Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2018 10:48 Frá vettvangi í grennd við Imlil í Atlasfjöllunum. Vísir/AP Norrænu konurnar sem voru myrtar á bakpokaferðalagi í Atlasfjallgarðinum í Marokkó í gær hétu Maren Ueland og Louisa Vesterager Jespersen. Ueland var 28 ára og frá bænum Bryne í suðurhluta Noregs. Jespersen var 24 ára frá Danmörku. Einn hefur verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá.Sjá einnig: Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Lík Marenar og Louisu fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakech. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar greina frá því að þær hafi verið myrtar á hrottalegan hátt.Talaði síðast við Maren 9. desember Irene Ueland, móðir Marenar, lýsir því í samtali við NRK að dóttir sín hafi verið hlýleg og opin. Hún segir vinkonurnar hafa gætt fyllsta öryggis í hvívetna á ferðalögum sínum. Irene segist hafa heyrt síðast í dóttur sinni sunnudaginn 9. desember þegar þær voru nýkomnar til Marokkó. Maren sagði móður sinni að hún og Louisa hefðu það gott en gerði ráð fyrir stopulu símasambandi næstu daga. Þá staðfesti Irene andlát dóttur sinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Ég brotnaði niður og hágrét“ Helle Jespersen, móðir Louisu, ræðir harmleikinn í samtali við danska dagblaðið BT. Hún segir að norskur vinur Louisu hafi sent henni skilaboð í gærkvöldi þar sem hann spurði hvort hún hefði heyrt í Louisu. Hann lýsti yfir áhyggjum vegna frétta af morði á tveimur norrænum konum í Marokkó en Helle hafði ekkert heyrt – og í augnablik var fjölskyldunni létt. Tíu mínútum síðar bönkuðu lögreglumenn á dyr og fluttu fjölskyldunni sorgarfréttir. „Ég vissi hvað hafði gerst. Ég brotnaði niður og hágrét.“ Helle segir dóttur sína hafa verið lífsglaða og jákvæða. Hún minnist dóttur sinnar einnig á Facebook-síðu sinni og segir hátíðarnar sem framundan eru nú þrungnar sorg. Einn handtekinn og tveggja leitað Á vef NRK er jafnframt greint frá því að karlmaður hafi verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu á Maren og Louisu. Maðurinn var handtekinn í Marrakesh, að því er AFP-fréttaveitan hefur eftir marokkóska innanríkisráðuneytinu. Samkvæmt fréttatilkynningu verður maðurinn nú yfirheyrður. Þá hefur VG eftir heimildarmönnum sínum að lögregla leiti tveggja til viðbótar í tengslum við morðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins sáust þrír menn yfirgefa svæðið um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags, nóttina áður en Maren og Louisa fundust myrtar. Yfirvöld staðfestu einnig í dag að norskur lögreglumaður sem starfar í Rabat, höfuðborg Marokkó, væri á leið á vettvang í þeim tilgangi að aðstoða marokkósk lögregluyfirvöld við rannsókn málsins. Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Norrænu konurnar sem voru myrtar á bakpokaferðalagi í Atlasfjallgarðinum í Marokkó í gær hétu Maren Ueland og Louisa Vesterager Jespersen. Ueland var 28 ára og frá bænum Bryne í suðurhluta Noregs. Jespersen var 24 ára frá Danmörku. Einn hefur verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá.Sjá einnig: Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Lík Marenar og Louisu fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakech. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar greina frá því að þær hafi verið myrtar á hrottalegan hátt.Talaði síðast við Maren 9. desember Irene Ueland, móðir Marenar, lýsir því í samtali við NRK að dóttir sín hafi verið hlýleg og opin. Hún segir vinkonurnar hafa gætt fyllsta öryggis í hvívetna á ferðalögum sínum. Irene segist hafa heyrt síðast í dóttur sinni sunnudaginn 9. desember þegar þær voru nýkomnar til Marokkó. Maren sagði móður sinni að hún og Louisa hefðu það gott en gerði ráð fyrir stopulu símasambandi næstu daga. Þá staðfesti Irene andlát dóttur sinnar á Facebook síðu sinni í gær. „Ég brotnaði niður og hágrét“ Helle Jespersen, móðir Louisu, ræðir harmleikinn í samtali við danska dagblaðið BT. Hún segir að norskur vinur Louisu hafi sent henni skilaboð í gærkvöldi þar sem hann spurði hvort hún hefði heyrt í Louisu. Hann lýsti yfir áhyggjum vegna frétta af morði á tveimur norrænum konum í Marokkó en Helle hafði ekkert heyrt – og í augnablik var fjölskyldunni létt. Tíu mínútum síðar bönkuðu lögreglumenn á dyr og fluttu fjölskyldunni sorgarfréttir. „Ég vissi hvað hafði gerst. Ég brotnaði niður og hágrét.“ Helle segir dóttur sína hafa verið lífsglaða og jákvæða. Hún minnist dóttur sinnar einnig á Facebook-síðu sinni og segir hátíðarnar sem framundan eru nú þrungnar sorg. Einn handtekinn og tveggja leitað Á vef NRK er jafnframt greint frá því að karlmaður hafi verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu á Maren og Louisu. Maðurinn var handtekinn í Marrakesh, að því er AFP-fréttaveitan hefur eftir marokkóska innanríkisráðuneytinu. Samkvæmt fréttatilkynningu verður maðurinn nú yfirheyrður. Þá hefur VG eftir heimildarmönnum sínum að lögregla leiti tveggja til viðbótar í tengslum við morðið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins sáust þrír menn yfirgefa svæðið um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags, nóttina áður en Maren og Louisa fundust myrtar. Yfirvöld staðfestu einnig í dag að norskur lögreglumaður sem starfar í Rabat, höfuðborg Marokkó, væri á leið á vettvang í þeim tilgangi að aðstoða marokkósk lögregluyfirvöld við rannsókn málsins.
Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40