Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 20:50 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telja sig standa í stéttastríði. Mynd/Samsett Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar segjast telja að verkalýðshreyfingin standi nú í „stéttastríði“ við hagsmunaöfl í landinu. Hún gæti beitt áhrifum sínum hjá lífeyrissjóðum til þess að stöðva fjárfestingar þeirra á meðan deilt er um kjarasamninga. Þessar hugmyndir komu fram í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, ræddu um kröfur sínar og hugmyndir fyrir komandi kjarasamningaviðræður. „Það er alveg ljóst í mínum huga að þetta er einhverskonar stríð sem verkalýðshreyfingin á í,“ segir Ragnar Þór í þættinum en Sólveig Anna skaut inn að um væri að ræða „stéttastríð“. „Stéttastríð má segja við ákveðin hagsmunaöfl í þessu landi,“ sagði Ragnar Þór þá. Verkalýðshreyfingin hefur sett fram kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í 425 þúsund krónur á mánuði, um 40% hækkun. Fulltrúar atvinnurekenda hafa sagt að slíkt svigrúm sé ekki til staðar.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Fréttablaðið/Anton BrinkGætu „skrúfað fyrir“ fjárfestingar lífeyrissjóðanna Ragnar Þór varpaði fram hugmynd um að verkalýðshreyfingin gæti nýtt sér áhrif sín hjá lífeyrissjóðum til þess að knýja á um kröfur sínar. „Af hverju getum við ekki sett fjármálakerfið okkar í verkfall? Af hverju getum við ekki beitt áhrifum okkar inni í lífeyrissjóðakerfinu, beinum þá tilmælum til okkar stjórnarmanna að skrúfa fyrir allar fjárfestingar á meðan óvissa eða samningar eru lausir?“ segir hann í viðtalinu. „Við eigum að nota öll tæki sem við mögulega getum og verkalýðshreyfingin er miklu, miklu sterkari, valdameiri og öflugri en fólk gerir sér almennt grein fyrir“. Öll sögðust leiðtogarnir tilbúin í átök til að ná fram kröfum sínum. Sólveig Anna sagði meðal annars að verkföll og átök á vinnumarkaði væru ekki endilega af því slæma. „Vegna þess að í svona sögulegu samhengi hafa þau skilað fólki gríðarlegum, ekki bara aðeins kjarabótum heldur líka svona samfélagsbótum,“ sagði hún. Talaði hún um að vinnuveitendur hefðu stundað „ógeðslega“ væntingastjórnun sem hafi snúist um að segja verka- og láglaunafólki að enginn vilji fara í verkfall og að átök á vinnumarkaði séu í eðli sínu slæm. „Ég held að staðan sem er komin upp núna sé svoleiðis að verka- og láglaunafólk á Íslandi sé ekki lengur tilbúið til þess að láta vera með sig í þessu væntingarstjórnunarprógrammi,“ sagði Sólveig Anna sem sakaði Viðskiptaráð meðal annars um að setja fram blekkjandi gögn til að fela ójöfnuð á Íslandi. Drífa sagði verkalýðshreyfinguna hafa sýnt fram á að stóra skattatilfærsla hefði átt sér stað á Íslandi þar sem ríkasta eina prósent landsmanna hefði fengið skattaafslátt upp á átta prósent undanfarinn aldarfjórðung á meðan skattar þeirra tekjulægstu hefðu hækkað um tólf prósent. Kjaramál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar segjast telja að verkalýðshreyfingin standi nú í „stéttastríði“ við hagsmunaöfl í landinu. Hún gæti beitt áhrifum sínum hjá lífeyrissjóðum til þess að stöðva fjárfestingar þeirra á meðan deilt er um kjarasamninga. Þessar hugmyndir komu fram í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, ræddu um kröfur sínar og hugmyndir fyrir komandi kjarasamningaviðræður. „Það er alveg ljóst í mínum huga að þetta er einhverskonar stríð sem verkalýðshreyfingin á í,“ segir Ragnar Þór í þættinum en Sólveig Anna skaut inn að um væri að ræða „stéttastríð“. „Stéttastríð má segja við ákveðin hagsmunaöfl í þessu landi,“ sagði Ragnar Þór þá. Verkalýðshreyfingin hefur sett fram kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í 425 þúsund krónur á mánuði, um 40% hækkun. Fulltrúar atvinnurekenda hafa sagt að slíkt svigrúm sé ekki til staðar.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Fréttablaðið/Anton BrinkGætu „skrúfað fyrir“ fjárfestingar lífeyrissjóðanna Ragnar Þór varpaði fram hugmynd um að verkalýðshreyfingin gæti nýtt sér áhrif sín hjá lífeyrissjóðum til þess að knýja á um kröfur sínar. „Af hverju getum við ekki sett fjármálakerfið okkar í verkfall? Af hverju getum við ekki beitt áhrifum okkar inni í lífeyrissjóðakerfinu, beinum þá tilmælum til okkar stjórnarmanna að skrúfa fyrir allar fjárfestingar á meðan óvissa eða samningar eru lausir?“ segir hann í viðtalinu. „Við eigum að nota öll tæki sem við mögulega getum og verkalýðshreyfingin er miklu, miklu sterkari, valdameiri og öflugri en fólk gerir sér almennt grein fyrir“. Öll sögðust leiðtogarnir tilbúin í átök til að ná fram kröfum sínum. Sólveig Anna sagði meðal annars að verkföll og átök á vinnumarkaði væru ekki endilega af því slæma. „Vegna þess að í svona sögulegu samhengi hafa þau skilað fólki gríðarlegum, ekki bara aðeins kjarabótum heldur líka svona samfélagsbótum,“ sagði hún. Talaði hún um að vinnuveitendur hefðu stundað „ógeðslega“ væntingastjórnun sem hafi snúist um að segja verka- og láglaunafólki að enginn vilji fara í verkfall og að átök á vinnumarkaði séu í eðli sínu slæm. „Ég held að staðan sem er komin upp núna sé svoleiðis að verka- og láglaunafólk á Íslandi sé ekki lengur tilbúið til þess að láta vera með sig í þessu væntingarstjórnunarprógrammi,“ sagði Sólveig Anna sem sakaði Viðskiptaráð meðal annars um að setja fram blekkjandi gögn til að fela ójöfnuð á Íslandi. Drífa sagði verkalýðshreyfinguna hafa sýnt fram á að stóra skattatilfærsla hefði átt sér stað á Íslandi þar sem ríkasta eina prósent landsmanna hefði fengið skattaafslátt upp á átta prósent undanfarinn aldarfjórðung á meðan skattar þeirra tekjulægstu hefðu hækkað um tólf prósent.
Kjaramál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira