Stærsti skellur Lakers liðsins í sögunni á móti Denver Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2018 07:30 Þetta var erfitt kvöld fyrir LeBron James og guttana hans í Lakers-liðinu. Vísir/Getty Los Angeles Lakers liðið steinlá í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en LeBron James og félagar áttu aldrei möguleika á móti Denver Nuggets á útivelli. Toronto Raptors vann sinn sjötta leik í röð og Atlanta Hawks getur eiginlega bara unnið lið Miami Heat á þessu tímabili.Paul Millsap, Jamal Murray og Malik Beasley voru allir með 20 stig fyrir Denver Nuggets í 117-85 sigri á Los Angeles Lakers. Þessi 32 stiga sigur er stærsti sigur Denver á LA Lakers í NBA-sögunni en gamla metið var 29 stiga sigur frá árinu 1993. Þetta var líka fjórði sigurleikur Denver Nuggets í röð en fyrr í vetur var Lakers fyrsta liðið á tímabilinu sem náði að vinna Denver. Kyle Kuzma var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig en þeir LeBron James og Brandon Ingram skoruðu báðir 14 stig.Paul Millsap nets a double-double (20 PTS, 11 ASTS), as the @nuggets win their 4th straight! #MileHighBasketballpic.twitter.com/jkwjXWvSGg — NBA (@NBA) November 28, 2018Kyle Lowry var með 24 stig og 6 stoðsendingar þegar Toronto Raptors vann 122-114 útisigur á Memphis Grizzlies. Fred VanVleet skoraði 18 stig fyrir Toronto en hann hitti úr öllum sex skotum sínum í leiknum þar af þremur þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna. Kawhi Leonard skoraði 17 stig og tók 10 fráköst og Serge Ibaka bætti við 16 stigum í þessum sjötta sigurleik Toronto í röð. Toronto Raptors er með besta árangurinn í deildinni, 18 sigra og aðeins 4 töp. Marc Gasol var atkvæðamestur hjá Memphis með 27 stig en hann hitti úr 10 af 14 skotum sínum. Mike Conley bætti síðan við 20 stigum og 6 stoðsendingum.Kyle Lowry records 24 PTS, 6 ASTS to fuel the @Raptors to their 7th consecutive W! #WeTheNorthpic.twitter.com/fAUDLifI0C — NBA (@NBA) November 28, 2018Trae Young guides the @ATLHawks to their 2nd straight W with 17 PTS & 10 ASTS! #NBARookspic.twitter.com/AZ7bcs0NDw — NBA (@NBA) November 28, 2018Taurean Prince skoraði 18 stig og nýliðinn Trae Young bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum þegar Atlanta Hawks vann 115-113 útisigur á Miami Heat. Atlanta Hawks var fyrir leikinn búið að tapa sjö útileikjum í röð. Josh Richardson var stigahæstur hjá Miami með 22 stig en Dwyane Wade skoraði 18 stig. Miami hefur nú tapað sex heimaleikjum í röð. Atlanta Hawks hefur unnið báða leiki sína á móti Miami í vetur en aðeins 3 af 19 leikjum á móti öðrum liðum.The @Pacers improve to 13-8 with their 109-104 win over the @Suns! Sabonis: 21 PTS, 16 REBS McDermott: 21 PTS, 5 made threes Turner: 16 PTS, 13 REBS, 5 BLKS pic.twitter.com/r0OKra5fDp — NBA (@NBA) November 28, 2018Blake Griffin skoraði 30 stig í 115-108 sigri Detroit Pistons á New York Knicks en Detroit endaði þar með þriggja leikja sigurgöngu New York liðsins.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Los Angeles Lakers 117-85 Phoenix Suns - Indiana Pacers 104-109 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 114-122 Miami Heat - Atlanta Hawks 113-115 Detroit Pistons - New York Knicks 115-108 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Los Angeles Lakers liðið steinlá í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en LeBron James og félagar áttu aldrei möguleika á móti Denver Nuggets á útivelli. Toronto Raptors vann sinn sjötta leik í röð og Atlanta Hawks getur eiginlega bara unnið lið Miami Heat á þessu tímabili.Paul Millsap, Jamal Murray og Malik Beasley voru allir með 20 stig fyrir Denver Nuggets í 117-85 sigri á Los Angeles Lakers. Þessi 32 stiga sigur er stærsti sigur Denver á LA Lakers í NBA-sögunni en gamla metið var 29 stiga sigur frá árinu 1993. Þetta var líka fjórði sigurleikur Denver Nuggets í röð en fyrr í vetur var Lakers fyrsta liðið á tímabilinu sem náði að vinna Denver. Kyle Kuzma var stigahæstur hjá Lakers með 21 stig en þeir LeBron James og Brandon Ingram skoruðu báðir 14 stig.Paul Millsap nets a double-double (20 PTS, 11 ASTS), as the @nuggets win their 4th straight! #MileHighBasketballpic.twitter.com/jkwjXWvSGg — NBA (@NBA) November 28, 2018Kyle Lowry var með 24 stig og 6 stoðsendingar þegar Toronto Raptors vann 122-114 útisigur á Memphis Grizzlies. Fred VanVleet skoraði 18 stig fyrir Toronto en hann hitti úr öllum sex skotum sínum í leiknum þar af þremur þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna. Kawhi Leonard skoraði 17 stig og tók 10 fráköst og Serge Ibaka bætti við 16 stigum í þessum sjötta sigurleik Toronto í röð. Toronto Raptors er með besta árangurinn í deildinni, 18 sigra og aðeins 4 töp. Marc Gasol var atkvæðamestur hjá Memphis með 27 stig en hann hitti úr 10 af 14 skotum sínum. Mike Conley bætti síðan við 20 stigum og 6 stoðsendingum.Kyle Lowry records 24 PTS, 6 ASTS to fuel the @Raptors to their 7th consecutive W! #WeTheNorthpic.twitter.com/fAUDLifI0C — NBA (@NBA) November 28, 2018Trae Young guides the @ATLHawks to their 2nd straight W with 17 PTS & 10 ASTS! #NBARookspic.twitter.com/AZ7bcs0NDw — NBA (@NBA) November 28, 2018Taurean Prince skoraði 18 stig og nýliðinn Trae Young bætti við 17 stigum og 10 stoðsendingum þegar Atlanta Hawks vann 115-113 útisigur á Miami Heat. Atlanta Hawks var fyrir leikinn búið að tapa sjö útileikjum í röð. Josh Richardson var stigahæstur hjá Miami með 22 stig en Dwyane Wade skoraði 18 stig. Miami hefur nú tapað sex heimaleikjum í röð. Atlanta Hawks hefur unnið báða leiki sína á móti Miami í vetur en aðeins 3 af 19 leikjum á móti öðrum liðum.The @Pacers improve to 13-8 with their 109-104 win over the @Suns! Sabonis: 21 PTS, 16 REBS McDermott: 21 PTS, 5 made threes Turner: 16 PTS, 13 REBS, 5 BLKS pic.twitter.com/r0OKra5fDp — NBA (@NBA) November 28, 2018Blake Griffin skoraði 30 stig í 115-108 sigri Detroit Pistons á New York Knicks en Detroit endaði þar með þriggja leikja sigurgöngu New York liðsins.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Los Angeles Lakers 117-85 Phoenix Suns - Indiana Pacers 104-109 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 114-122 Miami Heat - Atlanta Hawks 113-115 Detroit Pistons - New York Knicks 115-108
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira