Karma mætti í skíðagallanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2018 14:45 Liam Karma og vinir hans frá Írlandi eftir vel heppnaða tónleika The Rhythm Method í Iðnó í gærkvöldi. Vísir/KTD Ástralinn Liam Karma fer heldur óvenjulega leið í klæðaburði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Þessi geðþekki Ástrali fann óvenjulega en bráðskemmtilega lausn á vandanum sem fylgir tónlistarhátíð á Íslandi um vetur. Ískalt úti og steykjandi hiti inni. „Ég er fjarri heimaslóðum og ekkert sérstaklega vanur loftslaginu hérna. Allt undir 22 gráðum er skítakuldi fyrir mér,“ segir Karma í samtali við Vísi. Reglulegir gestir Iceland Airwaves þekkja það vel að frjósa í röðunum þegar skotist er á milli tónleikastaða. Þökk sé færri tónleikagestum og mildu veðri hefur það vandamál verið minna en áður.Eivør tróð upp í Þjóðleikhúsinu í gær.Jimson CarrKarma útskýrir að hann hafi ekki klæðst gallanum á fimmtudagskvöld enda hafi honum fundist hlýrra þá en í gærkvöldi. Þá hafi hann ákveðið að grípa til gallans og vakti verðskuldaða athygli þar sem hann var fremstur við sviðið í Iðnó á meðan The Rhythm Method frá Englandi, tveggja stráka sveit sem minnti um margt á dúettinn úr sjónvarpsþáttunum Flight of the Conchords, tróð upp. „Ég er ekki í neinu nema nærfötum undir gallanum,“ útskýrir Karma aðspurður hvort honum sé ekki alltof heitt. Hann togar buxnahlutann upp og opnar gallann vel ef honum er heitt. Ekki var að sjá fleiri sviptadropa á nefinu á honum en öðrum tónleikagestum þannig að formúlann virtist ganga ljómandi vel upp. Karma segist hafa komið á hátíðin 2016 og skemmt sér frábærlega. „Ég þarf að koma á hverju ári en ég missti úr síðasta ár vegna vinnu. En núna er ég staðsettur á Írlandi svo að ferðalagið er stutt.“Arnór Dan, söngvari Agent Fresco, tekur á honum stóra sínum í Gamla Bíó í gær.Florian TrykowskiFyrir tveimur árum hafi Gullni hringurinn staðið upp úr. Í ár er hann búinn að leigja bílaleigubíl og ætlar með vinum sínum, blaðamönnum hjá The Journal og Irish Times, í rúnt um Suðurlandið á sunnudag og mánudag. Blaðamaður spyr að lokum augljósu spurningarinnar sem hann nær varla að bera fram sökum kjánahrolls.Uh, trúirðu á Karma? „Ég verð eiginlega að gera það fyrst það er í nafninu mínu,“ sagði Karma og hafði blessunarlega ekki farið nógu oft í viðtal til að hneykslast á spurningu blaðamanns. Framundan hjá Karma voru tónleikar hjá Vök sem blaðamaður var sömuleiðis svo heppinn að sjá. Tónleikarnir voru ekkert minna en stórkostlegir. Airwaves Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Ástralinn Liam Karma fer heldur óvenjulega leið í klæðaburði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Þessi geðþekki Ástrali fann óvenjulega en bráðskemmtilega lausn á vandanum sem fylgir tónlistarhátíð á Íslandi um vetur. Ískalt úti og steykjandi hiti inni. „Ég er fjarri heimaslóðum og ekkert sérstaklega vanur loftslaginu hérna. Allt undir 22 gráðum er skítakuldi fyrir mér,“ segir Karma í samtali við Vísi. Reglulegir gestir Iceland Airwaves þekkja það vel að frjósa í röðunum þegar skotist er á milli tónleikastaða. Þökk sé færri tónleikagestum og mildu veðri hefur það vandamál verið minna en áður.Eivør tróð upp í Þjóðleikhúsinu í gær.Jimson CarrKarma útskýrir að hann hafi ekki klæðst gallanum á fimmtudagskvöld enda hafi honum fundist hlýrra þá en í gærkvöldi. Þá hafi hann ákveðið að grípa til gallans og vakti verðskuldaða athygli þar sem hann var fremstur við sviðið í Iðnó á meðan The Rhythm Method frá Englandi, tveggja stráka sveit sem minnti um margt á dúettinn úr sjónvarpsþáttunum Flight of the Conchords, tróð upp. „Ég er ekki í neinu nema nærfötum undir gallanum,“ útskýrir Karma aðspurður hvort honum sé ekki alltof heitt. Hann togar buxnahlutann upp og opnar gallann vel ef honum er heitt. Ekki var að sjá fleiri sviptadropa á nefinu á honum en öðrum tónleikagestum þannig að formúlann virtist ganga ljómandi vel upp. Karma segist hafa komið á hátíðin 2016 og skemmt sér frábærlega. „Ég þarf að koma á hverju ári en ég missti úr síðasta ár vegna vinnu. En núna er ég staðsettur á Írlandi svo að ferðalagið er stutt.“Arnór Dan, söngvari Agent Fresco, tekur á honum stóra sínum í Gamla Bíó í gær.Florian TrykowskiFyrir tveimur árum hafi Gullni hringurinn staðið upp úr. Í ár er hann búinn að leigja bílaleigubíl og ætlar með vinum sínum, blaðamönnum hjá The Journal og Irish Times, í rúnt um Suðurlandið á sunnudag og mánudag. Blaðamaður spyr að lokum augljósu spurningarinnar sem hann nær varla að bera fram sökum kjánahrolls.Uh, trúirðu á Karma? „Ég verð eiginlega að gera það fyrst það er í nafninu mínu,“ sagði Karma og hafði blessunarlega ekki farið nógu oft í viðtal til að hneykslast á spurningu blaðamanns. Framundan hjá Karma voru tónleikar hjá Vök sem blaðamaður var sömuleiðis svo heppinn að sjá. Tónleikarnir voru ekkert minna en stórkostlegir.
Airwaves Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira