Píratar ræða meint einelti innan flokksins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 5. nóvember 2018 22:05 Ólga er innan Pírata vegna meints eineltis innan flokksins og niðurstöðu úrskurðarnefndar. Málið snýst um að framkvæmdastjóri flokksins réð til sín aðstoðarmann án auglýsingar. Flokksmaður kærði ráðninguna, og úrskurðarnefnd skilaði niðurstöðu um að lög flokksins hafi verið brotin og víkja eigi starfsmanninum úr starfi. Framkvæmdaráði bar að samþykkja ráðninguna á sínum tíma en Sindri Viborg, sem var formaður framkvæmdaráðs, hætti í september og segir hann í færslu á Facebook að í flokknum sé grasserandi eineltishegðun. Erla Hlynsdóttir, framkvæmdarstjóri Pírata, sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 að hún hafi fengið samþykki fyrir ráðningunni frá framkvæmdaráði flokksins og það hafi verið staðfest í fundargerðum ráðsins. Hún segir mikla ánægju hafa verið með störf starsfmannsins en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort hann haldi áfram. Mikil umræða hefur verið um einelti innan Pírata og segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að augljóst sé að það þurfi að taka á málunum. „Það er bersýnilegt af þeim frásögnum sem við heyrum að við þurfum að taka til í okkar ranni, það hlýtur að liggja fyrir. Gegnsæi okkar felst í því að við leynum ekki slíku,“ sagði Helgi Hrafn og sagði flokkinn taka slíkum frásögnum alvarlega. Hann segir málið þó vera flókið. „Það er erfitt eða ómögulegt fyrir mig akkúrat núna að taka afstöðu í einhverju slíku en við hlustum á alla, við tökum þetta alvarlega og við erum að bregðast við hér og nú.“ Stj.mál Tengdar fréttir Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Flokkurinn hefur logað í illdeilum síðustu vikurnar og fólk sagt sig úr honum vegna eineltis. 5. nóvember 2018 06:00 Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins. 3. nóvember 2018 16:27 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Ólga er innan Pírata vegna meints eineltis innan flokksins og niðurstöðu úrskurðarnefndar. Málið snýst um að framkvæmdastjóri flokksins réð til sín aðstoðarmann án auglýsingar. Flokksmaður kærði ráðninguna, og úrskurðarnefnd skilaði niðurstöðu um að lög flokksins hafi verið brotin og víkja eigi starfsmanninum úr starfi. Framkvæmdaráði bar að samþykkja ráðninguna á sínum tíma en Sindri Viborg, sem var formaður framkvæmdaráðs, hætti í september og segir hann í færslu á Facebook að í flokknum sé grasserandi eineltishegðun. Erla Hlynsdóttir, framkvæmdarstjóri Pírata, sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 að hún hafi fengið samþykki fyrir ráðningunni frá framkvæmdaráði flokksins og það hafi verið staðfest í fundargerðum ráðsins. Hún segir mikla ánægju hafa verið með störf starsfmannsins en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort hann haldi áfram. Mikil umræða hefur verið um einelti innan Pírata og segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að augljóst sé að það þurfi að taka á málunum. „Það er bersýnilegt af þeim frásögnum sem við heyrum að við þurfum að taka til í okkar ranni, það hlýtur að liggja fyrir. Gegnsæi okkar felst í því að við leynum ekki slíku,“ sagði Helgi Hrafn og sagði flokkinn taka slíkum frásögnum alvarlega. Hann segir málið þó vera flókið. „Það er erfitt eða ómögulegt fyrir mig akkúrat núna að taka afstöðu í einhverju slíku en við hlustum á alla, við tökum þetta alvarlega og við erum að bregðast við hér og nú.“
Stj.mál Tengdar fréttir Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Flokkurinn hefur logað í illdeilum síðustu vikurnar og fólk sagt sig úr honum vegna eineltis. 5. nóvember 2018 06:00 Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins. 3. nóvember 2018 16:27 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Flokkurinn hefur logað í illdeilum síðustu vikurnar og fólk sagt sig úr honum vegna eineltis. 5. nóvember 2018 06:00
Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12
Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins. 3. nóvember 2018 16:27