Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2018 18:00 Áætlað er að eyjaskeggjar telji milli fimmtíu og 150. Mynd/Indverska strandgæslan Lögreglan á Indlandi segir erfitt að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau, sem drepinn var af meðlimum einangraðs ættbálks á eyju í Indlandshafi í síðustu viku. Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. Íbúar eyjunnar kallast Sentinelese og hafa búið þar í tugi þúsunda ára og nánast án samskipta við umheiminn. Ekki er vitað hve margir íbúar eyjunnar eru en áætlað er að þeir telji milli fimmtíu og 150. P.C. Joshi, er mannfræðingur hjá háskólanum í Delhi í Indlandi en í samtali við AP fréttaveituna segir hann að Chau hafi ekki bara stofnað eigin lífi í hættu. Hann hafi sömuleiðis stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu.Bannað er með lögum að fara til eyjunnar og er þeim lögum ætlað að vernda eyjarskeggjanna. Vegna einangrunar þeirra er talið víst að þeir séu ekki ónæmir fyrir sjúkdómum, sem flestir jarðarbúar telja smáræði, og gæti venjulegur maður smitað þá mjög auðveldlega. „Þeir eru ekki ónæmir neinu,“ sagði Chau. „Hefðbundin flensa gæti leitt þau til dauða.“ Í rauninni eru samskipti við íbúa nokkurra ættbálka á svæðinu bönnuð og er það til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Í skilaboðum sem hann skrifaði til fjölskyldu sinnar sagði hann að líklega teldi fólk hann vera klikkaðan en hann var viss um að það væri þess virði að boða kristna trú á North Sentinel og „byggja konungsríki Jesú“. Þá óskaði Chau þess í dagbókinni að hann myndi lifa trúboðið af en sagði fjölskyldu sinni að kenna eyjarskeggjunum ekki um, ef hann myndi ekki lifa af. Svo virðist þó sem að Chau hafi átt í samskiptum við ættbálkinn. BBC ræddi við Jeff King, yfirmann samtaka trúboða sem Chau var meðlimur í, og höfðu þeir verið í samskiptum. King segir Chau hafa skipulagt ferðina í langan tíma.King segir einnig að Chau hafi farið þrisvar eða fjórum sinnum í land daginn sem hann var drepinn. Fyrst hafi hann verið rekinn á brott og í annað skiptið hafi hann tekið tvo fiska með sér til að gefa eyjarskeggjunum.„Eins og ég skildi þetta, þá tóku þeir við fiskunum. Þeir sátu saman í um klukkustund og hann sagði að þeir hefðu orðið ógnandi og skotið að honum. Þá fór hann aftur í bátinn,“ segir King. Chau fór svo aftur í land næsta dag, þann 16. nóvember. Ekki er vitað hvað gerðist þá en samkvæmt AP sáu sjómennirnir hvernig eyjarskeggjarnir drógu lík Chau niður á strönd degi seinna og grófu hann. Verið er að ræða við sérfræðinga um hvernig best sé að reyna að ná líki hans af eyjunni. Yfirvöld Indlands búast þó við því að það muni taka einhverja daga.Segjast fyrirgefa eyjarskeggjum Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður. Fjölskylda Chau sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í dag en þar segir að þau fyrirgefið eyjarskeggjunum fyrir að bana honum. Þá kallar fjölskyldan eftir því að Indverjar sleppi þeim sjö sem hafa verið handteknir úr haldi. View this post on Instagram John Allen Chau A post shared by John Chau (@johnachau) on Nov 21, 2018 at 11:36am PST Asía Indland Tengdar fréttir Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Lögreglan á Indlandi segir erfitt að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau, sem drepinn var af meðlimum einangraðs ættbálks á eyju í Indlandshafi í síðustu viku. Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. Íbúar eyjunnar kallast Sentinelese og hafa búið þar í tugi þúsunda ára og nánast án samskipta við umheiminn. Ekki er vitað hve margir íbúar eyjunnar eru en áætlað er að þeir telji milli fimmtíu og 150. P.C. Joshi, er mannfræðingur hjá háskólanum í Delhi í Indlandi en í samtali við AP fréttaveituna segir hann að Chau hafi ekki bara stofnað eigin lífi í hættu. Hann hafi sömuleiðis stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu.Bannað er með lögum að fara til eyjunnar og er þeim lögum ætlað að vernda eyjarskeggjanna. Vegna einangrunar þeirra er talið víst að þeir séu ekki ónæmir fyrir sjúkdómum, sem flestir jarðarbúar telja smáræði, og gæti venjulegur maður smitað þá mjög auðveldlega. „Þeir eru ekki ónæmir neinu,“ sagði Chau. „Hefðbundin flensa gæti leitt þau til dauða.“ Í rauninni eru samskipti við íbúa nokkurra ættbálka á svæðinu bönnuð og er það til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Í skilaboðum sem hann skrifaði til fjölskyldu sinnar sagði hann að líklega teldi fólk hann vera klikkaðan en hann var viss um að það væri þess virði að boða kristna trú á North Sentinel og „byggja konungsríki Jesú“. Þá óskaði Chau þess í dagbókinni að hann myndi lifa trúboðið af en sagði fjölskyldu sinni að kenna eyjarskeggjunum ekki um, ef hann myndi ekki lifa af. Svo virðist þó sem að Chau hafi átt í samskiptum við ættbálkinn. BBC ræddi við Jeff King, yfirmann samtaka trúboða sem Chau var meðlimur í, og höfðu þeir verið í samskiptum. King segir Chau hafa skipulagt ferðina í langan tíma.King segir einnig að Chau hafi farið þrisvar eða fjórum sinnum í land daginn sem hann var drepinn. Fyrst hafi hann verið rekinn á brott og í annað skiptið hafi hann tekið tvo fiska með sér til að gefa eyjarskeggjunum.„Eins og ég skildi þetta, þá tóku þeir við fiskunum. Þeir sátu saman í um klukkustund og hann sagði að þeir hefðu orðið ógnandi og skotið að honum. Þá fór hann aftur í bátinn,“ segir King. Chau fór svo aftur í land næsta dag, þann 16. nóvember. Ekki er vitað hvað gerðist þá en samkvæmt AP sáu sjómennirnir hvernig eyjarskeggjarnir drógu lík Chau niður á strönd degi seinna og grófu hann. Verið er að ræða við sérfræðinga um hvernig best sé að reyna að ná líki hans af eyjunni. Yfirvöld Indlands búast þó við því að það muni taka einhverja daga.Segjast fyrirgefa eyjarskeggjum Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður. Fjölskylda Chau sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í dag en þar segir að þau fyrirgefið eyjarskeggjunum fyrir að bana honum. Þá kallar fjölskyldan eftir því að Indverjar sleppi þeim sjö sem hafa verið handteknir úr haldi. View this post on Instagram John Allen Chau A post shared by John Chau (@johnachau) on Nov 21, 2018 at 11:36am PST
Asía Indland Tengdar fréttir Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05