BHM vill afnema ábyrgðir af eldri námslánum Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2018 20:30 Bandalag háskólamanna vill að ábyrgðir á eldri námslánum verði felldar niður. Ekki hafi verið kannað hvort ábyrgðarmenn voru yfirleitt þess megnugir að standa undir greiðslum lánanna, hvaða þá mörgum áratugum síðar þegar lán fari í vanskil. Árið 2009 hætti Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, að krefja lántakendur um ábyrgðarmenn á lánum þeirra hjá sjóðnum. Hins vegar var einnig ákveðið að aflétta ekki ábyrgðum af eldri lánum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun. „Við erum fyrst og fremst að fylgja eftir stefnu Bandalags háskólamanna um að skrefið verði stigið til fulls. Það er að segja að ábyrgðarmannakerfið verði numið úr gildi,” segir Þórunn. Ábyrgð á eldri lánum sé að valda fólki og fjölskyldum alls konar óhagræði jafnvel áratugum eftir að tengsl milli lántakanda og ábyrgðarmanns hafi rofnað eða aðstæður fólks gerbreyst. „Eins og fólk veit þá erfast ábyrgðir þannig að þetta gengur út yfir gröf og dauða ef að þannig má að orði komast. Þetta er óréttlátt kerfi og það þarf að breyta því,” segir Þórunn. Það sé eðlilegt að samræmi ríki milli lána hvenær sem þau voru tekin. Af þessu hljótist stærra vandamál en margir vilji horfast í augu við. En rökin fyrir að halda eldri ábyrgðum hafi verið að niðurfelling þeirra gæti haft áhrif á innheimtuhlutfall lánasjóðsins. En hún telji kostnaðinn ekki eins mikinn og þá hafi verið haldið. Formaður BHM segir að á meðan fólk var krafið um uppáskrift hafi það þurft að hafa aðgang að einhverjum sem gæti borgað ef lánið færi í vanskil. „Við vitum öll að þannig hefur það ekki verið. Fólk var að skrifa undir hjá vinum og vandamönnum. Foreldrar hjá börnum auðvitað og svo framvegis. Síðan kemur það kannski í ljós einhverjum áratugum síðar að fólk getur ekki staðið í skilum. Þá reynir á tengsl sem í rauninni voru aldrei formleg og heldur ekki kannað hvort fólk væri fjárhagsmenn til að standa undir ábyrgðinni,” segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Skóla - og menntamál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Bandalag háskólamanna vill að ábyrgðir á eldri námslánum verði felldar niður. Ekki hafi verið kannað hvort ábyrgðarmenn voru yfirleitt þess megnugir að standa undir greiðslum lánanna, hvaða þá mörgum áratugum síðar þegar lán fari í vanskil. Árið 2009 hætti Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, að krefja lántakendur um ábyrgðarmenn á lánum þeirra hjá sjóðnum. Hins vegar var einnig ákveðið að aflétta ekki ábyrgðum af eldri lánum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun. „Við erum fyrst og fremst að fylgja eftir stefnu Bandalags háskólamanna um að skrefið verði stigið til fulls. Það er að segja að ábyrgðarmannakerfið verði numið úr gildi,” segir Þórunn. Ábyrgð á eldri lánum sé að valda fólki og fjölskyldum alls konar óhagræði jafnvel áratugum eftir að tengsl milli lántakanda og ábyrgðarmanns hafi rofnað eða aðstæður fólks gerbreyst. „Eins og fólk veit þá erfast ábyrgðir þannig að þetta gengur út yfir gröf og dauða ef að þannig má að orði komast. Þetta er óréttlátt kerfi og það þarf að breyta því,” segir Þórunn. Það sé eðlilegt að samræmi ríki milli lána hvenær sem þau voru tekin. Af þessu hljótist stærra vandamál en margir vilji horfast í augu við. En rökin fyrir að halda eldri ábyrgðum hafi verið að niðurfelling þeirra gæti haft áhrif á innheimtuhlutfall lánasjóðsins. En hún telji kostnaðinn ekki eins mikinn og þá hafi verið haldið. Formaður BHM segir að á meðan fólk var krafið um uppáskrift hafi það þurft að hafa aðgang að einhverjum sem gæti borgað ef lánið færi í vanskil. „Við vitum öll að þannig hefur það ekki verið. Fólk var að skrifa undir hjá vinum og vandamönnum. Foreldrar hjá börnum auðvitað og svo framvegis. Síðan kemur það kannski í ljós einhverjum áratugum síðar að fólk getur ekki staðið í skilum. Þá reynir á tengsl sem í rauninni voru aldrei formleg og heldur ekki kannað hvort fólk væri fjárhagsmenn til að standa undir ábyrgðinni,” segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Skóla - og menntamál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira