Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 14:38 Frá vettvangi á Selfossi í dag. vísir/mhh Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. Þá á eftir að ganga frá lóð hússins en það verður klárað á morgun að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, hópstjóra eignatjóna hjá VÍS. Eldur kom upp í húsinu í lok október og hefur lögreglan rökstuddan grun um að hann hafi kviknað af mannavöldum. Er maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins en kona og karlmaður létust í brunanum. Þorsteinn segir dýrt að farga húsinu vegna asbests sem er í því þar sem greiða þarf fyrir hvert kíló af asbesti sem fargað er í Sorpu. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu eru það tæpar sautján krónur á kílóið og þegar um heilt hús er að ræða þá safnast þegar saman kemur. Eigandi hússins ber kostnaðinn og segir Þorsteinn að stór hluti af heildarbrunabótunum fari í förgunina.Starfsmenn sem koma að verkinu eru vel búnir enda þarf að gæta fyllstu varúðar.vísir/mhhStrangar reglur sem þarf að fylgja við förgunina Á milli fimmtán til tuttugu manns koma að því að rífa niður húsið, það eru menn frá VÍS, slökkviliðinu og Íslenksa gámafélaginu. Fylgja þarf ströngum kröfum þegar farga á húsi með asbesti. Þorsteinn segir að skila þurfi inn verklýsingu á verkinu, senda inn umsókn til heilbrigðiseftirlits og Vinnueftirlits auk þess sem leyfi þarf hjá byggingafulltrúa fyrir framkvæmdinni. „Síðan er það þannig að það sem er hættulegt í þessu er ef það kemur ryk af asbestinu. Við höfum því fengið slökkviliðið í lið með okkur til að koma í veg fyrir það og það er bara gert með vatni þannig að það er bara sprautað yfir rústina á meðan verið er að moka ofan í gáma,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að fylgja þurfi ákveðnum staðli við verkið og enginn afsláttur sé gefinn af því. Notuð er hjólagrafa með krabba til þess að rífa húsið niður en hin leiðin hefði verið að handtína húsið ofan í gáma. „En það gefur auga leið að það er miklu hættulegra fyrir mannskapinn, tekur lengri tíma og er verri aðferð að flestu leyti,“ segir Þorsteinn. Húsarústin er síðan urðuð í Álfsnesi sem er urðunarstaður Sorpu vegna asbestsins.Vatn var notað til þess að reyna að hefta asbestið í húsinu.vísir/mhhGera geðmat á sakborningi Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag að rannsókn brunans væri enn í gangi. Meðal annars sé verið að meta almannahættu sem hlaust af brunanum og hefur verið fenginn matsmaður í það. Þá er verið að vinna úr gögnum, bæði hjá lögreglunni á Suðurlandi sem og hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem verið er að gera geðmat á sakborningi í málinu.Klippa: Mikill eldur kom upp í einbýlishúsi á Selfossi Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Beint í fangelsi eftir að gæsluvarðhald var fellt úr gildi Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um aðild að brennu að Kirkjuvegi 18 á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 6. nóvember 2018 15:55 Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. Þá á eftir að ganga frá lóð hússins en það verður klárað á morgun að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, hópstjóra eignatjóna hjá VÍS. Eldur kom upp í húsinu í lok október og hefur lögreglan rökstuddan grun um að hann hafi kviknað af mannavöldum. Er maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins en kona og karlmaður létust í brunanum. Þorsteinn segir dýrt að farga húsinu vegna asbests sem er í því þar sem greiða þarf fyrir hvert kíló af asbesti sem fargað er í Sorpu. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu eru það tæpar sautján krónur á kílóið og þegar um heilt hús er að ræða þá safnast þegar saman kemur. Eigandi hússins ber kostnaðinn og segir Þorsteinn að stór hluti af heildarbrunabótunum fari í förgunina.Starfsmenn sem koma að verkinu eru vel búnir enda þarf að gæta fyllstu varúðar.vísir/mhhStrangar reglur sem þarf að fylgja við förgunina Á milli fimmtán til tuttugu manns koma að því að rífa niður húsið, það eru menn frá VÍS, slökkviliðinu og Íslenksa gámafélaginu. Fylgja þarf ströngum kröfum þegar farga á húsi með asbesti. Þorsteinn segir að skila þurfi inn verklýsingu á verkinu, senda inn umsókn til heilbrigðiseftirlits og Vinnueftirlits auk þess sem leyfi þarf hjá byggingafulltrúa fyrir framkvæmdinni. „Síðan er það þannig að það sem er hættulegt í þessu er ef það kemur ryk af asbestinu. Við höfum því fengið slökkviliðið í lið með okkur til að koma í veg fyrir það og það er bara gert með vatni þannig að það er bara sprautað yfir rústina á meðan verið er að moka ofan í gáma,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að fylgja þurfi ákveðnum staðli við verkið og enginn afsláttur sé gefinn af því. Notuð er hjólagrafa með krabba til þess að rífa húsið niður en hin leiðin hefði verið að handtína húsið ofan í gáma. „En það gefur auga leið að það er miklu hættulegra fyrir mannskapinn, tekur lengri tíma og er verri aðferð að flestu leyti,“ segir Þorsteinn. Húsarústin er síðan urðuð í Álfsnesi sem er urðunarstaður Sorpu vegna asbestsins.Vatn var notað til þess að reyna að hefta asbestið í húsinu.vísir/mhhGera geðmat á sakborningi Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag að rannsókn brunans væri enn í gangi. Meðal annars sé verið að meta almannahættu sem hlaust af brunanum og hefur verið fenginn matsmaður í það. Þá er verið að vinna úr gögnum, bæði hjá lögreglunni á Suðurlandi sem og hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem verið er að gera geðmat á sakborningi í málinu.Klippa: Mikill eldur kom upp í einbýlishúsi á Selfossi
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Beint í fangelsi eftir að gæsluvarðhald var fellt úr gildi Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um aðild að brennu að Kirkjuvegi 18 á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 6. nóvember 2018 15:55 Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29
Beint í fangelsi eftir að gæsluvarðhald var fellt úr gildi Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um aðild að brennu að Kirkjuvegi 18 á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 6. nóvember 2018 15:55
Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?