Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Tvö kerti loguðu í gærkvöldi framan við einbýlishúsið Kirkjuveg 18 á Selfossi. Vísir/EgillA Karl og kona létu lífið í eldsvoðanum á Kirkjuvegi 18 á Selfossi á miðvikudaginn. Þau fundust á efri hæð hússins í gær. Karlmaður fæddur 1965, sem er húsráðandi, og kona fædd 1973, sem var einnig í húsinu, voru í gærkvöld bæði úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. „Vinnu á vettvangi er lokið og húsið hefur verið afhent tryggingafélagi,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við Fréttablaðið um kvöldmatarleytið í gær. Fyrr um daginn gerði lögregla kröfu um gæsluvarðhald yfir húsráðandanum á Kirkjuvegi 18 og konu sem var gestkomandi þar þegar eldurinn braust út. Orðið var við kröfunni sem byggð var á rannsóknarhagsmunum í Héraðsdómi Suðurlands á níunda tímanum í gærkvöldi. Oddur vildi að svo komnu máli ekki gefa upp hvers menn hefðu orðið vísari. „Við höldum nokkuð þétt að okkur spilunum með efni rannsóknarinnar,“ sagði hann og vísaði í tilkynningur frá lögreglunni. Þar kom fram að grunur lék á íkveikju. „Það er grunur um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ staðfesti Oddur. „Það er til rannsóknar hvernig það atvikaðist,“ svaraði hann aðspurður hvort talið sé eldurinn hafi komið upp fyrir slysni eða hvort kveikt hafi verið í af ásettu ráði. Enn fremur sagði yfirlögregluþjónninn aðspurður að engin játning lægi fyrir.Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus.Lögreglan á Suðurlandi.Fram kom í viðtali Stöðvar 2 í gærkvöldi við æskufélaga og nágranna húsráðandans að þeir hefðu ræðst við þegar sá síðarnefndi kom út úr brennandi húsinu. Þá hafi húsráðandinn gefið tilteknar skýringar á því sem gerst hafði. Vildi nágranninn ekki gefa upp nánar hvað þeim fór á milli. Oddur sagði karlmanninn sem sé í haldi vera húsráðanda. „Hin voru gestkomandi og búin að vera mismundandi lengi,“ sagði hann. „Ég held að orðið neyslufélagar sé rétta orðið,“ svaraði hann um tengsl fólksins. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Karl og kona létu lífið í eldsvoðanum á Kirkjuvegi 18 á Selfossi á miðvikudaginn. Þau fundust á efri hæð hússins í gær. Karlmaður fæddur 1965, sem er húsráðandi, og kona fædd 1973, sem var einnig í húsinu, voru í gærkvöld bæði úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. „Vinnu á vettvangi er lokið og húsið hefur verið afhent tryggingafélagi,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við Fréttablaðið um kvöldmatarleytið í gær. Fyrr um daginn gerði lögregla kröfu um gæsluvarðhald yfir húsráðandanum á Kirkjuvegi 18 og konu sem var gestkomandi þar þegar eldurinn braust út. Orðið var við kröfunni sem byggð var á rannsóknarhagsmunum í Héraðsdómi Suðurlands á níunda tímanum í gærkvöldi. Oddur vildi að svo komnu máli ekki gefa upp hvers menn hefðu orðið vísari. „Við höldum nokkuð þétt að okkur spilunum með efni rannsóknarinnar,“ sagði hann og vísaði í tilkynningur frá lögreglunni. Þar kom fram að grunur lék á íkveikju. „Það er grunur um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ staðfesti Oddur. „Það er til rannsóknar hvernig það atvikaðist,“ svaraði hann aðspurður hvort talið sé eldurinn hafi komið upp fyrir slysni eða hvort kveikt hafi verið í af ásettu ráði. Enn fremur sagði yfirlögregluþjónninn aðspurður að engin játning lægi fyrir.Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus.Lögreglan á Suðurlandi.Fram kom í viðtali Stöðvar 2 í gærkvöldi við æskufélaga og nágranna húsráðandans að þeir hefðu ræðst við þegar sá síðarnefndi kom út úr brennandi húsinu. Þá hafi húsráðandinn gefið tilteknar skýringar á því sem gerst hafði. Vildi nágranninn ekki gefa upp nánar hvað þeim fór á milli. Oddur sagði karlmanninn sem sé í haldi vera húsráðanda. „Hin voru gestkomandi og búin að vera mismundandi lengi,“ sagði hann. „Ég held að orðið neyslufélagar sé rétta orðið,“ svaraði hann um tengsl fólksins.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47
Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44
Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26