Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2018 15:30 Berglind Þorsteinsdóttir og Martha Hermannsdóttir eru búnar að spila frábærlega. vísir Nýliðar HK og KA/Þórs hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna í vetur en eftir fyrsta þriðjung deildarinnar er hvorugt liðið í fallsæti. HK er með sex stig en KA/Þór með átta stig. Búist var við litlu af HK sem komst upp í gegnum umspil í vor og bætti litlu við sig eins og KA/Þór. Liðið hefur þvert á móti spilað vel og sérstaklega varnarleikinn þar sem hin 19 ára gamla Berglind Þorsteinsdóttir hefur farið á kostum. Þar fer framtíðar varnarmaður íslenska landsliðsins. „Ég vona að hún haldi rétt á spilunum og bæti sinn leik. Hún var með unglingalandsliðinu í sumar og stóð sig vel þar. Hún var samt skytta en fer minna í skyttuna núna,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta um Berglindi en hún var sérfræðingur í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. „Mér finnst pínulítið sorglegt að það sé verið að gera varnarmann úr henni strax á meðan hún er svona ung. Ég vil sjá hana fá meiri reynslu í skyttunni því það er geðveikt að geta spilað vörn eins og hún spilar og vera svo líka hávaxin skytta. Þetta er það eina sem truflar mig,“ segir Þorgerður og Ásgeir Jónsson tekur undir þetta. „Þetta er vonarstjarna kvennaboltans sem varnarmaður. Hún er að spila það vel. Það er samt ekki alltaf þannig að leikmenn taki út sinn sóknarþroska fyrir tvítugt. Ég er sammála að það megi ekki bara afskrifa hana þar,“ segir Ásgeir. KA/Þór er búið að vinna sigra á Haukum og Fram og er í fimmta sæti með átta stig. Langbesti leikmaður liðsins er fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir sem hefur farið á kostum. „Hún er að skapa færi þegar að mest á reynir, hún er að gefa stoðsendinar og er mótorinn í varnarleiknum. Hún er verðskuldað besti leikmaður þessara fyrstu sjö umferða. Þetta kemur mér alls ekkert á óvart. Þetta eru gæðin sem að búa í þessum leikmanni,“ segir Ásgeir og Þorgerður er svo sannarlega hrifin af þessum reynslubolta. „Hún er bara ofurkona. Svo er hún svo líka mikill liðsmaður að ég held að það sé ógeðslega gaman að vera með henni í liði. Hún er alltaf að búa til eitthvað fyrir alla í kringum sig og hugsar ekkert um sig í fyrsta sæti. Svo tekur hún sín skot og klárar þau mjög vel. Það er mjög sterkt að vera með svona leikmann í svona liði,“ segir Þorgerður Anna. Alla umræðuna um nýliðana úr uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar um fyrsta þriðjung deildarinnar má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Nýliðar HK og KA/Þórs hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna í vetur en eftir fyrsta þriðjung deildarinnar er hvorugt liðið í fallsæti. HK er með sex stig en KA/Þór með átta stig. Búist var við litlu af HK sem komst upp í gegnum umspil í vor og bætti litlu við sig eins og KA/Þór. Liðið hefur þvert á móti spilað vel og sérstaklega varnarleikinn þar sem hin 19 ára gamla Berglind Þorsteinsdóttir hefur farið á kostum. Þar fer framtíðar varnarmaður íslenska landsliðsins. „Ég vona að hún haldi rétt á spilunum og bæti sinn leik. Hún var með unglingalandsliðinu í sumar og stóð sig vel þar. Hún var samt skytta en fer minna í skyttuna núna,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta um Berglindi en hún var sérfræðingur í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. „Mér finnst pínulítið sorglegt að það sé verið að gera varnarmann úr henni strax á meðan hún er svona ung. Ég vil sjá hana fá meiri reynslu í skyttunni því það er geðveikt að geta spilað vörn eins og hún spilar og vera svo líka hávaxin skytta. Þetta er það eina sem truflar mig,“ segir Þorgerður og Ásgeir Jónsson tekur undir þetta. „Þetta er vonarstjarna kvennaboltans sem varnarmaður. Hún er að spila það vel. Það er samt ekki alltaf þannig að leikmenn taki út sinn sóknarþroska fyrir tvítugt. Ég er sammála að það megi ekki bara afskrifa hana þar,“ segir Ásgeir. KA/Þór er búið að vinna sigra á Haukum og Fram og er í fimmta sæti með átta stig. Langbesti leikmaður liðsins er fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir sem hefur farið á kostum. „Hún er að skapa færi þegar að mest á reynir, hún er að gefa stoðsendinar og er mótorinn í varnarleiknum. Hún er verðskuldað besti leikmaður þessara fyrstu sjö umferða. Þetta kemur mér alls ekkert á óvart. Þetta eru gæðin sem að búa í þessum leikmanni,“ segir Ásgeir og Þorgerður er svo sannarlega hrifin af þessum reynslubolta. „Hún er bara ofurkona. Svo er hún svo líka mikill liðsmaður að ég held að það sé ógeðslega gaman að vera með henni í liði. Hún er alltaf að búa til eitthvað fyrir alla í kringum sig og hugsar ekkert um sig í fyrsta sæti. Svo tekur hún sín skot og klárar þau mjög vel. Það er mjög sterkt að vera með svona leikmann í svona liði,“ segir Þorgerður Anna. Alla umræðuna um nýliðana úr uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar um fyrsta þriðjung deildarinnar má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30