Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 16:44 Kjartan Björnsson, nágranni og æskuvinur íbúa hússins að Kirkjuvegi á Selfossi sem brann í gær, segir það hafa verið afar þungbært að sjá húsið á æskuslóðunum í ljósum logum. Kjartan segist hafa náð að hughreysta vin sinn í skamma stund í gær áður en lögregla handtók þann síðarnefnda á vettvangi. Téður húsráðandi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, voru handtekin á vettvangi eldsvoðans við Kirkjuveg í gær. Þau voru yfirheyrð í dag og leidd fyrir dómara síðdegis þar sem farið var fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir létust í eldsvoðanum, karl og kona sem bæði voru gestkomandi í húsinu. „Þetta sló mig verulega. Ég er náttúrulega alinn upp á þessum æskuslóðum hér í gamla bænum, á Kirkjuvegi 17 beint á móti þessu húsi, Kirkjuvegi 18,“ sagði Kjartan í samtali við fréttamann Stöðvar 2 á Selfossi í dag. Kjartan var á leið á bæjarráðsfund þegar honum var gert kunnugt um að eldur hefði kviknað í húsinu, þar sem æskufélagi hans er til heimilis. „Þannig að ég fór strax á staðinn og frestaði för minni á fundinn,“ sagði Kjartan, og bætti við að aðkoman hafi verið afar slæm þegar hann kom aðvífandi.Frá vettvangi eldsvoðans í gær.Vísir/egill„Ég ætlaði að hitta vin minn þarna fyrir utan og vita hvort ég gæti veitt honum einhvern stuðning, og ég gerði það í smá stund. En svo náttúrulega færði lögregla mig frá honum vegna rannsóknarhagsmuna.“Náði hann að segja þér hvað kom fyrir?„Já, já. Aðeins var það, en ég ætla ekki að hafa það eftir.“ Þá sagði Kjartan að málið væri hið sorglegasta og hvíldi þungt á litla samfélaginu á Selfossi. „Það var bara mjög sárt að sjá húsið. Og nú er hann heimilislaus en það var auðvitað sýnu sárara að þarna skyldu tvær manneskjur látast, það var náttúrulega enn sorglegra og hugur munn er hjá aðstandendum þeirra. Við erum ekki það stórt samfélag, það slær fólk alltaf þegar svona gerist. Þetta er ákaflega sorglegt.“Rætt verður frekar við nágranna og viðbragðsaðila í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um brunann á Selfossi í kvöld. Fréttirnar eru sýndar í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54 Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir fólkinu frestað til kvölds Karl og kona, sem handtekin voru í gær vegna eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands á fjórða tímanum í dag. 1. nóvember 2018 15:49 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Kjartan Björnsson, nágranni og æskuvinur íbúa hússins að Kirkjuvegi á Selfossi sem brann í gær, segir það hafa verið afar þungbært að sjá húsið á æskuslóðunum í ljósum logum. Kjartan segist hafa náð að hughreysta vin sinn í skamma stund í gær áður en lögregla handtók þann síðarnefnda á vettvangi. Téður húsráðandi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, voru handtekin á vettvangi eldsvoðans við Kirkjuveg í gær. Þau voru yfirheyrð í dag og leidd fyrir dómara síðdegis þar sem farið var fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir létust í eldsvoðanum, karl og kona sem bæði voru gestkomandi í húsinu. „Þetta sló mig verulega. Ég er náttúrulega alinn upp á þessum æskuslóðum hér í gamla bænum, á Kirkjuvegi 17 beint á móti þessu húsi, Kirkjuvegi 18,“ sagði Kjartan í samtali við fréttamann Stöðvar 2 á Selfossi í dag. Kjartan var á leið á bæjarráðsfund þegar honum var gert kunnugt um að eldur hefði kviknað í húsinu, þar sem æskufélagi hans er til heimilis. „Þannig að ég fór strax á staðinn og frestaði för minni á fundinn,“ sagði Kjartan, og bætti við að aðkoman hafi verið afar slæm þegar hann kom aðvífandi.Frá vettvangi eldsvoðans í gær.Vísir/egill„Ég ætlaði að hitta vin minn þarna fyrir utan og vita hvort ég gæti veitt honum einhvern stuðning, og ég gerði það í smá stund. En svo náttúrulega færði lögregla mig frá honum vegna rannsóknarhagsmuna.“Náði hann að segja þér hvað kom fyrir?„Já, já. Aðeins var það, en ég ætla ekki að hafa það eftir.“ Þá sagði Kjartan að málið væri hið sorglegasta og hvíldi þungt á litla samfélaginu á Selfossi. „Það var bara mjög sárt að sjá húsið. Og nú er hann heimilislaus en það var auðvitað sýnu sárara að þarna skyldu tvær manneskjur látast, það var náttúrulega enn sorglegra og hugur munn er hjá aðstandendum þeirra. Við erum ekki það stórt samfélag, það slær fólk alltaf þegar svona gerist. Þetta er ákaflega sorglegt.“Rætt verður frekar við nágranna og viðbragðsaðila í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um brunann á Selfossi í kvöld. Fréttirnar eru sýndar í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54 Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir fólkinu frestað til kvölds Karl og kona, sem handtekin voru í gær vegna eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands á fjórða tímanum í dag. 1. nóvember 2018 15:49 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30
Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54
Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir fólkinu frestað til kvölds Karl og kona, sem handtekin voru í gær vegna eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands á fjórða tímanum í dag. 1. nóvember 2018 15:49