Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2018 18:34 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki farist að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Þannig væru viðræðurnar komnar í fastmótað ferli en ljóst sé að einungis nokkrir dagar séu þar til samningar renna út. Samninganefndir munu funda á morgun og næstu skref gætu verið ákveðin á miðvikudaginn. Ragnar segir enga uppgjöf felast í því að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þá er þetta í rauninni að fara á næsta stig í formlegum ferlum sem samningaferlið þarf að fara í gegn, til þess að geta hugsanlega myndað ákveðin þrýsting á stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins svo þau fari að taka þetta meira alvarlegra en mér finnst þau vera að gera,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann segir það hafa legið lengi fyrir að samningar renni út um áramótin og kröfugerð launþega hafi sömuleiðis legið fyrir í rúma tvo mánuði. „Ef þessu verður vísað til ríkissáttasemjara munum við að sjálfsögðu leggja allt í sölurnar að ná saman þar. Það liggur alveg fyrir. Það er enginn uppgjafartónn í okkur með að vísa þessu þangað. Við ætlum að reyna hvað við getum að leysa málið þar, komi til þess. Við erum að skoða þetta. Þetta er auðvitað ekkert sem ég ræð einn.“ Í samtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag sagði Ragnar Þór að hugur væri í fólki varðandi það að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Ragnar segir ljóst að tafir muni kosta félagsmenn gríðarlegar upphæðir ef samningar tefjast. „Ef það er vísvitandi verið að tefja ferlana sem við þurfum að vinna í, þá kostar það okkar félagsmenn gríðarlegar upphæðir í kjarabótum,“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki farist að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Þannig væru viðræðurnar komnar í fastmótað ferli en ljóst sé að einungis nokkrir dagar séu þar til samningar renna út. Samninganefndir munu funda á morgun og næstu skref gætu verið ákveðin á miðvikudaginn. Ragnar segir enga uppgjöf felast í því að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þá er þetta í rauninni að fara á næsta stig í formlegum ferlum sem samningaferlið þarf að fara í gegn, til þess að geta hugsanlega myndað ákveðin þrýsting á stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins svo þau fari að taka þetta meira alvarlegra en mér finnst þau vera að gera,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann segir það hafa legið lengi fyrir að samningar renni út um áramótin og kröfugerð launþega hafi sömuleiðis legið fyrir í rúma tvo mánuði. „Ef þessu verður vísað til ríkissáttasemjara munum við að sjálfsögðu leggja allt í sölurnar að ná saman þar. Það liggur alveg fyrir. Það er enginn uppgjafartónn í okkur með að vísa þessu þangað. Við ætlum að reyna hvað við getum að leysa málið þar, komi til þess. Við erum að skoða þetta. Þetta er auðvitað ekkert sem ég ræð einn.“ Í samtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag sagði Ragnar Þór að hugur væri í fólki varðandi það að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Ragnar segir ljóst að tafir muni kosta félagsmenn gríðarlegar upphæðir ef samningar tefjast. „Ef það er vísvitandi verið að tefja ferlana sem við þurfum að vinna í, þá kostar það okkar félagsmenn gríðarlegar upphæðir í kjarabótum,“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira