„Hef ekki verið svona hamingjusamur í langan tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2018 19:30 Derrick Rose. Vísir/Getty Það hefur verið auðvelt fyrir flesta að gleðjast með Derrick Rose í NBA-deildinni í vetur. Rose hefur átt eftirtektarverða endurkomu í deildina eftir mjög erfiða tíma síðustu ár. Derrick Rose var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar tímabilið 2010-11 en sleit krossband í fyrsta leik í úrslitakeppninni 2012 og hefur síðan glímt við hver meiðslin á fætur öðrum. Derrick Rose spilar nú með liði Minnesota Timberwolves þar sem hann er að koma með mikinn kraft inn af bekknum. Rose náði einum 50 stiga leik a móti Utah Jazz í lok október og hefur tíu sinnum skorað meira en 20 stig í leik í vetur. „Ég hef ekki verið svona hamingjusamur í langan tíma,“ sagði Derrick Rose í viðtali við Star Tribune."This is the happiest I’ve been in a long time." Derrick Rose is enjoying his bounce-back season with the Timberwolves and has his sights on the Sixth Man of the Year award: https://t.co/8SHVeAOq8upic.twitter.com/b7KsdgQZ5v — Sporting News (@sportingnews) December 3, 2018„Nú er ég hættur að hafa áhyggjur af því sem fjölmiðlarnir eru að segja um mig eins og ég gerði áður í Chicago. Ég þarf heldur ekki að eiga við skrifstofumennina eins og í Chicago eða glíma við önnur viðlíka vandamál,“ sagði Rose. Star Tribune ræddi við hann eftir leik á móti Boston Celtics sem Minnesota Timberwolves tapaði reyndar með níu stigum en Derrick Rose skoraði 26 stig á 29 mínútum. Derrick Rose hefur sett stefnuna á það að vera kosinn besti sjötti leikmaðurinn í deildinni (besti varamaðurinn) en hann er með 19,3 stig og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á 29.5 mínútum í leik. Rose hefur komið inn af bekknum í 16 af 21 leik. „Það væri gaman að vinna verðlaunin sem besti sjötta maðurinn. Ég tel að það sé ekkert slæmt að viðurkenna það eða lélegt markmið fyrir mig þegar ég er að koma inn af bekknum. Ég vil vera besti varamaðurinn. Þannig líður mér og þannig tel ég mig geta hjálpað liðinu,“ sagði Derrick Rose. „Það er svolítið skrýtið að koma inn af bekknum en að sama skapi er það ástæðan fyrir því að ég er hér. Ég er hér til að skila mínu starfi og hjálpa ungu strákunum,“ sagði Derrick Rose. NBA Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Það hefur verið auðvelt fyrir flesta að gleðjast með Derrick Rose í NBA-deildinni í vetur. Rose hefur átt eftirtektarverða endurkomu í deildina eftir mjög erfiða tíma síðustu ár. Derrick Rose var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar tímabilið 2010-11 en sleit krossband í fyrsta leik í úrslitakeppninni 2012 og hefur síðan glímt við hver meiðslin á fætur öðrum. Derrick Rose spilar nú með liði Minnesota Timberwolves þar sem hann er að koma með mikinn kraft inn af bekknum. Rose náði einum 50 stiga leik a móti Utah Jazz í lok október og hefur tíu sinnum skorað meira en 20 stig í leik í vetur. „Ég hef ekki verið svona hamingjusamur í langan tíma,“ sagði Derrick Rose í viðtali við Star Tribune."This is the happiest I’ve been in a long time." Derrick Rose is enjoying his bounce-back season with the Timberwolves and has his sights on the Sixth Man of the Year award: https://t.co/8SHVeAOq8upic.twitter.com/b7KsdgQZ5v — Sporting News (@sportingnews) December 3, 2018„Nú er ég hættur að hafa áhyggjur af því sem fjölmiðlarnir eru að segja um mig eins og ég gerði áður í Chicago. Ég þarf heldur ekki að eiga við skrifstofumennina eins og í Chicago eða glíma við önnur viðlíka vandamál,“ sagði Rose. Star Tribune ræddi við hann eftir leik á móti Boston Celtics sem Minnesota Timberwolves tapaði reyndar með níu stigum en Derrick Rose skoraði 26 stig á 29 mínútum. Derrick Rose hefur sett stefnuna á það að vera kosinn besti sjötti leikmaðurinn í deildinni (besti varamaðurinn) en hann er með 19,3 stig og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á 29.5 mínútum í leik. Rose hefur komið inn af bekknum í 16 af 21 leik. „Það væri gaman að vinna verðlaunin sem besti sjötta maðurinn. Ég tel að það sé ekkert slæmt að viðurkenna það eða lélegt markmið fyrir mig þegar ég er að koma inn af bekknum. Ég vil vera besti varamaðurinn. Þannig líður mér og þannig tel ég mig geta hjálpað liðinu,“ sagði Derrick Rose. „Það er svolítið skrýtið að koma inn af bekknum en að sama skapi er það ástæðan fyrir því að ég er hér. Ég er hér til að skila mínu starfi og hjálpa ungu strákunum,“ sagði Derrick Rose.
NBA Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins