Tom Cruise of lágvaxinn fyrir Jack Reacher Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2018 21:34 Lee Child ásamt Tom Cruise. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn Tom Cruise mun ekki leika Jack Reacher aftur. Ástæðan er sú að Cruise þykir of lágvaxinn til að leika þessa úrræðagóðu hetju. Tom Cruise er 170 sentímetra hár en í bókunum er Jack Reacher lýst sem manni sem er 195 sentímetra hár og með hendur á stærð við matardiska. Cruise hefur leikið Reacher í tveimur myndum, Jack Reacher og Jack Reacher: Never Go Back.Lee Child, höfundur Jack Reacher-bókanna, sagði í samtali við BBC að Cruise væri hæfileikaríkur leikari en hefði þó ekki þá líkamsburði sem þyrfti til að leika Reacher. Rithöfundurinn bætti við að stefnt væri að því að gera sjónvarpsseríu um Reacher og verður Cruise þar fjarri góðu gamni. Aðdáendur bókanna höfðu kvartað yfir því að Tom Cruise hefði verið fenginn til að leika hinn mikilfenglega Reacher. „Ég hafði gaman að því að vinna með Cruise. Hann er virkilega fínn gaur. Við skemmtum okkur konunglega. En lesendurnir höfðu rétt fyrir sér. Stærð Reacher skiptir miklu máli og hefur mikið um að segja hvers konar karakter hann er.“ Child bætti við að hugmyndin að baki Reacher væri sú að allir þeir sem mættu honum í fyrsta sinn ættu að vera eilítið hræddir. Cruise náði ekki að endurspegla þann eiginleika persónunnar að mati Child. Fyrri Jack Reacher myndin hlaut góða dóma og mikla aðsókn. Hún þénaði um 218 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Leikstjóri fyrri myndarinnar var Christopher McQuarrie, sem er leikstjóri síðustu tveggja Mission Impossible-myndanna sem Cruise leikur í. Seinni myndin fékk bæði lakari aðsókn og dóma frá gagnrýnendum og gæti það hafa átt þátt í því að ákveðið var að byrja upp á nýtt og gera sjónvarpsseríu um Reacher. Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Bandaríski leikarinn Tom Cruise mun ekki leika Jack Reacher aftur. Ástæðan er sú að Cruise þykir of lágvaxinn til að leika þessa úrræðagóðu hetju. Tom Cruise er 170 sentímetra hár en í bókunum er Jack Reacher lýst sem manni sem er 195 sentímetra hár og með hendur á stærð við matardiska. Cruise hefur leikið Reacher í tveimur myndum, Jack Reacher og Jack Reacher: Never Go Back.Lee Child, höfundur Jack Reacher-bókanna, sagði í samtali við BBC að Cruise væri hæfileikaríkur leikari en hefði þó ekki þá líkamsburði sem þyrfti til að leika Reacher. Rithöfundurinn bætti við að stefnt væri að því að gera sjónvarpsseríu um Reacher og verður Cruise þar fjarri góðu gamni. Aðdáendur bókanna höfðu kvartað yfir því að Tom Cruise hefði verið fenginn til að leika hinn mikilfenglega Reacher. „Ég hafði gaman að því að vinna með Cruise. Hann er virkilega fínn gaur. Við skemmtum okkur konunglega. En lesendurnir höfðu rétt fyrir sér. Stærð Reacher skiptir miklu máli og hefur mikið um að segja hvers konar karakter hann er.“ Child bætti við að hugmyndin að baki Reacher væri sú að allir þeir sem mættu honum í fyrsta sinn ættu að vera eilítið hræddir. Cruise náði ekki að endurspegla þann eiginleika persónunnar að mati Child. Fyrri Jack Reacher myndin hlaut góða dóma og mikla aðsókn. Hún þénaði um 218 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Leikstjóri fyrri myndarinnar var Christopher McQuarrie, sem er leikstjóri síðustu tveggja Mission Impossible-myndanna sem Cruise leikur í. Seinni myndin fékk bæði lakari aðsókn og dóma frá gagnrýnendum og gæti það hafa átt þátt í því að ákveðið var að byrja upp á nýtt og gera sjónvarpsseríu um Reacher.
Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira