Helena hafði betur gegn Haukum í fyrsta leiknum með Val Anton Ingi Leifsson skrifar 25. nóvember 2018 21:09 Helena er hún skrifaði undir. vísir/vilhelm Nýliðar KR eru áfram á toppi Dominos-deildar kvenna eftir þrettán stiga sigur á Stjörnunni, 82-69, í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld. KR byrjaði af miklum krafti og var tólf stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 26-14, en leiddi svo með sextán stigum er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 48-32. Stjarnan náði ágætis áhlaupi í síðari hálfleik en í raun var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Lokaniðurstaðan nokkuð þægilegur þrettán stiga sigur Vesturbæjarliðsins, 82-69. Orla O'Reilly skoraði 29 stig fyrir KR auk þess að taka ellefu fráköst. Kiana Johnson skoraði 22 stig, gaf sex stoðsendingar og fiskaði sjö villur. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir gerði tíu stig. Danielle Victoria Rodriguez var einu sinni sem oftar stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðesndingar. Næst komu Bríet Sif Hinriksdóttir og Maria Palacios með ellefu stig hvor. KR er með fjórtán stig á toppi deildarinnar ásamt Snæfell og Keflavík en Stjarnan er í fjórða sætinu með tíu stig. Keflavík burstaði einmitt Snæfell í stórleik kvöldsins en nánar má lesa um þann leik hér. Helena Sverrisdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val gegn sínu uppeldisfélagi Haukum í kvöld er Valsstúlkur unnu sextán stiga sigur, 88-72, í KFUM-slagnum á Hlíðarenda í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en öflugur annar leikhluti skilaði Valsstúlkum forystunni í hálfleik, 47-34. Þær héldu svo vel á spilunum í síðari hálfleik og unnu öruggan sextán stiga sigur. Stigahæst Valsstúlkna var Heather Butler með tuttugu stig en Helena gerði þrettán stig, gaf sex stoðsendingar og tók sjö fráköst. Valsstúlkur voru 25 stigum í plús með Helenu inn á vellinum. Liðsstyrkur og rúmlega það. Í liði Hauka var það LeLe Hardy sem bar upp sóknarleikinn. Hún skoraði 25 stig en næst kom Eva Margrét Kristjánsdóttir með ellefu stig. Haukarnir sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar eru með fjögur stig í næst neðsta sæti en Valur er nú í fimmta sætinu með átta stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni í fjórða sætinu. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni.Stjarnan-KR 69-82 (14-26, 18-22, 19-16, 18-18)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/14 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Maria Florencia Palacios 11/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 9/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 0/6 fráköst.KR: Orla O'Reilly 29/11 fráköst, Kiana Johnson 22/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 10, Vilma Kesanen 9, Ástrós Lena Ægisdóttir 5, Perla Jóhannsdóttir 4/6 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/6 fráköst.Valur-Haukar 88-72 (22-20, 25-14, 23-18, 18-20)Valur: Heather Butler 20, Ásta Júlía Grímsdóttir 13/9 fráköst, Helena Sverrisdóttir 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 7, Simona Podesvova 5, Dagbjört Samúelsdóttir 3.Haukar: LeLe Hardy 25/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 8, Sigrún Björg Ólafsdóttir 7, Rósa Björk Pétursdóttir 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Magdalena Gísladóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Nýliðar KR eru áfram á toppi Dominos-deildar kvenna eftir þrettán stiga sigur á Stjörnunni, 82-69, í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld. KR byrjaði af miklum krafti og var tólf stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 26-14, en leiddi svo með sextán stigum er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 48-32. Stjarnan náði ágætis áhlaupi í síðari hálfleik en í raun var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Lokaniðurstaðan nokkuð þægilegur þrettán stiga sigur Vesturbæjarliðsins, 82-69. Orla O'Reilly skoraði 29 stig fyrir KR auk þess að taka ellefu fráköst. Kiana Johnson skoraði 22 stig, gaf sex stoðsendingar og fiskaði sjö villur. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir gerði tíu stig. Danielle Victoria Rodriguez var einu sinni sem oftar stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðesndingar. Næst komu Bríet Sif Hinriksdóttir og Maria Palacios með ellefu stig hvor. KR er með fjórtán stig á toppi deildarinnar ásamt Snæfell og Keflavík en Stjarnan er í fjórða sætinu með tíu stig. Keflavík burstaði einmitt Snæfell í stórleik kvöldsins en nánar má lesa um þann leik hér. Helena Sverrisdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val gegn sínu uppeldisfélagi Haukum í kvöld er Valsstúlkur unnu sextán stiga sigur, 88-72, í KFUM-slagnum á Hlíðarenda í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en öflugur annar leikhluti skilaði Valsstúlkum forystunni í hálfleik, 47-34. Þær héldu svo vel á spilunum í síðari hálfleik og unnu öruggan sextán stiga sigur. Stigahæst Valsstúlkna var Heather Butler með tuttugu stig en Helena gerði þrettán stig, gaf sex stoðsendingar og tók sjö fráköst. Valsstúlkur voru 25 stigum í plús með Helenu inn á vellinum. Liðsstyrkur og rúmlega það. Í liði Hauka var það LeLe Hardy sem bar upp sóknarleikinn. Hún skoraði 25 stig en næst kom Eva Margrét Kristjánsdóttir með ellefu stig. Haukarnir sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar eru með fjögur stig í næst neðsta sæti en Valur er nú í fimmta sætinu með átta stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni í fjórða sætinu. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni.Stjarnan-KR 69-82 (14-26, 18-22, 19-16, 18-18)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/14 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Maria Florencia Palacios 11/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 9/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 0/6 fráköst.KR: Orla O'Reilly 29/11 fráköst, Kiana Johnson 22/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 10, Vilma Kesanen 9, Ástrós Lena Ægisdóttir 5, Perla Jóhannsdóttir 4/6 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/6 fráköst.Valur-Haukar 88-72 (22-20, 25-14, 23-18, 18-20)Valur: Heather Butler 20, Ásta Júlía Grímsdóttir 13/9 fráköst, Helena Sverrisdóttir 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 7, Simona Podesvova 5, Dagbjört Samúelsdóttir 3.Haukar: LeLe Hardy 25/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 8, Sigrún Björg Ólafsdóttir 7, Rósa Björk Pétursdóttir 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Magdalena Gísladóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira