola ætti þó ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur þótt lærisveinar hans séu stigi frá toppsætinu á þessum tímapunkti. Alla leiktíðina hafa þeir verið án Belgans De Bruyne sem var einn besti leikmaður deildarinnar í fyrra og ætti hann að styrkja hópinn fyrir komandi átök. Þá er City búið að mæta fimm sterkustu liðum deildarinnar í fyrri umferðinni, nágrönnum sínum í Manchester United, Arsenal, Chelsea, Liverpool og Tottenham og aðeins einn þeirra fór fram á Etihad-vellinum, heimavelli City. City-menn eru þegar búnir að fara á Wembley, Stamford Bridge, Anfield og Emirates-völlinn en eiga aðeins eftir að fara á Old Trafford. Heimavöllur Manchester City hefur verið sterkt vígi undir stjórn Peps Guardiola þar sem lærisveinar hans hafa aðeins tapað tveimur leikjum af 46 í ensku úrvalsdeildinni og unnið 35 þeirra. Sá spænski virtist gera sér grein fyrir því og vonaðist til þess að tapleikurinn um helgina yrði góður lærdómur fyrir sína menn. „Við spiluðum eins og við viljum gera og spilamennskan var frábær þó að við höfum tapað. Að mínu mati spiluðum við betur hér en í fyrra þegar við unnum en Chelsea er með sterkt lið og okkur skorti herslumuninn. Fyrir utan stuttan tíma í upphafi seinni hálfleiks fannst mér við stjórna leiknum og fengum nóg af færum til að skora mörk á meðan Chelsea nýtti strax fyrsta færi sitt.“ Guardiola var spurður út í hvort hann hefði gert sér vonir um að lið hans færi í gegnum tímabilið án þess að tapa leik líkt og Arsenal gerði á sínum tíma en hann var fljótur að neita því. „Við vorum aldrei að horfa á það að fara í gegnum tímabilið án þess að tapa, það mun ekki gerast aftur þótt fjölmargir hafi spurt mig að því. Við setjum okkur bara það markmið að verða meistarar og núna er Liverpool fyrir ofan okkur sem þýðir að við þurfum að bæta okkur,“ sagði Guardiola og hélt áfram: „Það er blekking að halda að lið geti farið í gegnum heilt tímabil án þess að tapa leik, það er eitthvað sem þekkist ekki í neinni íþrótt. Það er of snemmt að tala um hvort eitthvert lið sé sigurstranglegra en önnur lið deildarinnar, Liverpool kemur til greina og getur unnið deildina rétt eins og Arsenal, Tottenham og Chelsea.“
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira