Patrekur: Versta frammistaðan undir minni stjórn Arnar Helgi Magnússon skrifar 16. desember 2018 18:14 Patrekur var langt frá því að vera sáttur með sína menn vísir/ernir Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga var hundfúll eftir stórt tap sinna manna gegn Akureyri í Olísdeildinni í dag. Lið Akureyrar kom mun sterkara til leiks og upp skar að lokum 28-34 sigur í Hleðsluhöllinni á Selfossi. „Við vorum bara skelfilega lélegir. Við klikkum á mörgum færum í fyrri hálfleik og útilínan er með skelfilega nýtingu. Hann var að verja allt frá okkur, á meðan við vorum með einhverja tvo bolta þá var hann með fimmtán í fyrri hálfleik.“ „Við komum okkur bara í vandræði og þá lítur þetta út eins og þetta sé andlaust hjá okkur. Hrikalega lélegur leikur af okkar hálfu, kom mér svolítið á óvart.“ Patrekur segir að það gæti verið að hans menn hafi vanmetið lið Akureyrar í dag. „Gæti verið. Við erum búnir að vera í það miklum hörkuleikjum. Vinnum Gróttu með einu marki, hörkuleikir við ÍR, Fram og Stjörnuna. Þetta gæti verið gott dæmi um vanmat.“ Selfyssingar reyndu hvað þeir gátu, skiptu nokkrum sinnum um leikskipulag en lið Akureyrar sá við þessu öllu saman. „Já. Þeir spiluðu betur en við og voru betri á öllum sviðum leiksins. Þeir fórnuðu sér virkilega í þetta og áttu skilið að vinna. Mér fannst þetta aðeins var að ganga í restina, við fórum í sjö á sex, skoruðum nokkur mörk þar. Við prófuðum allt en ef að hausinn er ekki rétt stilltur þá lendiru í vandræðum.“ Patrekur tekur undir það að þetta hafi verið lélegasta frammistaða Selfoss undir hans stjórn. „Jú, ég held að það sé alveg rétt hjá þér. Ég hef aldrei séð liðið spila jafn illa og í dag. Ég hef alveg séð leiki sem að erum ekki góðir. Ég held að þetta sé meira í hausnum á mönnum. Hvað á maður að segja? Þegar hann fer að verja frá okkur þá fara menn að efast um sjálfa sig.“ Olís-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga var hundfúll eftir stórt tap sinna manna gegn Akureyri í Olísdeildinni í dag. Lið Akureyrar kom mun sterkara til leiks og upp skar að lokum 28-34 sigur í Hleðsluhöllinni á Selfossi. „Við vorum bara skelfilega lélegir. Við klikkum á mörgum færum í fyrri hálfleik og útilínan er með skelfilega nýtingu. Hann var að verja allt frá okkur, á meðan við vorum með einhverja tvo bolta þá var hann með fimmtán í fyrri hálfleik.“ „Við komum okkur bara í vandræði og þá lítur þetta út eins og þetta sé andlaust hjá okkur. Hrikalega lélegur leikur af okkar hálfu, kom mér svolítið á óvart.“ Patrekur segir að það gæti verið að hans menn hafi vanmetið lið Akureyrar í dag. „Gæti verið. Við erum búnir að vera í það miklum hörkuleikjum. Vinnum Gróttu með einu marki, hörkuleikir við ÍR, Fram og Stjörnuna. Þetta gæti verið gott dæmi um vanmat.“ Selfyssingar reyndu hvað þeir gátu, skiptu nokkrum sinnum um leikskipulag en lið Akureyrar sá við þessu öllu saman. „Já. Þeir spiluðu betur en við og voru betri á öllum sviðum leiksins. Þeir fórnuðu sér virkilega í þetta og áttu skilið að vinna. Mér fannst þetta aðeins var að ganga í restina, við fórum í sjö á sex, skoruðum nokkur mörk þar. Við prófuðum allt en ef að hausinn er ekki rétt stilltur þá lendiru í vandræðum.“ Patrekur tekur undir það að þetta hafi verið lélegasta frammistaða Selfoss undir hans stjórn. „Jú, ég held að það sé alveg rétt hjá þér. Ég hef aldrei séð liðið spila jafn illa og í dag. Ég hef alveg séð leiki sem að erum ekki góðir. Ég held að þetta sé meira í hausnum á mönnum. Hvað á maður að segja? Þegar hann fer að verja frá okkur þá fara menn að efast um sjálfa sig.“
Olís-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita