Aftur markakóngur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2018 12:00 Andri Rúnar Bjarnason Mynd/Fésbókarsíða Helsingborgar Fyrsta tímabil Andra Rúnars Bjarnasonar í atvinnumennsku hefði vart getað gengið betur. Eftir 19 marka tímabilið með Grindavík í fyrra, þar sem Andri Rúnar jafnaði markametið í efstu deild og var valinn besti leikmaður hennar, gekk hann í raðir sænska B-deildarliðsins Helsingborg í vetur. Og Bolvíkingurinn sýndi með frammistöðu sinni á nýafstöðnu tímabili að hann er ekkert eins tímabils undur. Andri Rúnar skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Helsingborg á Varbergs BoIs í lokaumferð sænsku B-deildarinnar á laugardaginn. Helsingborg vann deildina og tryggði sér þar með sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Andri Rúnar skoraði alls 16 mörk í 27 leikjum í sænsku B-deildinni í ár og var markakóngur hennar. Hann gaf einnig sex stoðsendingar og kom þannig með beinum hætti að 22 af 59 mörkum Helsingborg í deildinni. Svo fór að Andri Rúnar var valinn leikmaður ársins hjá Helsingborg. Þess má geta að ekki ómerkari leikmaður en Henrik Larsson fékk þessi verðlaun í þrígang (1992, 2007, 2009). Síðustu tvö tímabil hefur Andri Rúnar skorað samtals 35 mörk í 49 leikjum í Pepsi-deildinni og sænsku B-deildinni. Og hann er tveimur gullskóm ríkari. Ekki amaleg uppskera hjá framherjanum öfluga. Góð helgi varð enn betri fyrir Andra Rúnar þegar hann var valinn í íslenska landsliðið í gær. Hann kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem er meiddur. Andri Rúnar hefur leikið tvo landsleiki, báða gegn Indónesíu í byrjun þessa árs, og skorað eitt mark. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Sjá meira
Fyrsta tímabil Andra Rúnars Bjarnasonar í atvinnumennsku hefði vart getað gengið betur. Eftir 19 marka tímabilið með Grindavík í fyrra, þar sem Andri Rúnar jafnaði markametið í efstu deild og var valinn besti leikmaður hennar, gekk hann í raðir sænska B-deildarliðsins Helsingborg í vetur. Og Bolvíkingurinn sýndi með frammistöðu sinni á nýafstöðnu tímabili að hann er ekkert eins tímabils undur. Andri Rúnar skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Helsingborg á Varbergs BoIs í lokaumferð sænsku B-deildarinnar á laugardaginn. Helsingborg vann deildina og tryggði sér þar með sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Andri Rúnar skoraði alls 16 mörk í 27 leikjum í sænsku B-deildinni í ár og var markakóngur hennar. Hann gaf einnig sex stoðsendingar og kom þannig með beinum hætti að 22 af 59 mörkum Helsingborg í deildinni. Svo fór að Andri Rúnar var valinn leikmaður ársins hjá Helsingborg. Þess má geta að ekki ómerkari leikmaður en Henrik Larsson fékk þessi verðlaun í þrígang (1992, 2007, 2009). Síðustu tvö tímabil hefur Andri Rúnar skorað samtals 35 mörk í 49 leikjum í Pepsi-deildinni og sænsku B-deildinni. Og hann er tveimur gullskóm ríkari. Ekki amaleg uppskera hjá framherjanum öfluga. Góð helgi varð enn betri fyrir Andra Rúnar þegar hann var valinn í íslenska landsliðið í gær. Hann kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem er meiddur. Andri Rúnar hefur leikið tvo landsleiki, báða gegn Indónesíu í byrjun þessa árs, og skorað eitt mark.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Sjá meira