London og Liverpool verða rauð Hjörvar Ólafsson skrifar 3. desember 2018 08:30 Rauðu liðin fögnuðu í gær vísir/getty Stuðningsmenn Arsenal og Liverpool munu verða háværir í kaffistofuspjallinu í dag. Liðin unnu annars vegar glæsilegan og hins vegar spennuþrunginn sigur þegar þau fengu nágranna sína í heimsókn. Leikur Arsenal og Tottenham Hotspur sem fram fór á Emirates var ansi kaflaskiptur og endaði með 4-2 sigri heimamanna. Hetjan kom svo úr óvæntri átt þegar Liverpool skoraði sigurmarkið í 1-0 sigrinum gegn Everton. Divock Origi sem ekki hefur átt upp á pallborðið hjá Jürgen Klopp það sem af er leiktíðar skoraði markið sem skildi liðin að á lokaandartökum leiksins. Enn og aftur er það öflug spilamennska Arsenal í seinni hálfleik sem skilar liðinu stigunum þremur. Liðið skoraði þrjú marka sinna í síðari hálfleiknum og hefur þar af leiðandi skorað 24 af 32 deildarmörkum sínum í þeim hálfleik. Það er meira en nokkurt annað lið hefur gert í deildinni til þessa. Ef mörk liðanna í deildinni í seinni hálfleik myndu einungis gilda væri Arsenal í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester City sem myndi ekki haggast úr toppsætinu. Tvær ástæður gætu legið að baki þessum góða árangri hjá Arsenal þegar líða tekur á leikina undir stjórn Unay Emery sem tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í sumar. Annað er það að leikmenn liðsins létu hafa það eftir sér í viðtölum að meiri ákafi væri á æfingum liðsins eftir að hinn spænski Emery tók við og að gott líkamlegt form veitti liðinu ákveðið forskot þegar þreytan fer að síga í andstæðinginn. Hitt er það að Emery hefur í leikjum liðsins geymt ferska fætur í framherjasveit liðsins á varamannabekknum og sett leikmenn inn á eftir um það bil klukkutíma leik til þess að breyta gangi leikjanna. Þannig hefur Alexandre Lacazette verið þó nokkuð í því hlutverki að koma inn af bekknum og sprengja upp leikina líkt og hann gerð í sigrinum gegn Tottenham Hotspur. Þá hefur Pierre Emerick-Aubameyang gert slíkt hið saman í einstaka leikjum. Arsenal jafnaði Tottenham Hotspur að stigum með þessum sigri og komst raunar upp fyrir nágrannaliðið, upp í fjórða sæti deildarinnar, þar sem liðið hefur hagstæðar markatölur. Það lítur allt út fyrir æsispennandi baráttu milli erkifjendanna um sæti á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liverpool heldur svo áfram eltingarleik sínum við Manchester City við topp deildarinnar, en áfram munar tveimur stigum á liðunum eftir þessa umferð. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Stuðningsmenn Arsenal og Liverpool munu verða háværir í kaffistofuspjallinu í dag. Liðin unnu annars vegar glæsilegan og hins vegar spennuþrunginn sigur þegar þau fengu nágranna sína í heimsókn. Leikur Arsenal og Tottenham Hotspur sem fram fór á Emirates var ansi kaflaskiptur og endaði með 4-2 sigri heimamanna. Hetjan kom svo úr óvæntri átt þegar Liverpool skoraði sigurmarkið í 1-0 sigrinum gegn Everton. Divock Origi sem ekki hefur átt upp á pallborðið hjá Jürgen Klopp það sem af er leiktíðar skoraði markið sem skildi liðin að á lokaandartökum leiksins. Enn og aftur er það öflug spilamennska Arsenal í seinni hálfleik sem skilar liðinu stigunum þremur. Liðið skoraði þrjú marka sinna í síðari hálfleiknum og hefur þar af leiðandi skorað 24 af 32 deildarmörkum sínum í þeim hálfleik. Það er meira en nokkurt annað lið hefur gert í deildinni til þessa. Ef mörk liðanna í deildinni í seinni hálfleik myndu einungis gilda væri Arsenal í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester City sem myndi ekki haggast úr toppsætinu. Tvær ástæður gætu legið að baki þessum góða árangri hjá Arsenal þegar líða tekur á leikina undir stjórn Unay Emery sem tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í sumar. Annað er það að leikmenn liðsins létu hafa það eftir sér í viðtölum að meiri ákafi væri á æfingum liðsins eftir að hinn spænski Emery tók við og að gott líkamlegt form veitti liðinu ákveðið forskot þegar þreytan fer að síga í andstæðinginn. Hitt er það að Emery hefur í leikjum liðsins geymt ferska fætur í framherjasveit liðsins á varamannabekknum og sett leikmenn inn á eftir um það bil klukkutíma leik til þess að breyta gangi leikjanna. Þannig hefur Alexandre Lacazette verið þó nokkuð í því hlutverki að koma inn af bekknum og sprengja upp leikina líkt og hann gerð í sigrinum gegn Tottenham Hotspur. Þá hefur Pierre Emerick-Aubameyang gert slíkt hið saman í einstaka leikjum. Arsenal jafnaði Tottenham Hotspur að stigum með þessum sigri og komst raunar upp fyrir nágrannaliðið, upp í fjórða sæti deildarinnar, þar sem liðið hefur hagstæðar markatölur. Það lítur allt út fyrir æsispennandi baráttu milli erkifjendanna um sæti á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liverpool heldur svo áfram eltingarleik sínum við Manchester City við topp deildarinnar, en áfram munar tveimur stigum á liðunum eftir þessa umferð.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira