Hamrén var hræddur um Arnór er hann skipti til Rússlands Anton Ingi Leifsson skrifar 13. nóvember 2018 22:45 Hamrén ræddi við Gumma Ben í dag. vísir/skjáskot Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var áhyggjufullur um að ákvörðun Arnórs Sigurðssonar að fara frá Svíþjóð til Rússlands hafi komið of snemma. Skagamaðurinn ungi er í íslenska landsliðshópnum í fyrsta skipti en hann hefur farið á kostum síðan hann gekk í raðir CSKA Moskva frá Norrköping í sumar. Hann hefur eðlilega heillað landsliðsþjálfarann en Arnór skoraði meðal annars í Meistaradeildinni gegn Roma í vikunni. Hann bætti svo um betur og skoraði gegn toppliði Zenit í úrvalsdeildinni í Rússlandi um helgina. „Ég sá hann í Svíþjóð áður en ég tók við Íslandi,“ sagði Hamrén í ítarlegu viðtali við Guðmund Benediktsson á hóteli íslenska liðsins í Belgíu í dag þar sem landsliðið býr sig undir leik í Þjóðadeildinni gegn Belgíu á fimmtudag. „Þar sá ég leikmann með mikla hæfileika. Hann heillaði mig í Svíþjóð; svo ungur, svo hæfileikaríkur og svo mikið efni en ég var smá hræddur um að flutningarnir til Moskvu hafi komið of snemma.“ „Maður hef séð dæmi þess að þeir koma til félags og spila ekki. Svo fara þeir á láni og svo eru þeir komnir aftur til félagsins sem þeir byrjuðu hjá en hann fékk tækifærið og er að grípa það.“ „Hann hefur verið góður í þessum leikjum og þegar þú spilar tvo leiki frá byrjun í Meistaradeildinni þá er það frábært að hann tók þetta skref því ef þú spilar í rússnesku úrvalsdeildinni með toppliði og Meistaradeildinni, þá færðu fullt af reynslu.“ Ítarlegt viðtal við Hamren birtist á vef Vísis á morgun. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Fyrirliðinn stressaður fyrir að opna sig fyrir þjóðinni Aron Einar Gunnarsson opnar sig í nýrri ævisögu sem kemur út í vikunni. 13. nóvember 2018 16:45 Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00 Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45 Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var áhyggjufullur um að ákvörðun Arnórs Sigurðssonar að fara frá Svíþjóð til Rússlands hafi komið of snemma. Skagamaðurinn ungi er í íslenska landsliðshópnum í fyrsta skipti en hann hefur farið á kostum síðan hann gekk í raðir CSKA Moskva frá Norrköping í sumar. Hann hefur eðlilega heillað landsliðsþjálfarann en Arnór skoraði meðal annars í Meistaradeildinni gegn Roma í vikunni. Hann bætti svo um betur og skoraði gegn toppliði Zenit í úrvalsdeildinni í Rússlandi um helgina. „Ég sá hann í Svíþjóð áður en ég tók við Íslandi,“ sagði Hamrén í ítarlegu viðtali við Guðmund Benediktsson á hóteli íslenska liðsins í Belgíu í dag þar sem landsliðið býr sig undir leik í Þjóðadeildinni gegn Belgíu á fimmtudag. „Þar sá ég leikmann með mikla hæfileika. Hann heillaði mig í Svíþjóð; svo ungur, svo hæfileikaríkur og svo mikið efni en ég var smá hræddur um að flutningarnir til Moskvu hafi komið of snemma.“ „Maður hef séð dæmi þess að þeir koma til félags og spila ekki. Svo fara þeir á láni og svo eru þeir komnir aftur til félagsins sem þeir byrjuðu hjá en hann fékk tækifærið og er að grípa það.“ „Hann hefur verið góður í þessum leikjum og þegar þú spilar tvo leiki frá byrjun í Meistaradeildinni þá er það frábært að hann tók þetta skref því ef þú spilar í rússnesku úrvalsdeildinni með toppliði og Meistaradeildinni, þá færðu fullt af reynslu.“ Ítarlegt viðtal við Hamren birtist á vef Vísis á morgun.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Fyrirliðinn stressaður fyrir að opna sig fyrir þjóðinni Aron Einar Gunnarsson opnar sig í nýrri ævisögu sem kemur út í vikunni. 13. nóvember 2018 16:45 Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00 Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45 Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Fyrirliðinn stressaður fyrir að opna sig fyrir þjóðinni Aron Einar Gunnarsson opnar sig í nýrri ævisögu sem kemur út í vikunni. 13. nóvember 2018 16:45
Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00
Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45
Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30