Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Sighvatur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 20:36 Íbúafundur stendur yfir í Hljómahöll í Reykjanesbæ vegna kísilvers í Helguvík. Örn Steinar Sigurðsson frá Verkís fer yfir breytingar sem gera á. Vísir/Sighvatur Vandamál vegna lyktar frá kísilverinu í Helguvík tengdust óstöðguleika í rekstri ofnsins, tíðum stoppum á framleiðslu versins og of lágu hitastigi á ofninum. Þetta kom fram í kynningu Arnar Steinars Sigurðssonar frá Verkís á íbúafundi sem nú stendur yfir í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á fundinum er farið yfir þær breytingar sem á að gera á verksmiðjunni sem missti starfsleyfi sitt 1. september á síðasta ári vegna vandamála vegna loftgæða, ófullnægjandi meðhöndlunar hráefna, frágangs á lóð og fleiri atriða.Tom Arild OlsenVísir/SighvaturÖrn Steinar sagði að breytingar yrðu gerðar á ofni verksmiðjunnar. Meðal annars ætti að skipta um fóðringu hans en grunur leikur á að hún hafi verið gölluð. Hann segir að áhersla verði lögð á loftgæði vegna reksturs verksmiðjunnar.Norskur ráðgjafi ósáttur við verksmiðjuna Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult, segir að allt of oft hefði ofn verksmiðjunnar verið stöðvaður og ræstur á ný með tilheyrandi mengun. „Við vorum ekki hrifin af því sem við sáum í verksmiðjunni,“ sagði Tom í framsögu sinni á íbúafundinum í Reykjanesbæ í kvöld. Tom kynnti niðurstöður lyktarmælinga sem leiða í ljós að á þeim tímabilum sem rekstur verksmiðjunnar var óstöðugur bárust fleiri tilkynningar um lykt. Í máli Tom kom fram að nauðsynlegt væri að tryggja stöðugan og eðlilegan rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík til að minnka mengun frá henni. Fækka þyrfti ofnstoppum verulega, stytta tíma sem það tekur fyrir ofninn að ná fullu álagi eftir skipulögð ofnstopp, ásamt því sem gera þyrfti breytingar á ofninum og ýmsum búnaði. United Silicon Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Vandamál vegna lyktar frá kísilverinu í Helguvík tengdust óstöðguleika í rekstri ofnsins, tíðum stoppum á framleiðslu versins og of lágu hitastigi á ofninum. Þetta kom fram í kynningu Arnar Steinars Sigurðssonar frá Verkís á íbúafundi sem nú stendur yfir í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á fundinum er farið yfir þær breytingar sem á að gera á verksmiðjunni sem missti starfsleyfi sitt 1. september á síðasta ári vegna vandamála vegna loftgæða, ófullnægjandi meðhöndlunar hráefna, frágangs á lóð og fleiri atriða.Tom Arild OlsenVísir/SighvaturÖrn Steinar sagði að breytingar yrðu gerðar á ofni verksmiðjunnar. Meðal annars ætti að skipta um fóðringu hans en grunur leikur á að hún hafi verið gölluð. Hann segir að áhersla verði lögð á loftgæði vegna reksturs verksmiðjunnar.Norskur ráðgjafi ósáttur við verksmiðjuna Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult, segir að allt of oft hefði ofn verksmiðjunnar verið stöðvaður og ræstur á ný með tilheyrandi mengun. „Við vorum ekki hrifin af því sem við sáum í verksmiðjunni,“ sagði Tom í framsögu sinni á íbúafundinum í Reykjanesbæ í kvöld. Tom kynnti niðurstöður lyktarmælinga sem leiða í ljós að á þeim tímabilum sem rekstur verksmiðjunnar var óstöðugur bárust fleiri tilkynningar um lykt. Í máli Tom kom fram að nauðsynlegt væri að tryggja stöðugan og eðlilegan rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík til að minnka mengun frá henni. Fækka þyrfti ofnstoppum verulega, stytta tíma sem það tekur fyrir ofninn að ná fullu álagi eftir skipulögð ofnstopp, ásamt því sem gera þyrfti breytingar á ofninum og ýmsum búnaði.
United Silicon Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira