Sömdu um að hann myndi ekki æfa með liðsfélögum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 13:00 JR Smith fagnar með LeBron James. Nú eru þeir báðir hættir að spila fyrir Cleveland Cavaliers. Vísir/Getty JR Smith er á leið burtu frá NBA-liðinu Cleveland Cavaliers en hann hefur viljað losna frá liðinu eiginlega alveg síðan að Lebron James yfirgaf Cleveland og allir titladraumar Cavaliers dóu samstundis. Það athyglisverða við stöðu mála er hinsvegar nýtt samkomulag á milli JR Smith og Cleveland Cavaliers. JR Smith er enn á samningi hjá Cleveland en hann samdi um það við félagið að þurfa ekki að æfa með liðsfélögum sínum. JR Smith mun æfa einn á meðan Cavaliers (og örugglega hann sjálfur) leita að leikmannaskiptum sem ganga upp. Cleveland Cavaliers er þannig tilbúið að borga honum fyrir að vera ekki á svæðinu. JR Smith fær 14,7 milljónir dollara frá Cleveland Cavaliers fyrir þetta tímabil eða 1,8 milljarða íslenskra króna. JR Smith á síðan að fá 15,6 milljonir dollara fyrir lokaárið sitt.#Cavs announce @TheRealJRSmith will no longer be with the team. Full release: https://t.co/gMrvBMJPsnpic.twitter.com/JqTyoxqWZR — Joe Gabriele (@CavsJoeG) November 20, 2018JR Smith hefur spilað með Cleveland Cavaliers frá árinu 2015 og var algjör lykilmaður í meistaraliðinu árið 2016. JR Smith hefur bara skorað 6,7 stig að meðaltali á 20,2 mínútum í vetur en var með með 12,4 stig að meðaltali 2015-16 tímabilið. Frá og með vistaskiptum LeBron James hefur JR Smith verið alveg ómögulegur. Hann hefur talað um það að vilja losna frá Cleveland og fór aldrei í neinar felur með það í viðtölum við fjölmiðla. Hann var hinsvegar farinn að ganga enn lengra í viðtölum sínum. JR Smith sakaði Cleveland Cavaliers þannig um það að vilja ekki lengur vinna leiki til að auka möguleika sína á fyrsta valrétti í nýliðavalinu næsta sumar. „Ég held að markmiðið sé ekki að vinna. Markmiðið er ekki að vinna eins marga leiki og hægt er. Ég held að markmið liðsins sé núna að þroska sína leikmenn og tryggja sér góðan valrétt. Ég held líka að það hafi alltaf verið planið,“ sagði JR Smith við The Athletic. Það er því kannski ekkert skrýtið að forráðamenn Cleveland Cavaliers séu búnir að fá nóg og vilji ekki hafa JR Smith lengur á svæðinu. Það breytir þó ekki því að Cleveland Cavaliers er og stefnir í það að vera lélegasta lið NBA á leiktíðinni. Cavaliers hefur aðeins unnið 2 af 15 leikjum sínum og er í 30. sæti af 30. liðum yfir besta sigurhlutfallið í deildinni. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
JR Smith er á leið burtu frá NBA-liðinu Cleveland Cavaliers en hann hefur viljað losna frá liðinu eiginlega alveg síðan að Lebron James yfirgaf Cleveland og allir titladraumar Cavaliers dóu samstundis. Það athyglisverða við stöðu mála er hinsvegar nýtt samkomulag á milli JR Smith og Cleveland Cavaliers. JR Smith er enn á samningi hjá Cleveland en hann samdi um það við félagið að þurfa ekki að æfa með liðsfélögum sínum. JR Smith mun æfa einn á meðan Cavaliers (og örugglega hann sjálfur) leita að leikmannaskiptum sem ganga upp. Cleveland Cavaliers er þannig tilbúið að borga honum fyrir að vera ekki á svæðinu. JR Smith fær 14,7 milljónir dollara frá Cleveland Cavaliers fyrir þetta tímabil eða 1,8 milljarða íslenskra króna. JR Smith á síðan að fá 15,6 milljonir dollara fyrir lokaárið sitt.#Cavs announce @TheRealJRSmith will no longer be with the team. Full release: https://t.co/gMrvBMJPsnpic.twitter.com/JqTyoxqWZR — Joe Gabriele (@CavsJoeG) November 20, 2018JR Smith hefur spilað með Cleveland Cavaliers frá árinu 2015 og var algjör lykilmaður í meistaraliðinu árið 2016. JR Smith hefur bara skorað 6,7 stig að meðaltali á 20,2 mínútum í vetur en var með með 12,4 stig að meðaltali 2015-16 tímabilið. Frá og með vistaskiptum LeBron James hefur JR Smith verið alveg ómögulegur. Hann hefur talað um það að vilja losna frá Cleveland og fór aldrei í neinar felur með það í viðtölum við fjölmiðla. Hann var hinsvegar farinn að ganga enn lengra í viðtölum sínum. JR Smith sakaði Cleveland Cavaliers þannig um það að vilja ekki lengur vinna leiki til að auka möguleika sína á fyrsta valrétti í nýliðavalinu næsta sumar. „Ég held að markmiðið sé ekki að vinna. Markmiðið er ekki að vinna eins marga leiki og hægt er. Ég held að markmið liðsins sé núna að þroska sína leikmenn og tryggja sér góðan valrétt. Ég held líka að það hafi alltaf verið planið,“ sagði JR Smith við The Athletic. Það er því kannski ekkert skrýtið að forráðamenn Cleveland Cavaliers séu búnir að fá nóg og vilji ekki hafa JR Smith lengur á svæðinu. Það breytir þó ekki því að Cleveland Cavaliers er og stefnir í það að vera lélegasta lið NBA á leiktíðinni. Cavaliers hefur aðeins unnið 2 af 15 leikjum sínum og er í 30. sæti af 30. liðum yfir besta sigurhlutfallið í deildinni.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira