Allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært að mati SA Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 21:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Anton Brink Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært og vill fá frekari skýringar á ummælum formanns VR um að beita áhrifum verkalýðshreyfingarinnar til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóða sem lið í kjarabaráttu. Formenn VR og Eflingar töluðu um stéttastríð í viðtali við RÚV í kvöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, töluðu bæði um að verkalýðshreyfingin stæði í „stéttastríði“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn Kveik á RÚV í kvöld. Sólveig Anna sagðist jafnframt telja að verkfall væri ekki endilega af því slæma. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir í samtali við Vísi að allt tal um skærur á vinnumarkaði séu ótímabært endu séu viðræður um kjarasamninga tiltölulega nýhafnar. Andinn við samningaborðið þar sem fulltrúar samningsaðila sitji saman heilu dagshlutana þessa dagana sé annar en í ummælum formannanna. „Það er góður gangur í þeim viðræðum og orðfærið á þeim fundum er með allt öðrum hætti en maður heyrir og les síðan í fjölmiðlum,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins reyni að vera samkvæm sjálfum sér og flytja mál sitt með sama hætti við samningaborðið og í fjölmiðlum. Því segir Halldór hljóta að láta þau orð sem sögð eru á samningafundum á milli aðila telja frekar en þau sem heyrist í fjölmiðlum. „Ég er enn vongóður um að við getum leitt þessa kjarasamninga til farsælla lykta,“ segir hann.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Nýnæmi í samskiptum VR, SA og lífeyrissjóðakerfisins Ragnar Þór ýjaði að því í viðtalinu við Kveik að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðakerfinu til þess að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. „Að því gefnu að rétt sé haft eftir formanni VR þá eru þetta sannarlega nýnæmi í samskiptum VR, Samtaka atvinnulífsins og lífeyrissjóðakerfisins og full ástæða til að ganga eftir því hvað hann á við nákvæmlega með þessum orðum því ég skil það ekki til fulls sjálfur,“ segir Halldór. Í því samhengi bendir Halldór á að þeir sem tilnefna fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða hafi ekki boðvald yfir þeim. Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært og vill fá frekari skýringar á ummælum formanns VR um að beita áhrifum verkalýðshreyfingarinnar til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóða sem lið í kjarabaráttu. Formenn VR og Eflingar töluðu um stéttastríð í viðtali við RÚV í kvöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, töluðu bæði um að verkalýðshreyfingin stæði í „stéttastríði“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn Kveik á RÚV í kvöld. Sólveig Anna sagðist jafnframt telja að verkfall væri ekki endilega af því slæma. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir í samtali við Vísi að allt tal um skærur á vinnumarkaði séu ótímabært endu séu viðræður um kjarasamninga tiltölulega nýhafnar. Andinn við samningaborðið þar sem fulltrúar samningsaðila sitji saman heilu dagshlutana þessa dagana sé annar en í ummælum formannanna. „Það er góður gangur í þeim viðræðum og orðfærið á þeim fundum er með allt öðrum hætti en maður heyrir og les síðan í fjölmiðlum,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins reyni að vera samkvæm sjálfum sér og flytja mál sitt með sama hætti við samningaborðið og í fjölmiðlum. Því segir Halldór hljóta að láta þau orð sem sögð eru á samningafundum á milli aðila telja frekar en þau sem heyrist í fjölmiðlum. „Ég er enn vongóður um að við getum leitt þessa kjarasamninga til farsælla lykta,“ segir hann.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Nýnæmi í samskiptum VR, SA og lífeyrissjóðakerfisins Ragnar Þór ýjaði að því í viðtalinu við Kveik að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðakerfinu til þess að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. „Að því gefnu að rétt sé haft eftir formanni VR þá eru þetta sannarlega nýnæmi í samskiptum VR, Samtaka atvinnulífsins og lífeyrissjóðakerfisins og full ástæða til að ganga eftir því hvað hann á við nákvæmlega með þessum orðum því ég skil það ekki til fulls sjálfur,“ segir Halldór. Í því samhengi bendir Halldór á að þeir sem tilnefna fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða hafi ekki boðvald yfir þeim.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50