Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2018 21:00 Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Halldór Oddson, lögfræðingur ASÍ, telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. Allir kjarasamningar gera ráð fyrir að starfsfólk tilkynni veikindi sín til næsta yfirmanns og framvísi læknisvottorði ef þess er óskað. Á almennum vinnumarkaði ávinnur fólk sér tvo veikindadaga í mánuði, hvort sem það er í fullu starfi eða hlutastarfi. Samkvæmt ábendingu sem kom frá stéttarfélaginu AFL hefur verið að færast í vöxt að starfsfólk sé boðað í viðtal og skoðun há trúnaðarlækni atvinnurekenda síns til að meta ástand og fá upplýsingar um heilsu. AFL er undir hatti ASÍ og segist Halldór Oddson lögfræðingur einnig finna fyrir aukningu á þessu útspili atvinnurekenda. „Hinn yfirlýsti tilgangur fyrir atvinnurekendur er að gæta sinna hagsmuna. Því þetta er þeirra trúnaðarlæknir. Tilgangurinn getur varla verið annað en að tortryggja veikindarétt starfsfólk. Sem er slæmt mál. Þessi aukning sem við sjáum ber kannski þess merki að það sé verið að gera það í auknu mæli,“ segir hann. Hann bendir á að upplýsingar um veikindi eða sjúkdóma sem fólk glímir við er eingöngu fyrir það sjálft. Atvinnurekendur eigi bara rétt á að vita hvort fólk sé vinnufært eða ekki. Það sé því starfsmanna að velja sinni eigin lækni, ekki yfirmanna þeirra. Það séu gömul ákvæði í ákveðnum kjarasamningum varðandi þetta en það stangist á við nútímann. „Við teljum það einsýnt, eins og þróun hefur verið í þessum málum, við erum komin með lög um réttindi sjúklinga og aukin rétt í persónuvernd og fleira. Þá teljum við þessi ákvæði vera marklaus með öllu. Við teljum starfsfólk ekki bundið að því að heimsækja trúnaðarlækni að beiðni sinna atvinnurekenda,“ segir hann. Kjaramál Persónuvernd Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Halldór Oddson, lögfræðingur ASÍ, telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. Allir kjarasamningar gera ráð fyrir að starfsfólk tilkynni veikindi sín til næsta yfirmanns og framvísi læknisvottorði ef þess er óskað. Á almennum vinnumarkaði ávinnur fólk sér tvo veikindadaga í mánuði, hvort sem það er í fullu starfi eða hlutastarfi. Samkvæmt ábendingu sem kom frá stéttarfélaginu AFL hefur verið að færast í vöxt að starfsfólk sé boðað í viðtal og skoðun há trúnaðarlækni atvinnurekenda síns til að meta ástand og fá upplýsingar um heilsu. AFL er undir hatti ASÍ og segist Halldór Oddson lögfræðingur einnig finna fyrir aukningu á þessu útspili atvinnurekenda. „Hinn yfirlýsti tilgangur fyrir atvinnurekendur er að gæta sinna hagsmuna. Því þetta er þeirra trúnaðarlæknir. Tilgangurinn getur varla verið annað en að tortryggja veikindarétt starfsfólk. Sem er slæmt mál. Þessi aukning sem við sjáum ber kannski þess merki að það sé verið að gera það í auknu mæli,“ segir hann. Hann bendir á að upplýsingar um veikindi eða sjúkdóma sem fólk glímir við er eingöngu fyrir það sjálft. Atvinnurekendur eigi bara rétt á að vita hvort fólk sé vinnufært eða ekki. Það sé því starfsmanna að velja sinni eigin lækni, ekki yfirmanna þeirra. Það séu gömul ákvæði í ákveðnum kjarasamningum varðandi þetta en það stangist á við nútímann. „Við teljum það einsýnt, eins og þróun hefur verið í þessum málum, við erum komin með lög um réttindi sjúklinga og aukin rétt í persónuvernd og fleira. Þá teljum við þessi ákvæði vera marklaus með öllu. Við teljum starfsfólk ekki bundið að því að heimsækja trúnaðarlækni að beiðni sinna atvinnurekenda,“ segir hann.
Kjaramál Persónuvernd Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira