Spila aftur með þrjá miðverði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2018 08:00 Landsliðsþjálfararnir Hamrén og Freyr Alexandersson. vísir/getty Erfiðu ári íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýkur í dag þegar það mætir Katar í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu. Þetta er aðeins annar leikur Íslands og Katar. Þau mættust í vináttulandsleik í nóvember á síðasta ári og gerðu þá 1-1 jafntefli. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands. Íslenska landsliðið hefur leikið tólf leiki í röð án þess að vinna. Síðasti sigurinn kom gegn Indónesíu, 1-4, í janúar. Erik Hamrén, sem tók við íslenska liðinu af Heimi Hallgrímssyni, bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem landsliðsþjálfari. Hann vonast til að það breytist í dag en segist búast við strembnum leik enda vann Katar óvæntan sigur á Sviss í vináttulandsleik á vonandi. „Ég hlakka til leiksins. Ég á von á erfiðum leik. Þeir hafa bætt sig og sigurinn á Sviss var góður. Við þurfum að spila vel til að ná sigri sem við viljum að sjálfsögðu,“ sagði Hamrén á fámennum blaðamannafundi í Eupen í gær. Fjölmargir leikmenn Íslands eru frá vegna meiðsla. Átta voru á meiðslalistanum áður en haldið var til Belgíu og þrír leikmenn, Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson og Alfreð Finnbogason, heltust úr lestinni fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn. Aron Einar Gunnarsson lék gegn Belgum en fyrirliðinn fær frí í dag. Hörður Björgvin Magnússon hefur glímt við meiðsli og Hamrén staðfesti að hann myndi ekki byrja leikinn gegn Katar í dag. „Það er í lagi með hann en hann byrjar ekki. Ég vil ekki að hann meiðist frekar. Hann æfði í dag [í gær],“ sagði Hamrén sem á von á því að nokkrar breytingar verði á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Belgíu. „Það er eitthvað um meiðsli og svo eru nokkrir leikmenn sem við viljum sjá spila. Margir þeirra hafa heillað okkur á æfingum.“ Ísland spilaði með þrjá miðverði í leiknum gegn Belgíu og Hamrén ætlar að beita sömu leikaðferð gegn Katar. „Það er ekkert leyndarmál. Þetta er vináttulandsleikur og við viljum sjá þetta einu sinni í viðbót á móti öðruvísi andstæðingi.“ Þrátt fyrir 2-0 tap á móti Belgíu var Hamrén sáttur með frammistöðuna á móti þessu ógnarsterka liði; því sterkasta í heimi samkvæmt heimslistanum. „Mér fannst við spila mjög vel gegn Belgíu. Þeir eru með frábært lið og við fengum stuttan tíma til undirbúnings. Leikmennirnir hafa heillað mig þessa daga sem við höfum verið saman. Viðhorf þeirra er frábært. Margir leikmenn nýttu tækifæri sitt gegn Belgum mjög vel,“ sagði Hamrén og hrósaði sérstaklega Jóni Guðna Fjólusyni, leikmanni Krasnodar, sem lék sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu á fimmtudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Erfiðu ári íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýkur í dag þegar það mætir Katar í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu. Þetta er aðeins annar leikur Íslands og Katar. Þau mættust í vináttulandsleik í nóvember á síðasta ári og gerðu þá 1-1 jafntefli. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands. Íslenska landsliðið hefur leikið tólf leiki í röð án þess að vinna. Síðasti sigurinn kom gegn Indónesíu, 1-4, í janúar. Erik Hamrén, sem tók við íslenska liðinu af Heimi Hallgrímssyni, bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem landsliðsþjálfari. Hann vonast til að það breytist í dag en segist búast við strembnum leik enda vann Katar óvæntan sigur á Sviss í vináttulandsleik á vonandi. „Ég hlakka til leiksins. Ég á von á erfiðum leik. Þeir hafa bætt sig og sigurinn á Sviss var góður. Við þurfum að spila vel til að ná sigri sem við viljum að sjálfsögðu,“ sagði Hamrén á fámennum blaðamannafundi í Eupen í gær. Fjölmargir leikmenn Íslands eru frá vegna meiðsla. Átta voru á meiðslalistanum áður en haldið var til Belgíu og þrír leikmenn, Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson og Alfreð Finnbogason, heltust úr lestinni fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn. Aron Einar Gunnarsson lék gegn Belgum en fyrirliðinn fær frí í dag. Hörður Björgvin Magnússon hefur glímt við meiðsli og Hamrén staðfesti að hann myndi ekki byrja leikinn gegn Katar í dag. „Það er í lagi með hann en hann byrjar ekki. Ég vil ekki að hann meiðist frekar. Hann æfði í dag [í gær],“ sagði Hamrén sem á von á því að nokkrar breytingar verði á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Belgíu. „Það er eitthvað um meiðsli og svo eru nokkrir leikmenn sem við viljum sjá spila. Margir þeirra hafa heillað okkur á æfingum.“ Ísland spilaði með þrjá miðverði í leiknum gegn Belgíu og Hamrén ætlar að beita sömu leikaðferð gegn Katar. „Það er ekkert leyndarmál. Þetta er vináttulandsleikur og við viljum sjá þetta einu sinni í viðbót á móti öðruvísi andstæðingi.“ Þrátt fyrir 2-0 tap á móti Belgíu var Hamrén sáttur með frammistöðuna á móti þessu ógnarsterka liði; því sterkasta í heimi samkvæmt heimslistanum. „Mér fannst við spila mjög vel gegn Belgíu. Þeir eru með frábært lið og við fengum stuttan tíma til undirbúnings. Leikmennirnir hafa heillað mig þessa daga sem við höfum verið saman. Viðhorf þeirra er frábært. Margir leikmenn nýttu tækifæri sitt gegn Belgum mjög vel,“ sagði Hamrén og hrósaði sérstaklega Jóni Guðna Fjólusyni, leikmanni Krasnodar, sem lék sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu á fimmtudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira