Jessie J opnar sig um frjósemisvandann á einlægan hátt Sylvía Hall skrifar 18. nóvember 2018 10:03 Jessie J á tónleikum sínum í The Royal Albert Hall í vikunni. Vísir/Getty Söngkonan Jessie J tjáði sig um frjósemisvandamál sín á Instagram-reikningi sínum nýlega og lofaði því að hún yrði móðir einn daginn en henni var ráðlagt að fara í legnám fyrir fjórum árum síðan. Þá sagði hún lagið sitt „Four Letter Word“ fjalla um löngun hennar í að verða móðir. „Eftir að hafa útskýrt merkinguna á bak við lagið „Four Letter Word“ á þessu tónleikaferðalagi hef ég fengið yfirþyrmandi ást og stuðning. Takk,“ sagði Jessie á Instagram. „Mér var sagt fyrir fjórum árum síðan að ég gæti ekki eignast börn. Mér var einnig sagt að ég þyrfti samstundis að fara í legnám og í lyfjagjöf. Ég neitaði að fara í legnámið og hætti á öllum lyfjum þökk sé náttúrulegum aðferðum og breyttu mataræði.“ Þá segist hún hafa verið feimin við að tala um þetta opinberlega en þetta sé vandamál sem margar konur þurfa að ganga í gegnum. Hún sé ekki búin að gefa upp vonina um að eignast börn og trúir á kraftaverk. „Ég mun verða móðir,“ skrifaði hún. Söngkonan kom fram á tónleikum í Royal Albert Hall í vikunni sem leið og sagði talaði opinskátt um þessi mál áður en hún söng lagið sjálft. Kærasti Jessie, leikarinn Channing Tatum, deildi mynd frá tónleikunum á Instagram-síðu sinni og sagði tónleikagesti hafa upplifað „eitthvað sérstakt“. View this post on InstagramThis woman just poured her heart out on stage at the Royal Albert Hall. Whoever was there got to witness something special. Wow. A post shared by Channing Tatum (@channingtatum) on Nov 13, 2018 at 3:56pm PST Börn og uppeldi Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Söngkonan Jessie J tjáði sig um frjósemisvandamál sín á Instagram-reikningi sínum nýlega og lofaði því að hún yrði móðir einn daginn en henni var ráðlagt að fara í legnám fyrir fjórum árum síðan. Þá sagði hún lagið sitt „Four Letter Word“ fjalla um löngun hennar í að verða móðir. „Eftir að hafa útskýrt merkinguna á bak við lagið „Four Letter Word“ á þessu tónleikaferðalagi hef ég fengið yfirþyrmandi ást og stuðning. Takk,“ sagði Jessie á Instagram. „Mér var sagt fyrir fjórum árum síðan að ég gæti ekki eignast börn. Mér var einnig sagt að ég þyrfti samstundis að fara í legnám og í lyfjagjöf. Ég neitaði að fara í legnámið og hætti á öllum lyfjum þökk sé náttúrulegum aðferðum og breyttu mataræði.“ Þá segist hún hafa verið feimin við að tala um þetta opinberlega en þetta sé vandamál sem margar konur þurfa að ganga í gegnum. Hún sé ekki búin að gefa upp vonina um að eignast börn og trúir á kraftaverk. „Ég mun verða móðir,“ skrifaði hún. Söngkonan kom fram á tónleikum í Royal Albert Hall í vikunni sem leið og sagði talaði opinskátt um þessi mál áður en hún söng lagið sjálft. Kærasti Jessie, leikarinn Channing Tatum, deildi mynd frá tónleikunum á Instagram-síðu sinni og sagði tónleikagesti hafa upplifað „eitthvað sérstakt“. View this post on InstagramThis woman just poured her heart out on stage at the Royal Albert Hall. Whoever was there got to witness something special. Wow. A post shared by Channing Tatum (@channingtatum) on Nov 13, 2018 at 3:56pm PST
Börn og uppeldi Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira