Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. desember 2018 19:00 Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. Ávanabindandi lyf eru sterk verkjalyf á borð við Parkodín forte, Oxýcódon og morfín, Róandi og kvíðastillandi lyf eins og Alprazólam, svefnlyf eins og Imovane, og örvandi lyf eins og amfetamín. Það sem af er ári hafa 97.606 einstaklingar fengið ávísað ávanabindandi lyfjum á Íslandi, árið 2017 voru þeir samanlagt 103.910.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis„Það er að draga verulega úr ávísunum ópíóða og eins með róandi lyfin það dregur aðeins úr því fyrir sum lyfin. svefnlyf og örvandi lyf standa í stað,“ segir Ólafur Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis. Hann segir þennan árangur hafa náðst meðal annars með auknu aðgengi lækna að upplýsingum og nýrri reglugerð með hertari reglum um ávísanir. Í tölfræðilegum samanburði nota Íslendingar enn mun meira af ávanabindandi lyfjum en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Til að mynda nota Íslendingar helmingi meiri svefnlyf en Norðmenn. Ólafur segir að svokallað læknaráp sé hluti af vandamálinu. Þegar einn læknir reynir að takmarka ávísun áávanabindandi lyf getur fólk hæglega leitað til annarra lækna. „Ráp milli lækna en ennþá vandamál þó svo að læknar séu komnir með aðgang að lyfjagagnagrunni. Við sjáum að það sem af er árinu hafa yfir tvö hundruð einstaklingar fengið ávísað ávanabindandi lyf hjá tíu eða fleiri læknum ,“ segir Ólafur og bætir við að embættið líti þessi mál alvarlegum augum og reyni að bregast við. Ólafur áréttar þó að meirihluti lækna sé meðþessi mál í góðu lagi. „Tiltölulega lítill hópur sem við sjáum að eru að ávísa mun meira en aðrir læknar. Á þessu ári höfum við verið að senda bréf til fjörutíu lækna,“ segir Ólafur. Lokaúrræðið er að svipta lækna leyfi til aðávísa lyfjum en eins og staðan er í dag eru nokkrir læknar án leyfis til að ávísa ávanabindandi lyf. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. Ávanabindandi lyf eru sterk verkjalyf á borð við Parkodín forte, Oxýcódon og morfín, Róandi og kvíðastillandi lyf eins og Alprazólam, svefnlyf eins og Imovane, og örvandi lyf eins og amfetamín. Það sem af er ári hafa 97.606 einstaklingar fengið ávísað ávanabindandi lyfjum á Íslandi, árið 2017 voru þeir samanlagt 103.910.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis„Það er að draga verulega úr ávísunum ópíóða og eins með róandi lyfin það dregur aðeins úr því fyrir sum lyfin. svefnlyf og örvandi lyf standa í stað,“ segir Ólafur Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti landlæknis. Hann segir þennan árangur hafa náðst meðal annars með auknu aðgengi lækna að upplýsingum og nýrri reglugerð með hertari reglum um ávísanir. Í tölfræðilegum samanburði nota Íslendingar enn mun meira af ávanabindandi lyfjum en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Til að mynda nota Íslendingar helmingi meiri svefnlyf en Norðmenn. Ólafur segir að svokallað læknaráp sé hluti af vandamálinu. Þegar einn læknir reynir að takmarka ávísun áávanabindandi lyf getur fólk hæglega leitað til annarra lækna. „Ráp milli lækna en ennþá vandamál þó svo að læknar séu komnir með aðgang að lyfjagagnagrunni. Við sjáum að það sem af er árinu hafa yfir tvö hundruð einstaklingar fengið ávísað ávanabindandi lyf hjá tíu eða fleiri læknum ,“ segir Ólafur og bætir við að embættið líti þessi mál alvarlegum augum og reyni að bregast við. Ólafur áréttar þó að meirihluti lækna sé meðþessi mál í góðu lagi. „Tiltölulega lítill hópur sem við sjáum að eru að ávísa mun meira en aðrir læknar. Á þessu ári höfum við verið að senda bréf til fjörutíu lækna,“ segir Ólafur. Lokaúrræðið er að svipta lækna leyfi til aðávísa lyfjum en eins og staðan er í dag eru nokkrir læknar án leyfis til að ávísa ávanabindandi lyf.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira