"Paradís er horfin“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2018 08:00 Það er ekki mikið eftir af þessu hverfi í Paradís í Kaliforníu. Getty/Justin Sullivan Rex Stewart, íbúi í bænum Paradís í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum, var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa.New York Times ræddi við Stewarten hann starfaði lengst af sem smiður þar sem hann vann við að byggja upp bæinn sem er við rætur Sierra Nevada fjallgarðsins.Stewart komst undan eldunum sem eru með þeim mannskæðustu í sögu ríkisins. Þegar blaðamaður Times ræddi við hann stóð hann fyrir utan neyðarskýli þar sem hann var klæddur aleigu sinni. Vetrarjakka og húfu.„Paradís er horfin,“ sagði Stewart. „Það er ekkert eftir.“Segja má að Kalifornía logi þar sem þrír skógareldar geisa í ríkinu, bæði í norður- og suðurhluta þess en hundruð þúsunda hafa þurft að flýja eldana. Í Paradís hefur Camp-eldurinn, eins og hann er kallaður, eyðilagt 6.700 íbúðar- og atvinnuhúsnæði í bænum. Gjörónýtir bílar í röðum eftir veginum frá Paradís.Getty/Justin SullivanEldurinn nálgaðist Paradís svo hratt að margir íbúanna 26.000 áttu fótum sínum fjör að launa eftir eina veginum sem liggur úr fjallabænum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna þá skelfingu sem greip um sig er íbúar keyrðu eftir veginum með eldana báðum megin við veginn. Alls hafa 25 fundist látnir, þar af 23 í og við Paradís. Flestir þeirra hafa fundist í eða við bíla sína en auk þeirra sem hafa farist er tugi manna saknað. Í frétt New York Times sjá myndir af bráðnum bílum en í fréttinni er einnig rætt við séra Ron Zimmer sem tók á móti fjölmörgum af þeim sem náði að flýja eldana. „Við vorum að bíla þar sem plastið á ytra byrðinu var bráðnað og stuðararnir voru bara farnir,“ sagði Zimmer. Fæstir þeirra sem hann ræddi við gera ráð fyrir að eitthvað sé eftir af heimilum þeirra.Í frétt BBC segir að gert sé ráð fyrir að ekkert lát verði á eldunum þar sem veðuraðstæður, þurrt loft og hvassviðri, séu hagstæðar eldunum og þannig muni ástandið vera fram í vikuna sem var að hefjast. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Rex Stewart, íbúi í bænum Paradís í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum, var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa.New York Times ræddi við Stewarten hann starfaði lengst af sem smiður þar sem hann vann við að byggja upp bæinn sem er við rætur Sierra Nevada fjallgarðsins.Stewart komst undan eldunum sem eru með þeim mannskæðustu í sögu ríkisins. Þegar blaðamaður Times ræddi við hann stóð hann fyrir utan neyðarskýli þar sem hann var klæddur aleigu sinni. Vetrarjakka og húfu.„Paradís er horfin,“ sagði Stewart. „Það er ekkert eftir.“Segja má að Kalifornía logi þar sem þrír skógareldar geisa í ríkinu, bæði í norður- og suðurhluta þess en hundruð þúsunda hafa þurft að flýja eldana. Í Paradís hefur Camp-eldurinn, eins og hann er kallaður, eyðilagt 6.700 íbúðar- og atvinnuhúsnæði í bænum. Gjörónýtir bílar í röðum eftir veginum frá Paradís.Getty/Justin SullivanEldurinn nálgaðist Paradís svo hratt að margir íbúanna 26.000 áttu fótum sínum fjör að launa eftir eina veginum sem liggur úr fjallabænum. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna þá skelfingu sem greip um sig er íbúar keyrðu eftir veginum með eldana báðum megin við veginn. Alls hafa 25 fundist látnir, þar af 23 í og við Paradís. Flestir þeirra hafa fundist í eða við bíla sína en auk þeirra sem hafa farist er tugi manna saknað. Í frétt New York Times sjá myndir af bráðnum bílum en í fréttinni er einnig rætt við séra Ron Zimmer sem tók á móti fjölmörgum af þeim sem náði að flýja eldana. „Við vorum að bíla þar sem plastið á ytra byrðinu var bráðnað og stuðararnir voru bara farnir,“ sagði Zimmer. Fæstir þeirra sem hann ræddi við gera ráð fyrir að eitthvað sé eftir af heimilum þeirra.Í frétt BBC segir að gert sé ráð fyrir að ekkert lát verði á eldunum þar sem veðuraðstæður, þurrt loft og hvassviðri, séu hagstæðar eldunum og þannig muni ástandið vera fram í vikuna sem var að hefjast.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11 Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05
Birta myndir frá skógareldunum í Kaliforníu Gríðarlegir skógareldar geisa nú á nokkrum stöðum í Kalíforníu ríki Bandaríkjanna. Níu eru taldir af í bænum Paradise og þúsundir bygginga hafa orðið eldunum að bráð. 10. nóvember 2018 18:11
Gríðarleg eyðilegging vegna skógareldanna Á einum sólarhring brann bærinn Paradís og eru öll hús mikið skemmt ef ekki ónýt 10. nóvember 2018 19:30