Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2018 23:04 John Allen Chau er hér með Casey Prince í Cape Town í Suður-Afríku, nokkrum dögum áður en hann fór til North Sentinel. AP/Sarah Prince Trúboðinn John Allen Chau óttaðist að deyja á eyjunni North Sentinel í Indlandshafi en taldi sig vera handbendi guðs. Hann var að endingu drepinn af meðlimum ættbálksins Sentinelese sem búa á eyjunni og hafa gert það nánast án samskipta við annað fólk í þúsundir ára. Chau fór þangað í trássi við lög Indlands og þrátt fyrir að hann gæti mögulega smitað alla íbúa eyjunnar af sjúkdómum sem þau eru ekki ónæm fyrir. Ferð Chau hefur vakið mikla reiði í Indlandi. Trúboðar eru oft litnir hornauga þar og gagnrýnendur Chau segja hann hafa verið sjálfselskan og hann hafi mögulega stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu. Samkvæmt lögum Indlands er bannað að fara að eyjunni og að fljúga yfir hana. Lögunum er ætlað að vernda ættbálkinn sem býr þar og lífshætti þeirra. Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. Móðir Chau lét blaðamann Washington Post hafa eintök af dagbók þessari.Sjá einnig: Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Dagbókin sýnir að Chau var heltikinn af því að færa Sentinelese-fólkinu kristna trú.„Guð, er þessi eyja síðasta vígi Satans þar sem enginn hefur heyrt eða haft möguleika á því að heyra nafn þitt?,“ skrifaði Chau í dagbók sína. Skrif Chau sýna einnig fram á að hann vissi vel að það sem hann ætlaði sér var ólöglegt, þar sem hann skrifaði um hvernig guð hefði verndað hann og sjómennina frá skipum Landhelgisgæslu Indlands og öðrum laganna vörðum. Chau lýsti því hvernig hann reyndi að ná sambandi við eyjarskeggja með gjöfum og sálmasöng. Þá skrifaði hann einnig um það hvernig eyjarskeggjar tjáðu sig. Hann sagði tungumál þeirra felast í hátíðnihljóðum og miklum handahreyfingum. Fyrir síðustu ferð hans í land velti Chau vöngum yfir því hvort hann ætti að hætta við. Hann vildi ekki deyja en bað guð um að fyrirgefa hverjum þeim sem reyndu að drepa hann og þá sérstaklega þeim sem tækist það. Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn sem fluttu hann til eyjunnar, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður. Asía Indland Tengdar fréttir Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00 Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Trúboðinn John Allen Chau óttaðist að deyja á eyjunni North Sentinel í Indlandshafi en taldi sig vera handbendi guðs. Hann var að endingu drepinn af meðlimum ættbálksins Sentinelese sem búa á eyjunni og hafa gert það nánast án samskipta við annað fólk í þúsundir ára. Chau fór þangað í trássi við lög Indlands og þrátt fyrir að hann gæti mögulega smitað alla íbúa eyjunnar af sjúkdómum sem þau eru ekki ónæm fyrir. Ferð Chau hefur vakið mikla reiði í Indlandi. Trúboðar eru oft litnir hornauga þar og gagnrýnendur Chau segja hann hafa verið sjálfselskan og hann hafi mögulega stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu. Samkvæmt lögum Indlands er bannað að fara að eyjunni og að fljúga yfir hana. Lögunum er ætlað að vernda ættbálkinn sem býr þar og lífshætti þeirra. Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. Móðir Chau lét blaðamann Washington Post hafa eintök af dagbók þessari.Sjá einnig: Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Dagbókin sýnir að Chau var heltikinn af því að færa Sentinelese-fólkinu kristna trú.„Guð, er þessi eyja síðasta vígi Satans þar sem enginn hefur heyrt eða haft möguleika á því að heyra nafn þitt?,“ skrifaði Chau í dagbók sína. Skrif Chau sýna einnig fram á að hann vissi vel að það sem hann ætlaði sér var ólöglegt, þar sem hann skrifaði um hvernig guð hefði verndað hann og sjómennina frá skipum Landhelgisgæslu Indlands og öðrum laganna vörðum. Chau lýsti því hvernig hann reyndi að ná sambandi við eyjarskeggja með gjöfum og sálmasöng. Þá skrifaði hann einnig um það hvernig eyjarskeggjar tjáðu sig. Hann sagði tungumál þeirra felast í hátíðnihljóðum og miklum handahreyfingum. Fyrir síðustu ferð hans í land velti Chau vöngum yfir því hvort hann ætti að hætta við. Hann vildi ekki deyja en bað guð um að fyrirgefa hverjum þeim sem reyndu að drepa hann og þá sérstaklega þeim sem tækist það. Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn sem fluttu hann til eyjunnar, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður.
Asía Indland Tengdar fréttir Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00 Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00
Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05