„Ríkið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2018 20:30 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Húsnæðisvandinn verður ekki leystur með byggingu dýrra íbúða að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún segir langsótt að halda því fram að offramboð verði af nýjum íbúðum sem byggð séu af óhagnaðardrifnum félögum. Hún fagnar stofnun opinbers leigufélags á landsbyggðinni en segir vaxtaákvörðun Seðlabankans vonbrigði. Fram kom í hagsjá Landsbankans í gær að stefnt gæti í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve dýrar íbúðirnar eru og því velt upp hvort bygging nýrra íbúða muni yfir höfuð koma til með að vinna á þeim vanda sem uppi er á húsnæðismarkaði. Drífa tekur undir að vissulega gæti stefnt í offramboð af nýjum íbúðum sem margar séu dýrari en fólk ræður við, enda séu þær margar byggðar í hagnaðarskini. „Við þurfum minni hagkvæmar íbúðir, við þurfum að ná stærðarhagkvæmni, við þurfum að ná því að það sé ekki verið að taka mikinn arð út úr íbúðabyggingum, það er að segja að þetta séu óhagnaðardrifin félög. Þannig náum við sem bestri skilvirkni, flestum íbúðum á sem hagkvæmustu kjörum,“ segir Drífa Snædal.Segir augljóst að ríkið þurfi að bæta í Bygging slíkra íbúða kostar engu að síður sitt en Drífa segir að ríkið verði að bæta í. „Það er augljóst og ég held að allir geri sér grein fyrir því að það verður að bæta í. Ríkið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að leysa úr þessum brýna húsnæðisvanda sem hefur verið varað við í mörg ár og aðgerðarleysi stjórnvalda er núna að koma bara mjög illa niður á vinnandi fólki.“ Félagsmálaráðherra greindi í dag ákvörðun um að Íbúðarlánasjóður stofni opinbert leigufélag með áherslu á landsbyggðina. „Allar góðar lausnir í þessum málum eru skref í rétta átt,“ segir Drífa, innt eftir viðbrögðum við stofnun hins opinbera leigufélags sem fengið hefur nafnið Bríet. Þá kynnti Seðlabankinn vaxtaákvörðun í dag og haldast vextir bankans óbreyttir í 4,5 prósentum. „Við hefðum viljað sjá stýrivexti lækka að sjálfsögðu. Þeir eru alla vega ekki að hækka sem er gott. Ég veit ekki alveg hvaða skilaboð þetta eru frá Seðlabankanum en það er eitt af stærstu kjaramálum vinnandi fólks á Íslandi og íslenskrar alþýðu, það er að lækka vexti og maður hefði viljað sjá Seðlabankann leggjast á þær árar,“ segir Drífa. Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. 12. desember 2018 09:30 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Húsnæðisvandinn verður ekki leystur með byggingu dýrra íbúða að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún segir langsótt að halda því fram að offramboð verði af nýjum íbúðum sem byggð séu af óhagnaðardrifnum félögum. Hún fagnar stofnun opinbers leigufélags á landsbyggðinni en segir vaxtaákvörðun Seðlabankans vonbrigði. Fram kom í hagsjá Landsbankans í gær að stefnt gæti í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve dýrar íbúðirnar eru og því velt upp hvort bygging nýrra íbúða muni yfir höfuð koma til með að vinna á þeim vanda sem uppi er á húsnæðismarkaði. Drífa tekur undir að vissulega gæti stefnt í offramboð af nýjum íbúðum sem margar séu dýrari en fólk ræður við, enda séu þær margar byggðar í hagnaðarskini. „Við þurfum minni hagkvæmar íbúðir, við þurfum að ná stærðarhagkvæmni, við þurfum að ná því að það sé ekki verið að taka mikinn arð út úr íbúðabyggingum, það er að segja að þetta séu óhagnaðardrifin félög. Þannig náum við sem bestri skilvirkni, flestum íbúðum á sem hagkvæmustu kjörum,“ segir Drífa Snædal.Segir augljóst að ríkið þurfi að bæta í Bygging slíkra íbúða kostar engu að síður sitt en Drífa segir að ríkið verði að bæta í. „Það er augljóst og ég held að allir geri sér grein fyrir því að það verður að bæta í. Ríkið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að leysa úr þessum brýna húsnæðisvanda sem hefur verið varað við í mörg ár og aðgerðarleysi stjórnvalda er núna að koma bara mjög illa niður á vinnandi fólki.“ Félagsmálaráðherra greindi í dag ákvörðun um að Íbúðarlánasjóður stofni opinbert leigufélag með áherslu á landsbyggðina. „Allar góðar lausnir í þessum málum eru skref í rétta átt,“ segir Drífa, innt eftir viðbrögðum við stofnun hins opinbera leigufélags sem fengið hefur nafnið Bríet. Þá kynnti Seðlabankinn vaxtaákvörðun í dag og haldast vextir bankans óbreyttir í 4,5 prósentum. „Við hefðum viljað sjá stýrivexti lækka að sjálfsögðu. Þeir eru alla vega ekki að hækka sem er gott. Ég veit ekki alveg hvaða skilaboð þetta eru frá Seðlabankanum en það er eitt af stærstu kjaramálum vinnandi fólks á Íslandi og íslenskrar alþýðu, það er að lækka vexti og maður hefði viljað sjá Seðlabankann leggjast á þær árar,“ segir Drífa.
Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. 12. desember 2018 09:30 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. 12. desember 2018 09:30
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01