Hlýða á Gullfoss í aðdraganda tónleika Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 09:30 Edwige Herchenroder og Andri Björn hafa bæði hlotið verðlaun á hátíðinni Aix-en-Provence. Fréttablaðið/Anton Brink Andri Björn svarar símanum við sjálfan Gullfoss. „Ég er hér í líki leiðsögumanns að sýna píanóleikaranum, henni Edwige, eina af perlum Íslands. Hún er frönsk og er hér bara þessa viku,“ segir hann og á við Edwige Herchenroder sem kemur fram með honum í Salnum í kvöld á ljóðatónleikunum Ástin og dauðinn í Tíbrá sem hefjast klukkan 20. Þau munu flytja verk eftir tónskáldin Franz Schubert, Johannes Brahms, Robert Schumann, Hugo Wolf, Carl Loewe, Edvard Grieg, Árna Thorsteinson, Vaughan Williams og Ivor Gurney. „Við fluttum þetta prógramm á tónlistarhátíðinni Aix-en-Provence í Frakklandi fyrir tveimur árum og aftur í óperunni í Lille,“ segir Andri Björn og kveðst þekkja Edwige síðan á námsárum í Royal Academy of Music í London. Síðasta hálfa árið hefur Andri Björn sungið í nýrri óperu eftir Georg Benjamin, Lessons in Love and Violence, sem var frumflutt í maí í Covent Garden í London. „Við erum búin að fara með óperuna til Amsterdam og eftir áramótin sýnum við hana í Hamborg og síðan Lyon. Ég er þar í hlutverki manns sem heldur því fram að hann eigi að vera kóngur en mætir mikilli andspyrnu og endar með að vera drepinn mjög grimmilega á sviðinu.“ Andri Björn kveðst búa í heimabæ konu sinnar, Ruth Jenkins sópransöngkonu, rétt hjá Newcastle á Norðaustur-Englandi. Upplýsir að þau eigi litla stúlku og strákur sé á leiðinni. „Ég ferðast því dálítið í lestum upp og niður austurströndina, þegar ég vinn í London, það tekur bara tæpa þrjá tíma.“ Nú, þú prjónar bara á meðan! grínast ég. „Já, ég er reyndar prjónari en þó ekki eins öflugur og Pétur vinur minn sem hefur verið heilmikið í fréttunum að undanförnu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Andri Björn svarar símanum við sjálfan Gullfoss. „Ég er hér í líki leiðsögumanns að sýna píanóleikaranum, henni Edwige, eina af perlum Íslands. Hún er frönsk og er hér bara þessa viku,“ segir hann og á við Edwige Herchenroder sem kemur fram með honum í Salnum í kvöld á ljóðatónleikunum Ástin og dauðinn í Tíbrá sem hefjast klukkan 20. Þau munu flytja verk eftir tónskáldin Franz Schubert, Johannes Brahms, Robert Schumann, Hugo Wolf, Carl Loewe, Edvard Grieg, Árna Thorsteinson, Vaughan Williams og Ivor Gurney. „Við fluttum þetta prógramm á tónlistarhátíðinni Aix-en-Provence í Frakklandi fyrir tveimur árum og aftur í óperunni í Lille,“ segir Andri Björn og kveðst þekkja Edwige síðan á námsárum í Royal Academy of Music í London. Síðasta hálfa árið hefur Andri Björn sungið í nýrri óperu eftir Georg Benjamin, Lessons in Love and Violence, sem var frumflutt í maí í Covent Garden í London. „Við erum búin að fara með óperuna til Amsterdam og eftir áramótin sýnum við hana í Hamborg og síðan Lyon. Ég er þar í hlutverki manns sem heldur því fram að hann eigi að vera kóngur en mætir mikilli andspyrnu og endar með að vera drepinn mjög grimmilega á sviðinu.“ Andri Björn kveðst búa í heimabæ konu sinnar, Ruth Jenkins sópransöngkonu, rétt hjá Newcastle á Norðaustur-Englandi. Upplýsir að þau eigi litla stúlku og strákur sé á leiðinni. „Ég ferðast því dálítið í lestum upp og niður austurströndina, þegar ég vinn í London, það tekur bara tæpa þrjá tíma.“ Nú, þú prjónar bara á meðan! grínast ég. „Já, ég er reyndar prjónari en þó ekki eins öflugur og Pétur vinur minn sem hefur verið heilmikið í fréttunum að undanförnu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira